Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 33
MESSUR 33á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
KRISTNIBOÐSDAGURINN
9. nóvember 2014
Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar er á morgun.
Kristniboð er mikilvægt og hluti af köllun kirkjunnar.
KRISTNIBOÐ ER
• boðun og fræðsla
• kærleiksþjónusta á sviði heilsuverndar og menntunar
• þróunarsamvinna og neyðarhjálp
VISSIR ÞÚ AÐ
• rúmlega 40 íslenskir kristniboðar hafa starfað í Afríku
og Asíu?
• kristniboðarnir gera sér far um að læra tungumál og menn-
ingu fólks?
KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ HEFUR
• tekið þátt í að byggja 85 grunn- og framhaldsskóla í Pókot-
héraði í Keníu
• byggt upp heilsugæslu víða í Eþíópíu og Keníu
• stutt fjölda þróunarverkefna, s.s. á sviði landbúnaðar
• boðað fagnaðarerindið og stofnað söfnuði, byggt kirkjur
og kennt prestsefnum
• alltaf lagt áherslu á að hjálpa konum og börnum til betra lífs
Starf kristniboðsins er víða kynnt í guðsþjónustum dagsins. Tekið
er við gjöfum til kristniboðsins í kirkjum landsins. Gjafareikningur
0117-26-002800. Kennitala 550269-4149. www.sik.is.
Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur árlega kaffisölu sína
á kristniboðsdaginn sem hefst kl. 14 með helgistund og stendur
til kl. 17 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.
í trú, von og kær
lei
ka
KÆRLEIKSÞJÓNUSTUSVIÐKRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti
19, Reykjavík. Biblíufræðsla laugardag kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 12. Bænavikulestur lesinn.
Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á
ensku.
AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum |
Brekastíg 17, Vestmannaeyjum. Guðsþjónusta
laugardag kl. 12. Bein útsending frá Reykjavík-
ursöfnuði. Barnastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðs-
vallagötu 14, Gamli Lundur. Biblíurannsókn
laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðu-
maður: Stefán Rafn Stefánsson. Barnastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum |
Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla laugardag
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Bænavikulestur
lesinn.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi
67, Selfossi. Biblíufræðsla laugardag kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guð-
mundsson. Barna- og unglingastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði |
Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta laug-
ardag kl. 11. Biblíufræðsla kl. 11.50. Ræðu-
maður: Helgi Jónsson. Barna- og unglingastarf.
Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir
samkomu.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi
Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu
kl. 11. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir.
AKURINN | Samkoma kl. 14 í Núpalind 1,
Kópavogi. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Regína Ósk söngkona syngur sálma af
nýútkomnum diski sínum „Leiddu mína litlu
hendi“, sem ætlaður er börnum og verðandi
mæðrum. Prestur sr. Þór Haukson ásamt Ing-
unni Björk Jónsdóttur djákna. Brúðuleikhús,
Rebbi, Mýsla, sunnudagaskólasöngvar og mikil
gleði. Kjartan Ognebene undirleikari. Kirkjukór-
inn með kökusölu og Regína Ósk áritar disk
sinn.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Linda
Jóhannsdóttir djákni leiðir samveru sunnudaga-
skólans. Séra María Ágústsdóttir héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kamm-
erkór Áskirkju syngur, og Sólveig Óskarsdóttir,
nemandi við Söngskólann í Reykjavík, syngur
einsöng. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi-
sopi eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthías-
ar V. Baldurssonar við undirleik húsbandsins
sem skipa, auk Matthíasar, Friðrik Karlsson og
Þorbergur Ólafsson. Leifur Sigurðsson kristni-
boði prédikar. Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir
altari. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar
og Bryndísar. Fjólublár dagur. Gestir komi í ein-
hverju fjólubláu eða með eitthvað í þeim lit. Jól í
skókassa halda áfram. Hressing og samfélag á
eftir
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni
hafa Fjóla, Karen Ösp, Arngrímur Bragi og Guð-
mundur Jens.
BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma laugardag
kl. 11. Ræðumaður er Guðrún Runólfsdóttir.
Barnastarf meðan predikun stendur yfir. Ólav
og Konni sjá um að leiða sönginn. Léttar veit-
ingar og samfélag eftir samkomu. Sunnudag kl.
