Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 36

Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 ✝ Jón EinarHjartarson var fæddur á Klöpp á Seltjarnarnesi 3. maí 1931. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Selfossi, 24. október 2014. For- eldrar hans voru Sveinbjörg Jóns- dóttir, húsmóðir sem ættuð var frá Bæjarskerjum í Miðneshreppi, og Hjörtur Björgvin Helgason, bóndi og kaupfélagsstjóri í Sandgerði sem ættaður var frá Lykkju á Akranesi. Jón Einar var næst- yngstur fimm systkina. Látnar eru Sveinsína Ingibjörg og Lilja, en eftir lifa bróður sinn Guðrún og Erla. Árið 1952 kvæntist Jón Sig- urhönnu Gunnarsdóttur frá Húsa- vík. Hennar foreldrar voru Elín M. Jónsdóttir og Gunnar Mar- íusson. Sigurhanna er elst af tólf systkinum. Börn Jóns og Sigurhönnu eru; Elín Björg sem er gift Davíð O. Davíðssyni. Synir þeirra eru Ein- ar Örn og Olav Veigar. Barna- börnin eru þrjú. Hjörtur Bergmann er kvæntur Hrönn Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Hákon, Hrafnhildur Hlín og Sigurhanna Björg. Barna- börnin eru þrjú. Gunnar Hrafn er kvæntur Berglindi Sigurðardóttur. Syn- ir þeirra eru Þráinn Ómar, Zophanías Friðrik og Sigurjón Einar. Barnabörnin eru fimm. Yngsti sonur þeirra lést stuttu eft- ir fæðingu. Jón ólst upp á Sel- tjarnarnesi og á Melabergi í Mið- neshreppi. Síðan lá leiðin á Hér- aðsskólann á Laugarvatni og í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann nam módelsmíði. Árið 1961 keyptu Sigurhanna og Jón jörðina Læk í Ölfusi og hafa búið þar síðan. Fyrst bjuggu þau með hefðbundinn búskap þess tíma og stundaði Jón vörubíla- akstur samhliða búrekstrinum. Hann rak plastverksmiðjuna Plastmótun til fjölda ára þar sem nám hans og hugmyndauðgi naut sín í hönnun og framleiðslu vara. Jón var mjög virkur í fé- lagsmálum og þá sérstaklega í Lions sem og í Tónum og trixi sem er sönghópur eldri borgara í Sveitarfélaginu Ölfusi. Útför Jóns Einars fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laug- ardaginn 8. nóvember og hefst at- höfnin kl. 14.00. Elsku pabbi, með nokkrum orðum langar okkur að þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð- ur við okkur, hafðir alltaf tíma fyrir okkur og gafst okkur góð ráð. Ráðin voru gefin eftir góða yfirlegu og rökin voru alltaf til staðar. Jafnaðargeð og glaðværð einkenndu þig, það þekkir allt samferðafólk þitt svo vel. Þú hafðir sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og deildir þeim jafnan með okkur, varst tilbúinn að skýra afstöðu þína og hlustað- ir á rök annarra. Eiginleikinn að greina tækifæri, taka ákvörðun og koma henni til framkvæmda var einstakur. Þú hafðir alltaf gott lag á börnum og þess vegna hafa börn alltaf laðast að þér, viljað vera með þér í starfi og leik. Þú hafðir ávallt tíma fyrir barnabörnin og svo hin síðari ár hafa barna- barnabörnin fengið að njóta sam- veru með afa á Læk sem gaf ykk- ur öllum svo einstakar samverustundir og gleði. Ást þín á mömmu og fyrir allri fjölskyldunni, umhverfi þínu og samferðafólki var einstök, svo einstök að eftir því var tekið. Garðurinn ykkar mömmu á Læk ber gott vitni um það enda er hann oft nýttur til veisluhalda fyrir stórfjölskylduna og félaga- samtök. Jafnlyndi og æðruleysi var sterkur eiginleiki þinn sem kom sér vel í veikindum þínum síð- ustu ár og gerði þann tíma okkur öllum svo miklu bærilegri. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig, elsku pabbi, og kveðjum þig í dag með sökn- uði og þakklæti. Hjörtur Bergmann, Gunnar Hrafn, Elín Björg. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þetta ljóðbrot lýsir vel síðustu stundum í lífi tengdaföður míns, Jóns Einars Hjartarsonar, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. október síðastliðinn eftir erfið veikindi. Hlutskipti sínu tók hann með einstakri ró og æðru- leysi, kvartaði aldrei og sagðist bara vera ágætur þegar hann var spurður um líðan sína. Ekki ætla ég að fara yfir lífs- hlaup hans, það gera aðrir, en mig langar að þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Aldr- ei í þau þrjátíu og átta ár sem eru liðin síðan ég kom í fjölskyld- una hefur fallið skuggi á okkar samskipti. Það var einstaklega gott að leita til Jóns og alltaf var hann tilbúinn að hlaupa undir bagga með okkur öllum, hvort sem það var að mála glugga, parketleggja stiga eða skutla. Ekki voru mörg orð höfð um hlutina, hann vann sín verk hljóðlega og vandvirkari mann var ekki hægt að hugsa sér og heimili okkar ber ýmis merki þess. Jón var einstaklega barngóður maður. Öllum börnum fannst afi á Læk skemmtilegastur. Hann gerði ýmislegt til að gleðja þau, m.a. að leika jólasvein með Lionsklúbbi Ölfuss o.fl. Ein saga sem hefur yljað okkur í gegnum tíðina fylgir hér og lýsir honum vel í þessum efnum. „Lions bar út pakka frá jólasveininum á að- fangadag og kom til okkar. Það komu tveir jólasveinar og bönk- uðu upp á og einn sprellaði og lét öllum illum látum uppi á götu í dálítilli fjarlægð. En þegar börn- in voru spurð hvort ekki hefði verið gaman að fá pakka frá jóla- sveininum þá játtu þau því, en þeim fannst mest gaman að sjá þennan skemmtilega jólasvein sem lét svo illa uppi á götu og var með gleraugu eins og afi á Læk.