Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 31
dreifingu smáskjálfta um alla
sprungu 17. júní skjálftans tveimur
vikum áður en hann brast á, eins og
kom fram í næstsíðustu grein um að-
draganda og forboða. Þetta og fleira
kennir okkur að það dugir ekki að
byggja á einstökum „forboðum“ án
þess að skilja af hverju þeir stafa.
Við þurfum á hverri stundu og út frá
öllum tiltækum mælingum og vís-
indalegri greiningu að fá sem ná-
kvæmasta mynd af því hvaða
skorpuferlar eru í gangi þarna niðri.
Eins og sést í neðri hluta myndar
2 er mikill óstöðugleiki á svæðinu
þar sem 21. júní skjálftinn var vænt-
anlegur, en ekki mikil spenna. Það
þurfti hnykk frá 17. júní skjálftanum
til að hleypa skjálftaferlinu af stað
þar og eftir þann hnykk liðu bara
fjórir dagar þar til sjálfur skjálftinn
brast á.
Mikinn hluta grunnvinnunnar sem
hér hefur verið fjallað um getur
tölva unnið með augnablikshraða og
kórrétt út frá gefnum forsendum.
Það þarf hins vegar stöðugt atfylgi
vísindamanna til að bregðast við
breyttum forsendum og leggja loka-
hönd á túlkun.
Ég legg mesta áherslu á smá-
skjálftamælingar til að undirbyggja
jarðskjálftaspá, vegna þess hversu
næmar þær eru og nákvæmar til að
skynja þær örsmáu breytingar sem
verða djúpt í skorpunni þar sem mis-
gengishreyfing stórra jarðskjálfta
byrjar. Þessar litlu breytingar á
miklu dýpi mælast illa með yf-
irborðsmælingum eins og GPS þeg-
ar horft er til skamms tíma, en þegar
til lengri tíma er litið skipta þær
miklu máli til að skilja eðli brota-
hreyfingarinnar. GPS mælingar til
viðbótar við smáskjálftamælingar
geta líka haft mikið gildi til að vara
við stórskjálfta sem gæti fylgt í kjöl-
far fyrsta skjálfta, því eftir fyrsta
skjálfta verða hraðar breytingar á
bjögun svæðis og þær því mæl-
anlegar á stuttum tíma með GPS.
Ég sagði frá því í fyrri greinum í
þessum greinaflokki að á undan öll-
um stórum skjálftum höfðu komið
fram breytingar eða fyrirbæri, sem
mælar skynjuðu eða dýr eða fólk.
Vandinn var bara sá að menn vissu
ekki fyrir fram hvað þetta boðaði.
Slík fyrirbæri verða til efst í jarð-
skorpunni, og það er mjög erfitt að
skilja út frá þeim hvað er að gerast
neðar. Með þeirri nálgun sem ég hef
lýst er miklu meiri von til þess að við
skiljum hvað þessi fyrirbæri boða.
Þegar ég tala um gagnlega ná-
kvæmni í tímaspá á ég við ná-
kvæmni, sem getur gert viðbúnað
okkar betri. Í spá okkar um síðari
stóra skjálftann árið 2000 var
tímaspáin ekki mjög nákvæm. Okk-
ur fannst hún samt nægilega ná-
kvæm til að hvetja aðila sem sinna
almannavörnum til að fara strax að
búa sig sérstaklega undir stóran
jarðskjálfta nálægt Hestvatni. Hann
varð svo þar sem við spáðum honum
og áhrifum hans. Þetta kalla ég
gagnlega spá þótt við á þessum tíma
teldum hana það óörugga að ekki
væri rétt að útvarpa viðvöruninni til
almennings. Til þess væri hún á of
veikum grunni.
Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Quake-Look Ragnar Slunga
Shear stress median values for time period Jan 1 st 1992 - June 17th 2000 1500GMT
Map of SIL area
Quake-Look Ragnar Slunga
The instability CFS, median values for the period Jan 1st 1992 - June 17 2000 1500GMT
Larger circle means closer to instability (CFS=0)
SIL area map 44 km x 24 km Unit 1 km
Smallest circle 3.85 MPa, largest 5.63 MPa, linear scaling of the diameter
SIL area map 44 km x 24 km Unit 1 km
Smallest circle CFS= 6.83 MPa, largest CFS=-0.71 MPa, nonlinear scaling
QUAKE-LOOK Ragnar Slunga, presented at EGU2007 Vienna
QUAKE-LOOK Ragnar Slunga, presented at EGU2007 Vienna
North June 17
June 21
East
North
East
Há skerspenna fyrir 17. júní skjálftann
Mynd 2 Spennuástand í brotabelti Suðurlands. Stórir hringir í efri hlutanum tjá að það er mjög há skerspenna í skorpunni
nálægt upptökum 17. júní skjálftans í 8 ár áður en hann brast á og nálægt brotþoli bergsins. Stórir hringir í neðri hlut-
anum segja hins vegar að á þessu sama tímabili var mikill óstöðugleiki í skorpunni þar sem 21. júní skjálftinn 2000 varð. Í
reynd var þetta þannig að hin mikla spennuútlausn í 17. júní skjálftanum hnykkti 21. juní skjálftasprungunni af stað.
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Ertu að nýta alla næringu úr
vítamíninu þínu?
• Bætir ónæmiskerfið
• Hressir, kætir og
eykur orku
• Bætir geðið og
eykur virkni
• Gott gegn streitu
• Fyrir fólk á
öllum aldri
Epresat fljótandi fjölvítamín er framleitt fyrir þá sem eiga erfitt með
að taka töflur og hylki eða nýta ekki nógu vel næringarefnin í því
formi. Epresat vítamínin eru blönduð með jurtum
sem örva meltinguna og sjá til þess að sýrustig
magans haldist jafnt og upptaka næringarefnanna
verði semmest.
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
66% skor í keppninni
um Oddfellowskálina
Önnur lota um Oddfellow-skálin
var spiluð á mildu en brenns-
isteinsdíoxíð-mettuðu mánudags-
kvöldi. Tuttugu pör mættu til leiks
og styrktu félagsauðinn.
Það var stuð á Helga Gunnari
Jónssyni og Hans Óskari Isebarn
og enduðu þeir í 66% skori og tók
heim verðlaun kvöldsins.
Úrslit kvöldsins:
Helgi G. Jónss. - Hans Óskar Isebarn 254
Þrándur Ólafss. - Gauti K. Gíslason 242
Sigurbj. Samúelss. - Helgi Samúelss. 226
Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 225
Efstu pörin í keppninni:
Helgi G. Jónss. - Hans Óskar Isebarn 473
Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 440
Sigurður Sigurðss. -Arnar Óskarsson 438
Jóhannes Sverrisson - Óskar Karlss. 379
Stefán R. Jónsson - Andrés Andréss. 368
Alls hafa 20 pör spilað í mótinu
og gilda fjögur af sex bestu skor-
unum til skálarinnar.
Næst verður spilað á fullveld-
isdaginn, 1. desember.
Bridsfélögin á Suðurnesjum
Spilaður var tvímenningur sl.
miðvikudag. Kristján Pálsson spil-
aði við Kristbjörn Albertsson og
Þorgeir Ver Halldórsson og sigr-
uðu þeir með 60% skor. Gunn-
laugur Sævarsson og Arnór Ragn-
arsson urðu í öðru sæti með 59,2%.
Spilað er í félagsheimilinu á
Mánagrund á miðvikudögum kl.
19.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 6. nóvember var
spilaður tvímenningur á 14 borð-
um hjá bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Trausti Friðfinnss. – Guðl. Bessason 428
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 380
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 341
Sigurjón Helgason – Helgi Samúelss. 326
A/V
Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss.