16 er námskeið í Opinberunarbókinni, síðustu
bók Biblíunnar, um spádóma hennar. Fyrirlesari
er dr. Steinþór Þórðarson. Allar nánari uppl. á
bodunarkirkjan.is / Útvarp Boðun FM 105,5.
Boðunarkirkjan er til húsa að Álfaskeiði 115,
Hafnarfirði. Sími: 555-7676.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elí-
dóttir. Þorgils Hlynur Þorbergsson prédikar. Kór
Breiðholtskirkju syngur. Organisti er Örn Magn-
ússon. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. Tekið við
framlögum til Kristniboðssambandsins að
messu lokinni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kristniboðsdagurinn og
21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Barna-
messa klukkan 11. Fræðsla, söngur og lofgjörð
við undirleik Jónasar Þóris. Guðsþjónusta kl.
14. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn
við undirleik Jónasar Þóris. Einsöngvari er
Steinunn Þorvaldsdóttir. Messuþjónar aðstoða
og prestur er sr. María Ágústsdóttir. Molasopi
og hressing eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Kristniboðsdagurinn.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr.
Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig S. Ein-
arsdóttir. Félagar úr Samkór Kópavogs syngja.
Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnu-
dagsmessa.
DÓMKIRKJAN | Séra Karl Sigurbjörnsson
biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Einar Gott-
skálksson les upphafsbæn. Barnastarf á kirkju-
loftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sig-
urðar Jóns. Karlakór KFUM syngur undir stjórn
Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Sigurbjörn Þorkels-
son og Elísa Schram lesa ritningarlestra. Daníel
Steingrímsson, Áslaug Haraldsdóttir og Kristín
Bjarnadóttir lesa almenna kirkjubæn. Messu-
kaffi.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14. Sr. Davíð Baldursson, pró-
fastur Austurlandsprófastsdæmis, setur sr.
Ólöfu Margréti Snorradóttur og sr. Þorgeir Ara-
son inn í embætti prests og sóknarprests í Eg-
ilsstaðaprestakalli. Sr. Ólöf Margrét prédikar.
Kórar Áskirkju í Fellum og Egilsstaðakirkju
syngja saman undir stjórn Drífu Sigurðardóttur
og Torvalds Gjerde. Fulltrúar sóknarnefnda í
prestakallinu lesa ritningarlestra og bænir.
Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Umsjón með stundinni hafa Hreinn Pálsson og
Pétur Ragnhildarson. Litrófið syngur undir
stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur og Arnar Ýmis
Arasonar. Kaffisopi eftir guðsþjónustuna. Boð-
ið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá
og brúðan Viktor er sjaldan fjarri góðu gamni.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Kór og hljómsveit
kirkjunnar leiða sönginn. Stjórnandi Örn Arn-
arson.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11.
Góð fræðsla, söngur, brúðuleikrit og létt hress-
ing í lokin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöldmessa kl. 20
í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar.
Gunnar Gunnarsson, organisti kirkjunnar,
ásamt Sönghópi Fríkirkjunnar. Hljómlistarmenn
kvöldsins eru Matthías Hemstock slagverks-
leikari, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og
Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu.
GLERÁRKIRKJA | Barnastarf og messa kl.
11. Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Gler-
árkirkju leiðir almennan söng.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kristniboðsdag-
urinn. Guðsþjónusta kl. 11. Kristján Þór Hreins-
son kristniboði flytur hugvekju. Séra Sigurður
Grétar Helgason þjónar fyrir altari. Kór kirkj-
unnar syngur. Organisti: Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Arna Ýrr annast
stundina ásamt Þóru Björg. Undirleikari: Stefán
Birkisson.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Karl V. Matt-
híasson. Barnakórstjórinn Ásbjörg Jónsdóttir
sér um tónlistarflutninginn og barnakór Guðríð-
arkirkju syngur. Meðhjálpari Jóhanna Hólm,
kirkjuvörður Lovísa. Eyrbyggjar, hollvinafélag
Grundarfjarðar, býður Grundfirðingum og fólki
sem tengist á einhvern hátt staðnum upp á
súpu í safnaðarheimilinu á aðeins 500 kr. eftir
guðsþjónustu kl. 11. Ef einhverjir komast ekki
kl 11 geta menn mætt um kl. 12.00 í súpu og
kaffi.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Kristniboðsdagurinn – Afr-
íkuþema. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syng-
ur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Anna
Magnúsdóttir leikur á píanó. Prestur sr. Jón
Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sig-
urðsson. Sunnudagskólinn tekur þátt í stund-
inni. Kaffisopi, djús og kex á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar, ásamt
fermingarbörnum. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar
Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harð-
ardóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Prestur Eiríkur Jóhannsson. Organisti Kári
Allansson. Kór Háteigskirkju syngur. Einsöngv-
ari Gyrðir Viktorsson. Umsjón með barnastarfi
Gríma og Birkir, samskot dagsins renna til
Kristniboðssambands Íslands.