“ Með þessum parti úr vísum Vatnsenda-Rósu kveð ég þig, kæri tengdapabbi, með innilegu þakklæti fyrir allt og allt. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Hrönn Guðmundsdóttir. Elsku afi. Kærar þakkir fyrir ást og hlýju, fyrir athyglina sem þú veittir okkur barnabörnunum, ljósunum þínum, fyrir gleðina, hláturinn og fjörið. Bestu þakkir fyrir leiðbeiningarnar, fyrir að hafa alltaf tíma til að hlusta, íhuga hlutina og miðla af reynslu. Takk fyrir rauðan opal og kaffisopann. Takk fyrir að setja kindurnar í Opelinn og fyrir að hnerra svo hátt að myndir skekktust á veggjum. Hafðu þakkir fyrir að kenna okkur að binda bindishnút. Bestu þakkir fyrir að kenna okkur að Haukur Morthens sé aðal. Við vildum að við gætum þakkað fyrir harm- onikkutónlistina. Takk fyrir að deila skoðunum þínum með okkur, fyrir sögurn- ar, útskýringarnar og fyrir að setja hlutina í samhengi. Takk fyrir að kenna okkur mikilvægi þess að vera réttlátir og sann- gjarnir og að lifa samkvæmt eig- in lífsskoðunum. Takk fyrir að kenna okkur að hjartað er vinstra megin. Takk fyrir að sýna ást þína á ömmu og allri fjölskyldunni umbúðalaust á hverjum degi. Bestu þakkir fyrir leiðsögnina, afi. Einar Örn og Olav Veigar. Jón Einar Hjartarson  Fleiri minningargreinar um Jón Einar Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Faðir minn og vinur, MATTHIJS DE JONG, lést síðastliðið vor á Indlandi. Bálför hefur farið fram og jarðsett í Sóllandi. . Fylkir de Jong, Gríma Eik Káradóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGVELDAR JÓNASDÓTTUR, Seljahlíð, heimili aldraðra. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- deildar Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun. María Jónsdóttir, Axel Stefán Axelsson, Leifur Jónsson, Bryndís Petersen, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. Þökkum af alhug vináttu og samúð sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS STEINARS BJARNASONAR, Tjarnarbrú 3, Höfn, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þann 2. október síðastliðinn. Þá viljum við einnig þakka hina frábæru umhyggju og alúð sem hann naut hjá starfsfólki Skjólgarðs þá erfiðu tíma sem hann dvaldist þar. Þess munum við minnast um ókomin ár. Guð veri með ykkur. . Gróa Ormsdóttir Helga Lilja Pálsdóttir, Sturlaugur Þorsteinsson, Birna Þórunn Pálsdóttir, Sigurður Grímsson, Páll Rúnar Pálsson, Jón Pálsson, Hrönn Björnsdóttir, Björk Pálsdóttir, Geir Þorsteinsson, barnabörn og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIÐAR BREIÐFJÖRÐ frá Hellissandi, til heimilis að Hátúni 10a, lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 15. . Kristín Viðarsdóttir, Jónas Rútsson, Sigríður Viðarsdóttir, Oddur S. Jakobsson, Harpa Björk Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA EGILSDÓTTIR frá Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu, Hlévangi Reykjanesbæ, þriðjudaginn 4. nóvember. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00. . Jónas Jóhannesson, Erla Hildur Jónsdóttir, Snorri Jóhannesson, Sigurveig Long, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, Gísli Grétarsson, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 34, lést á líknardeildinni í Kópavogi miðvikudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas, karitas.is . Jónína Gissurardóttir, Bragi Ragnarsson, Símon Már Gissurarson, Mariam Heydari, Hulda Kristinsdóttir, Örn Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku pabba okkar, tengdapabba, afa og langafa, EINARS JÓNSSONAR húsasmíðameistara, Nestúni 2, Hvammstanga. Jón Rúnar Einarsson, Kristín Valborg Sævarsdóttir, Anna Einarsdóttir, Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson, Aðalheiður Sv. Einarsdóttir, Jón Ingi Björgvinsson, Hlynur Einarsson og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BJÖRNSDÓTTIR, Ásabyggð 12, Akureyri, sem lést sunnudaginn 26. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Halldóra Ólafsdóttir, Kjartan Mogensen, Sigurður Ólafsson, Klara S. Sigurðardóttir, Anna Ingeborg Pétursdóttir, Mitch Weverka, Matthildur og Auðun, Míra Kolbrún, Helga Kristín og Gunnlaugur, Ólafur Kim og barnabarnabörn. ✝ HARALDUR ÁRNASON Ási Hveragerði, ættaður frá Vík í Mýrdal, lést á Ási þriðjudaginn 21. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja, Arnar Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.