Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 32

Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 32
Í fréttum nýverið var fjallað um að sjúk- lingur, sem flytja átti milli hæða á Landspít- ala Íslands, var talinn í bráðri lífshættu þegar för hans seinkaði um 12 mínútur í bilaðri lyftu. Einnig kom fram að starfsmenn spítalans hefðu verið í hættu þegar beita þurfti raf- stuðtæki í því þrönga rými sem í lyft- unni var, en því svipar til þess rýmis sem er í sjúkraflugvélum og þyrlum við sjúkraflutninga hér á landi. Þessi frétt talar að mínu mati sínu máli þegar fjallað er um Reykjavík- urflugvöll og um þá miklu og brýnu sjúkraflutninga sem um hann fara. Borgarstjóri Reykjavíkur og hans fylgisveinar hafa haldið því fram að engu máli skipti þó að neyðarflug- brautin 06/24 verði aflögð og að flug- vallarstarfsemin verði flutt upp á heiðar eða suður til Keflavíkur með tilsvarandi seinkun á flutningi lífs- hættulega veiks eða slasaðs fólks, sem gæti numið allt að einni til einni og hálfri klukkustund þegar allt er talið. Þeir eru vissir í sinni sök um að mannslíf tapist ekki við svo mikla seinkun á flutningi sjúklinga í sjúkraflugi þegar heilbrigðisstarfs- fólk fullyrðir að 12 mín- útna seinkun á flutn- ingi sjúklings milli hæða á Landspít- alanum hafi sett við- komandi sjúkling í bráða lífshættu. Samþjöppun í sjúkra- og heilbrigðis- þjónustu landsins á seinni árum hefur vald- ið því að sjúkraflutn- ingar af landsbyggð- inni inn á bráðadeildir Landspítala hafa stóraukist, hvort heldur það er landsbyggðarfólk eða ferðamenn sem í hlut eiga, og er það því skylda stjórnvalda að tryggja að landsmenn allir og þeir sem landið heimsækja eigi greiðan og hindr- unarlausan aðgang við öll veðurskil- yrði að Landspítala Íslands, spítala allra landsmanna en ekki eingöngu Reykvíkinga. Mínútur og mannslíf Eftir Jakob Ólafsson » Borgarstjóri Reykja- víkur og hans fylgi- sveinar hafa haldið því fram að engu máli skipti þó að neyðarflugbrautin 06/24 verði aflögð ... Jakob Ólafsson Höfundur er flugstjóri. 32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Vefjagigt Losnaði við verki og bólgur á 3 vikum Umboðsaðili: Celsus Fæst í apótekum, heilsubúðum, stórmörkuðum og Fríhöfninni. Ásdís Ómarsdóttir þjáðist af verkjum vegna vefjagigtar í 14 ár og var hjá sjúkraþjálfara reglulega. Með Lifestream AstaZan losnaði hún við festumein, bólgur og verki. Hún þakkar AstaZan betri líðan, betri svefn og meira úthald sem skapar fleiri gæðastundir með fjölskyldunni. Sjúkraþjálfarar og íþróttafólk mæla með AstaZan frá Lifestream • Lagar og fyrirbyggir bólgur, stirðleika og eymsli. • Eykur styrk, hreyfigetu og endurheimt. Astaxanthin 4mg, Lutein 4mg, lífrænt E-vítamín 10mg Um er að ræða 78,9 fm endaraðhús, skiptist niður í 2 svefnherbergi,stofu,eldhús geymsla innan af því, baðherbergi / þvottahús. Sólpallur í suður, sér garður. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð þ.m.t gluggar og gler, rafmagn og fl. Húsið skilast full- málað að utan. Ásett verð 15.6 millj. Gott áhv. lán getur fylgt (ca 11,4 millj). Reynir Þorsteinsson lögg.fasteigna & skipasali. Víkurbraut 27, Grindavík Sími 533 4455 www.netver.is Til sölu endaraðhús við Staðarhraun í Grindavík Verkfall Félags tón- listarskólakennara hefur nú staðið í rúm- ar tvær vikur. Krafa tónlistarkennara er að fá sömu laun og aðrir kennarar í Kenn- arasambandi Íslands hafa samið um að undanförnu. Getur það verið, að ráða- mönnum sé svo lítið um tónlistarmenntun í landinu gefið, að þeim sé alveg sama þótt tónlistarkennsla stöðvist vegna þessarar sanngjörnu kröfu? Samningarnir Þetta eru þriðju samningarnir sem á að bjóða tónlistarkennurum lægri laun en öðrum kennurum. Kennarasamningar undanfarinna ára hafa mjög gengið út á, að kennarar selji eitthvað úr gamla samningnum til ávinnings í þeim nýja. Er skemmst frá því að segja, að það er ekkert lengur sem hægt er að láta tónlistarkennara selja, því þar er ekkert til að selja. Við- vera okkar í skólunum er t.d. frá okkar hálfu svo sveigjanleg, að við erum tilbúin að kenna hvenær sem nemendur okkar geta mætt, sem er oft ekki fyrr en undir kvöld og iðulega eru nemendatónleikar á kvöldin og um helgar. Tvö atriði sem allt virðist velta á En nú hengir Samninganefnd sveitarfélaga sig í tvö atriði. Annað er að lengd skólaársins eigi að vera gefin frjáls, en í síðustu samningum, þ.e. árið 2011, var sett lágmarkslengd skólaársins inn í samningana og ekki að ástæðu- lausu. Nú vill samninganefndin fella þetta út, í þeim tilgangi að skólarnir