Hátúnsheimilið | Guðsþjónusta kl. 13. Sr.
Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar og prédikar.
Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni leiðir bæn og Krist-
inn I. Guðmundsson meðhjálpari les guð-
spjallið. Kjartan Sigurjónsson leikur undir al-
mennan söng á píanóið.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Kristniboðsdag-
urinn hjá Þjóðkirkjunni. Við minnumst síðustu
orða Jesú til lærisveina sinna, sem oft eru köll-
uð skírnarskipunin eða kristniboðsskipunin.
Sigfús Kristjánsson þjónar og predikar og Jón
Ólafur Sigurðsson verður við orgelið og stjórnar
félögum úr kór kirkjunnar, sem leiða safn-
aðarsöng og svör. Sunnudagaskóli verður kl.
13 á neðri hæðinni í umsjón Kristínar og Mark-
úsar.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Guðsþjón-
usta á Kristniboðsdeginum kl. 17.00. Kór Hóla-
neskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar
Hallgrímsdóttur organista. Fluttir verða sálmar
úr nýju sálmabókinni. Séra Bryndís Valbjarn-
ardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barna-
starf hefst kl. 11 með söng og sögum. Djús og
föndur eftir stundina.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Guðsþjón-
usta kl. 13,30. Séra Þorvaldur Karl Helgason
predikar og þjónar ásamt séra Axel Á. Njarðvík.
Söngkór Villingaholts- og Hraungerðissókna
leiða sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Fermingarbörn hvött til að koma.
HVALSNESSÓKN | Fjölskyldumessa í Safn-
aðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Ferming-
arbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð.
Stuttur fundur eftir messu. Kristniboðsdag-
urinn. Kynning á kristniboði. Prestur sr. Sig-
urður Grétar Sigurðsson.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Íslenska
kirkjan í Svíþjóð. Gautaborg. Guðsþjónusta í
Västra Frölundakirkju kl. 14. Íslenski kórinn í
Gautaborg syngur undir stjórn Þorsteins Sig-
urðssonar. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Nýir
sálmar sungnir (úr sálmabókinni sálmar
2013). Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Sr. Ágúst
Einarsson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl.
13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram
predikar. Barnastarf á sama tíma. Kaffi eftir
stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Kl. 11 er guðsþjón-
usta og barnastarf. Sérstaklega verður fjallað
um kristniboð, en þessi dagur er kristniboðs-
dagurinn. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa, Anna
Hulda og Esther stýra barnastarfinu. Arnór Vil-
bergsson er við hljóðfærið og leiðir hóp félaga
úr Kór Keflavíkurkirkju sem syngja við raust.
Messuþjónar lesa texta og taka þátt í stund-
inni. Sjálfboðaliðar reiða fram krásir að messu
lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Kirkjuselið í Spöng | Guðsþjónusta kl. 13.
