Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
✝ Theodór SævarEggertsson
fæddist á Siglufirði
18. janúar 1940.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsi Ak-
ureyrar 27. október
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Eggert
Páll Theodórsson
lagerstjóri, f. 1. júní
1907, d. 9. mars
1984, og frú Elsa Sigurbjörg Þor-
bergsdóttir, f. 29. maí 1914, d. 3.
október 1994. Systkini hans voru
Svanhildur Ólöf, f. 28. ágúst
1931, d. 21. mars 2009, Sigríður
Þóra, f. 6. maí 1933, Kolbrún, f. 9.
nóvember 1936, d. 10. júlí 2011,
Kristín María, f. 10. maí 1945,
Svava, f. 2. október 1947, og Guð-
björg Sjöfn, f. 3. október 1949.
Theodór (Dúddi) giftist árið
1981 Sólveigu Höllu Kjart-
ansdóttur en þau slitu samvistum
árið 2000. Halla er dóttir Sigrún-
ar Þóru Ásgrímsdóttur og Kjart-
ans Jónssonar Hallgrímssonar
frá Tjörnum í Sléttuhlíð, Skaga-
firði. Börn þeirra eru: 1) Sigrún
inni í Suðurgötu 43. Fyrir ferm-
ingu var hann eins og aðrir á
þessum árum farinn að vinna í
síldinni. Hann fór um göturnar
og ræsti fólk út í vinnu. Eftir það
var hann um tíma á milli-
landaskipi. Hann vann á bílastöð
Siglufjarðar með sinn eigin
vörubíl og síðan á flutn-
ingabílum í mörg ár. Hann var
lengi á sjó, bæði á Jökli og Hug-
borgu með Bergmundi Ög-
mundssyni mági sínum, og síðan
á Guðrúnu SI með Aðalsteini
Bernhardssyni mági sínum.
Einnig var hann og mágar hans
Jens og Aðalsteinn með útgerð
saman á Nausta SI. Hann vann
svo á annað ár í Kísiliðjunni við
Mývatn. Hann vann á lager hjá
SR síldarverksmiðjum í mörg ár.
Um tíma vann hann hjá Aðalbak-
aríi og í Fiskbúð Siglufjarðar,
einnig var hann um tíma hús-
vörður í Kringlunni í Reykjavík.
Dúddi var mjög mikill prakkari
og grínisti. Dúddi var mjög vina-
margur.
Dúddi verður jarðsunginn í
dag, 8. nóvember 2014, í Siglu-
fjarðarkirkju, klukkan 14.
Þóra, f. 20. júní
1977, maki Leiknir
Sigurbjörnsson,
fæddur 1. sept-
ember 1972. Henn-
ar börn eru Rakel
Rósa, fædd 9. nóv-
ember 1996, Sólveig
Erla, fædd 1. mars
2000, og Friðbert
Óskar, fæddur 6.
júlí 2003. Faðir
þeirra er Þorsteinn
Erlingsson. 2) Páll Sævar, f. 24.
maí 1981, og 3) Theodóra Sif,
fædd 11. janúar 1991, maki Jónas
Kristinn Guðbrandsson, fæddur
20. ágúst 1982. Þeirra dóttir er
Indíana Sól, fædd 22. febrúar
2014. Fyrir átti Dúddi Eggert
Pál, f. 12. mars 1964 með Guð-
rúnu Guðmundsdóttur. Hans
synir eru Björn Sævar, fæddur 4.
júlí 1993, móðir Jóhanna Björns-
dóttir, og Jóhann Magni, fæddur
11. desember 2003, móðir Laufey
Logadóttir.
Þegar Dúddi var um eins árs
aldur fór hann að mestu leyti að
sofa hjá föðurafa sínum, Theo-
dóri, sem bjó alltaf á neðri hæð-
Elsku pabbi.
Þetta er allt svo óraunveru-
legt, finnst eins og ég lifi í draumi
og eigi bara eftir að vakna. En ég
veit að svo er ekki. Þú varst besti
vinur minn og ég elska þig alveg
endalaust og ég veit eiginlega
ekki hvernig lífið verður án þín
hérna á Sigló, það verður lengi að
venjast.
Þetta skeði allt svo snöggt,
eina stundina var ég að hlæja að
bröndurunum þínum og þá næstu
var ég komin upp á spítala með
þig og ég gerði mér ekki strax
grein fyrir því að þú værir svona
mikið veikur. En ég vildi að ég
hefði gert það því þá hefði ég sagt
þér allt sem ég vildi segja þér á
meðan þú varst með meðvitund.
En ég veit að þér líður betur
núna, því að þér leið ekki vel á
spítalanum. Það var svo erfitt að
sjá þig liggja svona veikan í
sjúkrarúminu, alveg meðvitund-
arlausan, tóman í augunum og
enginn pabbi á bak við. Og vita til
þess að það var ekkert sem ég gat
gert fyrir þig annað en bara að
vera hjá þér.