geti bætt hag sinn með því að stytta skólaárið. Og hvernig skyldu þeir geta það og hvers vegna skyldi Sam- inganefnd sveitarfélaga vera í mun að skólarnir geti bætt hag sinn á þennan máta? Jú, með styttingu skólaársins þyrftu kennarar eftir sem áður að skila sömu vinnu í heild yfir veturinn og til að þeir geti það yrði að lengja vinnuvikuna. Þar með væri hægt að koma fleiri nemendum á hvern kennara fyrir sömu laun og skól- arnir gætu tekið fleiri nemendur inn og fengið þar með meira rekstrarfé í formi skólagjalda. Og hvers vegna skyldu skólarnir þurfa meira rekstrarfé? Það er vegna þess að stærsta sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, stendur ekki við þá samninga sem gerðir voru um fjárhagsstuðning við skólana, þ.e. laun kennara sem sveitarfélögin eiga lögum samkvæmt að greiða, og í stað þess að standa við það sem þeim ber, þá ætla borgaryf- irvöld að bjarga sér fyrir horn á þennan máta, jafnvel þó lög segi til um að ekki sé leyfilegt að láta skólagjöld greiða laun kennara. Auk þess væru þetta svik við nem- endur, sem þarna fengju mörgum vikum styttra skólaár. Hitt atriðið sem samninga- nefndin ætlar sér að koma í gegn núna er aukin samkennsla tónlist- arnemenda. Nefndin hefur ekki faglegar forsendur til þess að segja til um hvernig kennslu í tón- listarskólunum er best háttað og það er heldur ekki hægt að ætlast til þess af henni. Fagfólk veit að það verður hvorki fugl né fiskur að tónlistarnemendum sé kennt í hóp- um á hljóðfæri. Raunveruleg verðmæti Ég er alin upp í Tónlistarskóla Ísafjarðar á þeim tíma sem Ragn- ar H. Ragnar var þar skólastjóri, sá mikli hugsjónamaður og eld- hugi. Á hverjum sunnudegi voru nemendatónleikar heima hjá hon- um og Sigríði konu hans, því skól- inn átti ekki í önnur hús að venda. Þá talaði hann iðulega um hve tón- listin væri göfgandi og hve verð- mæt hún væri okkur almennt í líf- inu. Ég hef með árunum sannfærst æ betur um þennan sannleik og svo margt annað sem Ragnar kenndi okkur þessi sunnudags- síðdegi, þegar hann fór á flug og gaf okkur hugsanir sínar og reynslu sem veganesti út í hvers- daginn og lífið. Undanfarið hef ég hugleitt eitt af því sem hann sagði, en það var, að vilji stjórnmálamanna til að leggja fé til menningar og lista væri ævinlega minnstur þegar mest væri til af peningunum og þá skyldum við einmitt biðja um meira. Þetta höfum við því miður sann- reynt í Reykjavík, því þegar dans- inn í kringum gullkálfinn var sem trylltastur fyrir hrun, fóru ráða- menn hjá Reykjavíkurborg að sjá svo ofsjónum yfir þeim peningum sem fóru til tónlistarskólanna í borginni, að nú er svo komið að þeir eru sumir að lotum komnir og í raun að verða gjaldþrota. Því miður er samfélag okkar víða orðið svo gegnsýrt af slíkum hugsunum, að einskisvert prjál er til fleiri fiska metið en þau verðmæti sem mölur og ryð fær ekki grandað. Uppgangur tónlistarskólanna á Íslandi undanfarna áratugi hefur verið ævintýri líkastur. Það þurfti góðan vilja og mikla elju til þess starfs, en aðeins þarf skamman tíma til niðurrifs, sem aldrei verð- ur bætt. Samninganefnd sveitarfélaga er strengjabrúða ráðamanna í Reykjavík og telur sig ekki hafa umboð til að jafna kjör tónlistar- kennara við laun annarra kennara, nema með þeim afarkostum sem áður eru nefndir. Staðreyndin er hins vegar sú að ráðamenn í Reykjavík hafa ekkert umboð frá sveitarstjórnum út um landið til að taka þessa samninga í gíslingu. Ég hvet sveitarstjórnarmenn um land allt, þar sem tónlistarskól- arnir eru víða metnir sem mik- ilvægar menningarstofnanir og vel að þeim hlúð, til að láta sig málið varða og stöðva þessa vitleysu. Verkfall tónlistarkennara Eftir Hólmfríði Sigurðardóttur » Fagfólk veit að það verður hvorki fugl né fiskur að tónlistar- nemendum sé kennt í hópum á hljóðfæri. Hólmfríður Sigurðardóttir Höfundur er píanóleikari og starfar við Söngskólann í Reykjavík. Læknar fara fram á háar launagreiðslur, miklu hærri en aðrir launþegar. Enginn efast um að læknar gegna mikilvægu starfi. Því gegna líka hinir sem voru hófsamir í kröfum sínum. Enginn er bættari með það ef verðbólga fer úr böndunum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni hve mikið er um læknamistök í heilbrigðiskerfinu. Eftir því sem sagt er fékk landlæknir 537 kvartanir frá 2011-2013. Þetta er óásættanlegt, einhverjir þurfa að sýna meiri ábyrgð í starfi. Guðrún Magnúsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Lækna- verkfall Landspítalinn Læknadeilan er enn í hnút.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.