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Kirkjuvinir syngja. Organisti: Hákon
Leifsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Um-
sjón hefur Ástríður Guðmundsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson
sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn El-
ínar Halldórsdóttur. Sunnudagaskólinn verður í
kirkjunni. Umsjón með sunnudagaskólanum
hafa þau Bjarmi Hreinsson, Ágústa Tryggva-
dóttir og Oddur Ólafsson.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Laug-
arneskirkju klukkan 14. Séra Arndís G. Bern-
hardsdóttir Linn prédikar. Laufey Sigurðardóttir
leikur á fiðlu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng
við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir
verður kaffi í safnaðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Guð-
björg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, Fé-
lagar úr Kór Langholtskirkju synga undir stjórn
Jóns Stefánssonar. Sunnudagaskólinn á sín-
um stað.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sóknarprestur og messuþjónar
þjóna, Ólöf I. Davíðsdóttir flytur guðspjallið. Kór
Laugarneskirkju syngur við undirleik Kjartans
Sigurjónssonar. Kaffi og samtal á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er
Arnhildur Valgarðsdóttir. Séra Guðný Hallgríms-
dóttir messar. Sunnudagaskólinn er í kirkjunni
kl. 13.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11 í Lindakirkju og Boðaþingi. Kristniboð-
salmanakið verður afhent í tilefni af kristni-
boðsdegi. Messa kl. 20 í Lindakirkju. Kór
Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Ein-
arssonar. Egill Erlingsson og Hugrún Helgadótt-
ir, sem nýverið fóru á slóðir kristniboða í Eþíóp-
íu ásamt fleiri ungmennum, sýna myndir og
segja frá ferðinni. Sr. Guðmundur Karl Brynj-
arsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leik-
ir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnu-
dagaskólanum hafa Sigurvin, Katrín, Ari og
Oddur. Í lok messu verður tekið við framlögum
til Kristniboðsins. Samfélag og kaffisopi á Torg-
inu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kl. 14 verður guðs-
þjónusta þar sem látinna er minnst. Barna-
starfið á sama tíma. Séra Pétur Þorsteinsson
þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Ragnar K.
Kristjánsson. Unnur Sara Eldjárn syngur fyrir
okkur. Kór safnaðarins leiðir sönginn undir
stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Maul eftir
messu og eru allir velkomnir. Sjá nánar á
www.ohadisofnudurinn.is
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Messa kl. 14,
prestur sr. Gunnar Kristjánsson, organisti Páll
Helgason. Framhald aðalsafnaðarfundar eftir
messu.
SALT kristið samfélag | Stutt samkoma kl.
14 á Kristniboðsdaginn, í upphafi kaffisölu
kristniboðsfélags karla í Reykjavík. Ræðumað-
ur Leifur Sigurðsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11 á kristniboðsdegi. Minnst látinna. Séra Þor-
valdur Karl Helgason predikar og þjónar ásamt
séra Axel Á. Njarðvík. Organisti er Jörg Sonder-
mann. Hugrún Kristín Helgadóttir æskulýðs-
fulltrúi sér um barnastarfið. Kaffisopi eftir
messu og súpa gegn vægu gjaldi. Orgelstund
kl. 17. Kyrrðarbæn á mánudögum kl. 17. Morg-
unbænir kl. 10 þriðjudaga til föstudaga.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann
Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir
safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Egg-
ertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14 í tilefni af 40 ára
afmæli Seltjarnarnessóknar. Sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir vígslubiskup prédikar. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar fyrir
altari, ásamt sr. Frank M. Halldórssyni og sr.
Sigurði Grétari Helgasyni. Ari Bragi Kárason,
bæjarlistarmaður Seltjarnarness, leikur á
trompet. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Kaffi-
veitingar eftir afmælismessuna.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Organisti er Ester Ólafs-
dóttir.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Ferm-
ingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boð-
uð. Stuttur fundur eftir messu. Kristniboðsdag-
urinn. Kynning á kristniboði. Almennur söngur.
Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari
ásamt Kolbrúnu Sigmundsdóttur og Torfeyju
Rós Jónsdóttur. Rannveig Káradóttir óp-
erusöngkona flytur tvö lög við undirleika Jó-
hann Baldvinssonar organista. Kórfélagar
leiða almennan safnaðarsöng. Sunnudaga-
skóli á sama tíma undir stjórn Heiðars Arnar
Kristjánssonar. Kl. 13 er tekið á móti 6 ára
börnum í Garðabæ og þeim færð gjöf frá Ljós-
berasjóði sem er ný barnabiblía. Sjá garda-
sokn.is
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl-
skyldustund kl. 10.30. Latibær kemur í heim-
sókn og tekur okkur í morgunleikfimi. Athugið
breyttan messutíma.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Egill
Hallgrímsson sóknarprestur annast prests-
þjónustuna.
Orð dagsins:
Konungsmaðurinn.
(Jóh. 4)
Ljósmynd/Ragnar Gunnarsson
Kirkjan í Tolkoghin í Pókot í Keníu.