Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
✝ ÞorsteinnGeirsson fædd-
ist á Reyðará í Lóni
8. apríl 1926. Hann
lést á hjúkrunar- og
dvalardeild HSSA
24. október 2014.
Foreldrar Þor-
steins voru Geir
Sigurðsson, bóndi á
Reyðará, f. 21.7.
1896, d. 10.2. 1974,
og Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 18.9. 1896, d.13.4.
1987. Þorsteinn átti þrjú systk-
in: Aðalheiði, f. 11.3. 1923, d.
24.2. 2014, Sigurð, f. 5.2. 1924, d.
18.8. 2004, og Baldur, f. 11.9.
1930. Þorsteinn kvæntist 10.7.
1965 Vigdísi Guðbrandsdóttur
frá Heydalsá í Strandasýslu, f.
24.5. 1929, d. 21.9. 2005. Hún var
dóttir hjónanna Guðbrandar
Björnssonar, bónda á Heydalsá,
f. 14.8. 1889, d. 2.7. 1946, og
Ragnheiðar Sigureyjar Guð-
mundsdóttur frá Ófeigsfirði, f.
24.8. 1894, d. 24.10. 1972. Synir
Þorsteins og Vigdísar eru: 1)
Geir, f. 24.4. 1965, eiginkona
hans er Björk Pálsdóttir, f.
18.10. 1970. Börn þeirra eru:
Þorsteinn, f. 27.1. 1996, og Vig-
dís María, f. 19.5. 2002. Fyrir
átti Geir soninn Stefán Mikael, f.
Þorsteinn ólst upp á Reyðará
í Lóni. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Laugaskóla árið 1949.
Á Reyðará bjó hann félagsbúi
frá 1950-1964. Það ár flutti Vig-
dís til hans og þau tóku við bú-
skapnum. Þau bjuggu þar óslit-
ið til 1997 er þau fluttu á Höfn.
Þorsteinn var barnakennari í
Lóni og á Mýrum í tuttugu og
tvo vetur. Hann var oddviti Bæj-
arhrepps frá 1982-1998. Eftir
hann hafa komið út bækurnar
Gamla hugljúfa sveit í fjórum
bindum. Þar fjallar hann um
sveitina sína og fólkið sem þar
bjó en ættfræði og varðveisla
sagna voru honum hugleikin.
Hann var ungmennafélags-
maður og keppti í frjálsum
íþróttum um árabil. Hann sat
meðal annars í stjórn: Stétt-
arsambands bænda, Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins,
Búnaðarsambands A-
Skaftfellinga,
sauðfjárræktarsambands A-
Skaftfellinga, sauðfjárrækt-
unarfélags Lónmanna, bún-
aðarfélags Lónmanna, KASK
sýslunefnd A-Skaft., menning-
arsambands A-Skaftfellinga, í
sóknarnefnd Stafafellskirkju, í
hreppsnefnd Bæjarhrepps, í
ungmennafélaginu Hvöt í Lóni
og héraðssambandinu Úlfljóti.
Hann var aðalhvatamaður að
endurgerð Stafafellskirkju og
Fundarhúsi Lónmanna.
Útför Þorsteins verður gerð
frá Hafnarkirkju, Hornafirði, í
dag, 8. nóvember 2014, kl. 13.
19.9. 1990, barns-
móðir Geirs er
Bjarndís Mikaels-
dóttir. 2) Gunnar
Bragi, f. 13.8. 1966,
kvæntist Herborgu
Þuríðardóttur, f.
23.12. 1968. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: Elín Sól, f. 20.1.
1993, Þórdís, f. 3.9.
1996, og Birta, f.
3.9. 1998. Fyrir átti
Herborg soninn Gísla Halldór, f.
31.7. 1987. Vigdís átti fyrir son-
inn Guðbrand Ragnar Jóhanns-
son, f. 19.8. 1949, hann kvæntist
Benediktu Theódors, f. 24.11.
1949. Þau skildu. Synir þeirra
eru: Páll, f. 30.9. 1974, d. 26.5.