411
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach
373
Gunnar Jónss. – Guðbjörn Axelsson 365
Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 344
Spilað er í Síðumúla 37 mánu-
daga og fimmtudaga kl. 13.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Auglýst er að bæta aðgengi að há-
lendinu, en er ekki Vonarskarð inni á
hálendinu og hvernig má fara þangað
nema gangandi? Ekki hjálpar það
eldra fólki eða hreyfihömluðu að ekki
sé leyft að aka um skarðið. Núna er
lokað á einum stað og sagst ætla að
opna á öðrum. Þetta er fjar-
stæðukennt lýðskrum því miður.
Þessi vegur er 190 km (í Mýri) eða
250 km (að Fosshóli) sem samkvæmt
skýrslu þarf að leggja. Aðeins er um
sumarveg að ræða, uppbyggðan með
malbiki og brúm. Vegagerðin í dag
ræður ekki við að skafa núverandi
veg oftar en 2-3 á ári.
Þetta eru framtíðarplön og nú þeg-
ar er lögð vinna og fjármagn í þennan
undirbúning, verður það ekki til þess
að fyrr eða síðar verður af þessu?
Verður ekki sagt síðar að rannsókn-
arkostnaður sé það mikill að ekki sé
rétt að hætta við, og af hagkvæmnis-
ástæðum hafi verið opnað fyrir virkj-
anir á miðju Íslandi?
Eins og að leggja
veg yfir Mývatn
Í mínum huga er það þó vegurinn
sem veldur svöðusárinu, sker í sund-
ur stærstu ósnortnu víðlendu í Evr-
ópu, þetta er eins og að leggja veg yf-
ir Mývatn, fá tvö dauð vötn. Sá vegur
gæti aukið aðgengi, fært fólk nær fal-
legum stöðum, stytt ferðatíma og gef-
ið færi á að skoða fuglana á vatninu
miðju, en verða þeir þarna lengur? Í
dag erum við í basli að hafa stjórn,
geta verndað og hlíft svæðum við
byggð, hvernig í ósköpunum getum
við þá bætt 50.000 km2 við?
Kyrrðin, víðernið og ósnortin nátt-
úra verður á stangli og malbikið eyðir
miðhálendinu og brýrnar ævintýrinu.
Að fara yfir óbrúaðar ár eða læki er
ævintýri sem hægt er að selja.
Óbyggðirnar í heild sinni eru sölu-
vara Íslands, ekki einstakir staðir
inni á Sprengisandi. Ísland er æv-
intýraland. Fjöldi gesta vegna ráð-
stefnu Arctic Circle var tvisvar sinn-
um meiri en tala ráðstefnugesta.
Komu ekki 1,5 milljarðar í kassann?
Sagt var að Ísland væri spennandi,
eða er fólk að flýta sér hingað áður en
malbikað verður, brúað, upplýst,
bensínstöðvar, skiltafjöld og girð-
ingar?
Hvers vegna er Ísland spennandi,
ef ekki fyrir ósnert land?
Er ekki verið að búa í haginn fyrir
virkjanir? Þegar vegurinn verður
kominn verða þetta svo hagkvæmir
kostir.
Vegagerðin hyggst styrkja ferða-
þjónustuna. Hvaðan koma þær frétt-
ir? Jú, úr Samgönguáætlun frá 2009,
frá Alþingi!
En í hverju gæti sú styrking falist?
Hugsanlega í nokkrum gististöðum á
hvorum endanum, en með þessu er
verið að sniðganga annaðhvort Aust-
urland eða Vesturland, og hver er þá
ávinningurinn?
Við, börnin okkar og ferðamenn,
höfum ekki öll sömu væntingar til
ferðalags. Sumir vilja þægindi, þjón-
ustu og þýða vegi, en aðrir vilja nátt-
úru, ósnert land og upprunann. Það
fyrra geta menn fengið út um alla
Evrópu, en það síðara bara á Íslandi.
Og hvort verður verðmætara með
tímanum? Dæmi hver fyrir sig.
Krafan um Umboðsmann Íslands
verður æ brýnni.
Höfundur er leiðsögumaður og
ferðaþjónustubóndi.