Það er samt svo erfitt að venj-
ast því að þú sért ekki hér, alltaf
þegar ég er á leiðinni út er ég að
fara hringja og athuga hvort þig
vanti ekki eitthvað, alltaf þegar
einhver er búin að segja mér eitt-
hvað merkilegt er ég búin að taka
upp símann og er að fara stimpla
inn númerið þitt, en man þá að þú
ert farinn.
Þetta er svo sárt því að ég
missti bæði besta vin minn og
besta pabba í heimi sama daginn.
Ég vildi óska þess að ég gæti
heyrt röddina þína bara einu
sinni enn, og bara fengið knús frá
þér einu sinni enn.
Ég er svo þakklát fyrir allt
sem þú hefur gefið mér og ég
mun aldrei gleyma því, ég er líka
svo þakklát fyrir þann tíma sem
ég fékk með þér. Ég er líka svo
glöð yfir að þú hafir fengið að
kynnast Indíönu áður en þú
kvaddir. Hún mun þekkja afa
sinn í gegnum okkur öll. Samt
vildi ég óska að þú hefðir getað
verið hjá okkur lengur, en það er
bara eigingirni í mér. Því núna
líður þér betur en þér hefur liðið í
mörg ár og ég vil bara að þér líði
vel, elsku pabbi. Það eru líka svo
margir vinir þínir sem biðu eftir
þér þarna uppi og tóku vel á móti
þér, ég hlakka sjálf til að hitta þig
þegar minn tími kemur.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Þín
Theodóra Sif.
Elsku dásamlegi pabbi minn.
Ég trúi því ekki að ég sé að skrifa
minningargrein um þig, það er
sárara en orð fá lýst, elskan mín.
Ég veit ekki hvar ég á að
byrja, en vil byrja á því að þakka
þér fyrir að hafa verið pabbi minn
og afi barnanna minna, því
dásamlegri manni hef ég ekki
kynnst. Ég ólst upp í endalausri
ást frá þér og að fá pabbaknús
var það besta í heimi. Að fá þann
heiður að þekkja allar sögurnar
þínar og, vá, það var svo gaman
að hlusta þegar þú varst að segja
frá hrekkjunum þínum. Betri vin
var ekki að finna, elsku pabbi.
Þegar ég var unglingur þá
fannst mér þú ekkert svakalega
spennandi, þú sóttir mig niður í
bæ og lagðir mér lífsreglurnar,
en í dag er ég þér þakklát, pabbi.
Þegar ég fór að eignast mín börn
þá varstu alltaf til staðar fyrir
mig í öllu og að fá þig til mín í
heimsókn var það besta sem við
vissum. Afi að koma – og þá fóru
allir á yfirsnúning, spennan varð
svakaleg. Þú varst sá sem gaf
börnunum mínum súkkulaði í
fyrsta skipti og þegar ég skamm-
aði þig þá sagðirðu við mig að
þetta væri þitt hlutverk, að spilla
barnabörnunum.
Öll jólin og páskarnir sem við
áttum saman eru minningar í
dag. Börnin mín þekkja ekkert
annað en páska hjá afa, þar sem
þú faldir eggin og við tók margra
klukkutíma leit og þú í hláturs-
kasti. En í hvern hringi ég núna á
hverjum degi, bæði til að létta á
mér eða bara hlæja? Að missa
besta vin sinn er hræðilegt.
Pabbi, ég mun elska þig alltaf,
nú slokknar ljósið
sem skinið hefur svo skært
og lýst upp líf svo margra.
En minninguna munum ávallt
– ég og þú –
geyma í hjarta okkar.
Ég kveð þig nú
með sárum söknuði
því þú gafst mér svo margt.
Við höldum áfram
en sporin eru þung.
Það er svo tómlegt án þín.
En er ég hugsa um allt
það góða sem þú gafst mér
þá fyllist ég af gleði.
Góða ferð, elsku pabbi minn,
minning þín mun lifa í hjarta mínu.
Elska þig. Þín
Sigrún Þóra.
Elsku pabbi minn. Ég vissi
ekki að að væri hægt að sakna
einhvers jafn mikið og ég sakna
þín. Ég er ennþá að bíða eftir því
að þetta sé allt saman bara einn
risastór hrekkur hjá þér og þú
komir hlæjandi með prakkarag-
lottið þitt og segist hafa náð mér,
ég gæfi allt fyrir að það væri
raunveruleikinn.