1976, og Páll, f. 13.4. 1979, eig-
inkona hans er Guðný Þórsteins-
dóttir. Synir þeirra eru; Sindri
Pálsson, f. 11.8. 2008, og Styrmir
Pálsson, f. 7.2. 2013. Fyrir átti
Benedikta dótturina Guðbjörgu
Jóhannesdóttur, f. 12.5. 1969,
gifta Sigurði Páli Haukssyni, f.
12.7.1968. Þau eiga fimm börn.
Sambýliskona Guðbrands var
Þórdís Sigurðardóttir, f. 2.2.
1939, d. 24.12. 1994. Sambýlis-
kona Guðbrands er Kristín Sig-
ríður Kristjánsdóttir, f. 11.9.
1950.
Elskulegur tengdafaðir minn
hefur nú kvatt þetta jarðlíf.
Eftir stöndum við sorgmædd
yfir því að hafa hann ekki leng-
ur hjá okkur, en jafnframt
þakklát fyrir að hann fái hvíld-
ina eftir fimm ára heilsuleysi.
Hann var mikið náttúrubarn og
vissi fátt betra en að ferðast
um fjöll og firnindi í sveitinni
sinni. Nú er hann líklega á
hlaupum um móa og mela í
óþekkta landinu ásamt Dísu
sinni. Þorsteinn, eða Steini eins
og hann var alltaf kallaður,
fæddist á Reyðará í Lóni og bjó
þar lengst af eða til ársins 1997
er hann og Vigdís, oftast kölluð
Dísa, eiginkona hans, fluttu til
Hafnar og Gunnar, sonur
þeirra, og Herborg, fyrrverandi
eiginkona hans, tóku við bú-
skapnum. Fljótlega upp úr því
var ákveðið að festa kaup á
sumarhúsi sem skyldi standa
við Karlsfjall í nágrenni við
Reyðará. Þannig gátu þau notið
þess að vera í sveitinni á efri
árum og hjálpað til í búskapn-
um. Við tókum þátt í þessu með
þeim og það var afskaplega
skemmtilegur tími og ósjaldan
skroppið upp í Karlsbrekku.
Steini hafði gaman af ættfræði
og er mér minnisstætt úr
fyrstu ferðum mínum að Reyð-
ará þegar hann fór að spyrja
mig út úr. Geir glotti bak við
blað meðan ég rembdist við að
telja upp mína nánustu og ég
komst ekki mikið lengra en að
ömmum og öfum. En Steini og
Dísa tóku afar vel á móti mér,
og síðar þegar foreldrar mínir
fluttu hingað á Höfn tóku þau
þeim opnum örmum og voru
dugleg að bjóða þeim heim. Ég
hef sjaldan kynnst eins orku-
miklum manni og Steina. Hann
vílaði ekki fyrir sér að ganga til
kennslu á Mýrum á sínum
yngri árum þegar hann var
barnakennari þar, um 50 kíló-
metra leið. Eitthvað sem fáum
dytti í hug að gera í dag. Hon-
um féll sjaldan verk úr hendi
og allt þar til hann missti heils-
una var hann mjög vinnusamur.
Hann kom oft að hjálpa til í
byggingarvinnu með Geir hvort
sem það voru stór eða smá
verk. Steini var sannarlega í
essinu sínu þegar hann var með
barnabörnunum sínum. Hann
gaf þeim góðan tíma og lék sér
við þau og um leið og þau höfðu
visku til fór hann að kenna
þeim að lesa og reikna. Gott
fyrir unga og óreynda foreldra
að fá aðstoð við það. Árið 2005
lést Vigdís úr krabbameini. Það
var honum afar erfitt. En það
sem hjálpaði honum var að hafa
eitthvað fyrir stafni, fara í
göngur, vera með fjölskyldunni,
gæta barnabarna og kenna
þeim, hjálpa til með hestana,
lesa og skrifa. Elsku Steini,
hafðu þökk fyrir allt og allt
sem þú hefur kennt mér og
mínum. Nú er gott að ylja sér
við góðar minningar og halda
þeim á lofti, og aldrei að vita
nema maður búi til ættartré og
rifji upp hringdansa ykkur til
heiðurs.
Björk Pálsdóttir.
Elsku afi minn, mér þykir
svo vænt um þig og ég sakna
þín. Þú og afi Páll eruð örugg-
lega að spjalla saman með
ömmu Dísu. Ég man vel eftir
því þegar við vorum uppi í Lóni
og fórum í fjallgöngu, að veiða
eða byggja kofa með þér. Þú
varst líka duglegur að kenna
mér að lesa, skrifa og reikna.
