Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 ✝ Sigríður GuðnýMatthíasdóttir fæddist í Garðs- horni í Arnardal 21. júní 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 30. október 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- dóra Friðgerður Katarínusdóttir, f. í Fremri-húsum í Arnardal 16. nóvember 1906, og Matthías Berg Guðmundsson, f. í Súðavík 6. nóvember 1900. Sig- ríður var næstelst sex systkina sem upp komust, hin eru Guð- ríður Jóhanna, f. 12.2. 1928, d. 13.8. 2006, gift Jóhannesi Guðna Jónssyni, þau eignuðust þrjú börn, Guðmundur, f. 15.6. 1932, kvæntur Fríðu Ólafsdóttur, þau eignuðust fimm börn, Halldór Katarínus, f. 22.9. 1933, d. 22.4. 2013, Matthías, f. 8.12. 1935, kvæntur Jónínu Jensdóttur, þau eignuðust fimm börn, og Rann- veig, f. 24.2. 1941, d. 24.1. 2012. Hún eignaðist einn son með Stefáni Björnssyni, Matthías Berg Stef- ánsson, f. 19.1. 1953, kvæntur Ey- rúnu Þóru Guð- mundsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur. a) Guðmunda Björk sem er gift Garðari Rafni Eyj- ólfssyni og eiga þau tvö börn: Þóru Dís og Eyjólf Rafn, b) Sigríður Guðný, sem er gift Tryggva Ölveri Gunnarssyni og eiga þau tvö börn, Matthías Má og Söru Björt. Sigríður gekk í barnaskóla í Arnardal og í Skutulsfirði, sem var farskóli og síðan í Gagn- fræðaskólann á Ísafirði. Eftir það hóf hún störf hjá Kaupfélagi Ísfirðinga, fyrst í mjólkurbúðinni og síðan á skrifstofu félagsins þar sem hún starfaði nánast sam- fleytt til starfsloka. Útför Sigríðar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 8. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku amma. Mikið sakna ég þín en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Eflaust ertu hrókur alls fagnaðar og gleði og hlátur fylgja þér, sem ég á eftir að sakna að heyra ekki aftur. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Ástarkveðja, Guðmunda. Sigríður Guðný Matthíasdóttir ✝ Magnús Jóns-son var fæddur 7. janúar 1918 í Glasgow í Skot- landi. Hann lést þann 2. nóvember á hjúkrunarheim- ilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson frá Sellátrum í Helgustaðahreppi, fæddur 7. október 1889, lést 25.janúar 1981, og Barbara All- an Jónsson frá Glasgow í Skot- landi, fædd 20. júlí 1890, lést 30. október 1960. Hann átti eina systur, Elísabet Guðnadóttur fædda 24. október 1921, lést 4. janúar 2004. Eiginmaður El- ísabetar var Stefán Bjarnason, fæddur 10. júlí 1920, lést 13. apríl 1945, seinni maður hennar var Þorsteinn Thengs, fæddur 12. febrúar 1909, lést 10. mars 2001. Þegar Magnús var 11 ára flutti fjölskyldan búferlum til Ís- lands og sigldu þau til landsins með gufuskipinu Lag- arfossi. Þau byggðu Hvamm í Helgustaðahreppi, þar bjó hann með foreldrum sínum og eftir andlát móð- ur fluttust þeir feðgar inn á Eski- fjörð, á Sólbakka, til systur Magnúsar og bjó hann þar allt til ársins 2004 þegar hann fór á hjúkr- unarheimilið Hulduhlíð. Mangi eins og hann var ætíð kallaður var iðinn og reglulega duglegur maður að eðlisfari. Hann starfaði við margt á lífs- leiðinni til dæmis var hann bóndi að Hvammi, sinnti póst- ferðum um sveitina og var til sjós en hann starfaði þó lengst af í frystihúsinu á Eskifirði. Útför Magnúsar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 8. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Þær eru mjög minnisstæðar gömlu góðu ferðirnar austur á Eskifjörð, sérstaklega þegar kíkt var í heimsókn á Sólbakka til þín, Mangi frændi. Þú tókst alltaf vel á móti okkur með bros á vör og oftar en ekki var eitt- hvert bakkelsi á boðstólum. Ég man vel gjafirnar sem þú færðir okkur börnunum sem var oft sælgæti eða vasapeningur. Sú heimsókn sem mér efst í huga er þegar þú hjálpaðir okkur Andra að búa til flöskuskeyti sem við ætluðum að senda langt út í heim. Þú tókst til allt er þurfti og fylgdir okkur niður í fjöru þar sem við hentum flöskunum í sjóinn. Mangi frændi, þú varst ein- staklega fjörugur og jákvæður maður en um leið traustur og hjálpsamur. Þú varst spaugari mikill, fórst oft með góðar skrítlur og reyndir ávallt að draga fram bros hjá þeim er urðu á leið þinni. Þrátt fyrir að vera fluttur á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð, kominn þá á níræð- isaldurinn, varstu ennþá að hjóla á þrekhjólinu þínu og fórst oft út í göngutúra. Ég vil kveðja þig, elsku frændi, með kvæði eftir Pétur Jónsson: Stattu við um stund á Hólmahálsi og horfðu yfir fjörð og byggð og sæ, og lít þú á, hve fjallahringur frjálsi í faðmi sínum lykur sérhvern bæ. Þarna sérðu Skrúð á stakki háum standa sem stoltan tryggan útidyra vörð, en Vöttur gamli lýsir milli landa með leifturkyndli veg á