Seinustu daga hef ég hugsað
um lítið annað en þær góðu minn-
ingar okkar. Bæði síðan ég var
barn og þú að kenna mér hluti og
þegar ég var að gera eitthvað af
mér. Þú sagðir þá alltaf, þegar ég
var að gera eitthvað af mér og
einhver hringdi og var að væla yf-
ir því, að hann Páll þinn „gerði
ekki svona“ og lagðir á. En þú
sagðir svo við mig að ég yrði að
passa mig að láta ekki ná mér
þegar ég væri að gera eitthvað
svona. Það var strax á þeim tíma
sem ég fattaði að þú varst ekki
bara pabbi minn heldur varstu
líka besti vinur minn.
Seinustu ár hefur þú verið
mikið veikur, elsku pabbi, líkam-
inn var búinn en þú samt barðist
svo hart, enda þrjóskari en allt.
Menn þurfa jú að vera þrjóskir að
halda með liði eins og Liverpool.
Ég gleymi aldrei þegar við vorum
að horfa á úrslitaleik Meistara-
deildar og AC Milan var að vinna
3-0 í hálfleik og ég var að stríða
þér og þú sagðir mér að fá mér ís
og kæla mig niður, þínir menn
myndu vinna. Það varð raunin og
þá stríddir þú mér. Það verður
aldrei aftur eins að horfa á fót-
boltann án þín. En einhvers stað-
ar endar leið okkar allra og þín er
búin en þrátt fyrir það þá veit ég
að þú ert kominn á stað þar sem
þú ert orðinn 100% aftur og getur
gert allt sem þú vilt. Ég elska þig,
pabbi, og sakna þín stanslaust og
hlakka til að hitta þig þegar það
er minn tími til að fara en ég lifi
með ljós þitt í hjarta mér alla
mína daga. Takk fyrir að hafa
verið besti pabbi í heiminum og
langbesti vinurinn.
Ég elska þig, pabbi minn.
Pabbastrákurinn,
Páll Ævar (Palli Dúdda).
Theodór Sævar Eggertsson
Fleiri minningargreinar
um Theodór Sævar Eggerts-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Davíð
Ósvaldsson
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
Friðþjófsson
útfararstjóri
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EIRÍKA KATLA DAGBJARTSDÓTTIR
fyrrverandi veitingakona,
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
lést þriðjudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. nóvember kl. 11.00.
Magnús H. Valgeirsson, Jóhanna Stefánsdóttir
Bryndís Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
ÁGÚSTA JÓHANNSDÓTTIR
andaðist í Brákarhlíð í Borgarnesi
mánudaginn 3. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00.
Hanna Olgeirsdóttir,
Ágúst Skarphéðinsson, Þorgerður Erla Jónsdóttir,
Jóhann Skarphéðinsson,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
THEÓDÓR G. JÓHANNESSON
(Dódó),
áður frá Nýjabæ
í Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
sunnudaginn 2. nóvember.
Útförin fer fram frá Seljakirkju
miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.00.
Arnar Theódórsson,
Sigríður Theódórsdóttir,
Sigurður J. Ólafs,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
HALLDÓR GUÐJÓN PÁLSSON
frá Höfn,
Eyrarbakka,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
þriðjudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 15. nóvember kl. 11.00.
Ingileif Guðjónsdóttir, Ólafur Leifsson,
Margrét Guðjónsdóttir, Þór Ólafur Hammer,
Siggeir Ingólfsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar,
MARGRÉT ÞÓRHALLSDÓTTIR
ljósmóðir,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigurður, Kristbjörg
og Guðmunda Þórhallsbörn.
✝
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRDÍS SÓLMUNDARDÓTTIR
Borgarnesi,
Akranesi,
Gullsmára 8,
Kópavogi,
lést á Dvalarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík
þriðjudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00.
Maríus Th. Arthúrsson,
Sólmundur Þ. Maríusson, Sigurbjörg Þorvarðardóttir,
Guðrún Adda Maríusdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
Steinunn Þ. Maríusdóttir, Finnbogi Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín og besti vinur, móðir,
tengdamóðir og amma,
JÓNA JÓNMUNDSDÓTTIR,
Fróðengi 9,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 1. nóvember.
Að ósk hinnar látnu fer jarðarförin fram
í kyrrþey.
Baldur Garðarsson,
Þór Kristjánsson,
Hjálmar Kristjánsson, Halldóra Lára Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSA HARALDSDÓTTIR
frá Sandi í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis að Lindargötu 57,
lést á Landakoti þriðjudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00.
Þráinn Sigtryggsson,
Haraldur Þráinsson, Guðný Gunnarsdóttir,
Kristjana Þráinsdóttir,
Sigurbjörg Þráinsdóttir, Vignir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Lönguhlíð 3,
áður til heimilis á Hringbraut 54,
er látin.
Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Hilmar Guðlaugsson, Jóna G. Steinsdóttir
Kristín Jóna Guðlaugsdóttir,
Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir,
Heinz Dieter Ginsberg
og fjölskyldur.