Reyðarfjörð. Þarna sérðu gnæfa Hólmatindinn háa. Það harmatröll er vinur þinn og minn, hann dregur hugann frá því ljóta og lága og leið oss vísar upp í himininn. Á brúðarslæður Bleiksárfossar minna, sú bæjarprýði af höndum Drottins gjörð. Ég bið svo fyrir boð til vina minna með bestu hjartans kveðju á Eskifjörð (Pétur Jónsson) Þinn frændi, Bragi Fannar. Elsku Mangi frændi. Í dag kveðjum við litríkan karakter sem var okkur fjölskyldunni af- ar kær og þú munt búa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að hafa þig svona lengi hjá okkur og erum ánægð með að þú hafir náð að flytja á nýja hjúkr- unarheimilið sem þú hlakkaðir svo til. Þú hefur fært okkur margar góðar minningar í gegn- um árin og eru það forréttindi að hafa fengið að hafa Manga frænda í fjölskyldunni því annan eins gleðigjafa er erfitt að finna. Þau orð sem okkur finnst lýsa þér best, kæri frændi, eru fyrst og fremst skemmtilegur, list- rænn, duglegur og léttur í lundu. Í gegnum tíðina hefur þú skemmt okkur öllum með alls- kyns glensi og gríni. Að koma í kjallarann á Sólbakka var alltaf gaman og var það eins og vera kominn í ævintýri því þú hafðir alltaf eitthvað skemmtilegt í hverri skúffu í skrifborðinu þínu og svo ekki sé minnst á gauks- klukkuna. Minning um þig að hífa þig upp á upphífingartæk- inu þínu í kjallaranum kemur manni til að brosa. Þú varst mjög stoltur að eiga nafna, hann Ragnar Magnús, og er okkur minnisstætt þegar þú komst í ferminguna hans þá 92 ára gamall í sérsniðnum jakka- fötum fyrir tilefnið því, jú, ekki mátti nú minna vera á leiðinni í fermingu til nafna. Pabbi átti margar góðar stundir og minningar með þér og það sem þú kenndir honum býr hann að og má þar til dæmis nefna að keyra bíl og svo margt annað. Einnig eru honum minn- isstæðar allar bílferðirnar á Fífí með þér og langafa sem oft urðu að dagsferðum um firðina og oft á tíðum var slegið upp tjaldi til að snæða og svo langafi gæti hvílt sig. Pabbi minnist þess með aðdáun hversu fyrirhyggju- samur þú varst því þú passaðir að allt væri til taks og á sínum stað. Þú varst góð fyrirmynd fyrir okkur og fannst okkur stórkost- legt hversu nýjungargjarn þú varst, eflaust fáir níræðir ein- staklingar á þrekhjóli og svo mætti lengi telja. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Við kveðjum þig kæri frændi með þökk fyrir allt. Þorsteinn, Bára, Einar Smári, Svava Kristín, Andri Snær og Ragnar Magnús. Magnús Jónsson Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar í boði Næg bílastæði og gott aðgengi erfidrykkjur Grand HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 Elsku móðir okkar, amma og tengdamóðir, HARPA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 11, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 10. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og Karítas. . Guðbjörg Sævarsdóttir, Guðlaugur Maggi Einarsson, Björn G. Straumland, Þóra Björk Árnadóttir, Harpa, Hera, Einar Elías, Hilmir, Sævar, Þórey. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT SIGURÐSSON, fv. kennari á Siglufirði, lést 26. október sl. á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 14. . Hólmfríður Magnúsdóttir, Ólöf Benediktsdóttir, Valgerður Edda Benediktsdóttir, Eva Benediktsdóttir, Baldur Sigurðsson, Magnús Vagn Benediktsson, Elín Vigdís Ólafsdóttir, Sigurður Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Ísafold, áður til heimilis að Grænatúni 20, Kópavogi, lést þriðjudaginn 4. nóvember. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Pétur Ásbjörnsson, Lára Borg Ásmundsdóttir, Guðlaug Ásbjörnsdóttir, Birgir Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ARASON Heimalind 1, Kópavogi lést á Landspítalanum þriðjudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameins- félag Íslands. Elín Krøyer, Ari Kristinsson, Margrét María Pálsdóttir, Ástríður Kristinsdóttir, Vigfús Ingvar Ingvarsson, Kristrún R. Kristinsdóttir Sverre Rasch, Sigríður Kristinsdóttir, Hallgrímur Helgi Helgason, Elísa Kristinsdóttir, Vilhjálmur D. Sveinbjörnsson, Róbert Guðlaugsson, Díana Björnsdóttir, Lára Björnsdóttir, Ólafur Þ. Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGMAR HRÓBJARTSSON múrarameistari, frá Hamri í Hegranesi, lést miðvikudaginn 5. nóvember á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Boðaþing í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Bergdís Ósk Sigmarsdóttir, Gunnlaugur Gísli Sigmarsson, Sigurþór Heimir Sigmarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Hansína Sigurgeirsdóttir, Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og fjölskyldur. Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.