Ég man eftir þegar ég kom í
heimsókn til þín, þá fékk ég oft
heitt kakó og stundum mjólk
með berjasafa. Elsku afi minn,
hvíldu í friði, ég sakna þín. Ég
samdi þetta ljóð til þín:
Elsku afi
þú varst göngugarpur
elsku hjartans maður
ég sakna þín
hvíldu í friði.
Vigdís María Geirsdóttir.
Þorsteinn Geirsson var eft-
irminnilegur maður. Ákaflega
orðvar, vandaður og hógvær en
þó heill í allri framkomu. Hann
var sannkallaður héraðshöfð-
ingi, þó ekki í þeim skilningi að
hann bærist mikið á. Miklu
frekar menningarlegur leiðtogi
sveitar sinnar og byggðarlags.
Þorsteinn var einlægur
bóndi og á margan hátt frum-
kvöðull og forystumaður í sinni
grein. Umfram allt var hann þó
félagsmálamaður fram í fing-
urgóma. Sannur samvinnumað-
ur í besta skilningi þess orðs,
stjórnarmaður í kaupfélaginu
og búnaðarsambandinu, oddviti
Bæjarhrepps og þátttakandi í
margvíslegu litrófi mannlífs og
félagsmálastarfs. Hann unni
því bæði mannrækt og jarð-
rækt.
Ég þekkti til Þorsteins í
barnæsku en kynntist honum
kannski fyrst sem ungur mað-
ur í Karlakórnum Jökli. Síðan
lágu leiðir okkar saman í mörg-
um verkefnum, safnamálum,
húsavernd, sveitarstjórnarmál-
um og svo varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að fylgj-
ast með honum við útgáfu bók-
anna Gamla hugljúfa sveit en
fjögur bindi þeirra litu dagsins
ljós. Fáir ef nokkrir hafa samið
jafneinlægan óð til heimasveit-
ar sinnar og Þorsteinn í þess-
um bókum. Hann reisti fólki og
mannlífi í Lóni afar fagran og
vel gerðan minnisvarða með
því.
Ekki er hægt að minnast
bóndans á Reyðará án þess að
nefna Vigdísi konu hans. Þau
tóku manni opnum örmum
hvar og hvenær sem var og
fyrir það og fölskvalausa vin-
áttu er hér með þakkað af ein-
lægni.
Gísli Sverrir Árnason
og fjölskylda.
Þorsteinn
Geirsson
Fleiri minningargreinar
um Þorstein Geirsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
önnumst við alla þætti
þjónustunnar
Þegar
andlát ber
að höndum
Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR MÖLLER,
Kirkjusandi 3.
.
Kristján Ragnarsson,
Margrét V. Kristjánsdóttir, Sæmundur Sæmundsson,
Tómas Kristjánsson, Þóra Hrólfsdóttir,
Hildur R. Kristjánsdóttir, Alexander K. Guðmundsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA ÓSKARSDÓTTIR,
Háeyrarvöllum 28, Eyrarbakka,
áður Melum í Melasveit,
lést 21. október 2014.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Kumbaravogi.
.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og stuðning við
fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
fósturmóður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SVEINBJARGAR ZOPHONÍASDÓTTUR,
Hraunbæ 103, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
LSH í Kópavogi og Karítas fyrir yndislega umhyggju
og umönnun.
.
Sveinn Elíasson,
Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir, Baldur J. Baldursson,
Elías Jón Sveinsson, Harpa Einarsdóttir,
Baldur Sveinn Baldursson,
Lára Helga Sveinsdóttir, Karl Baldvinsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HULDU INGIBJARGAR
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sigurður Ólafsson,
Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, Karl Sigmar Karlsson,
Margrét Sigurðardóttir, Gunnar Daníel Magnússon,
Rut Sigurðardóttir, Jón Davíð Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
ÓLAFS JÓNS HJARTARSONAR
vörubifreiðastjóra.
Herborg S. Ólafsdóttir,
Kristjana Ólafsdóttir, Sigurður G. Steinþórsson,
Arnar E. Ólafsson, Birna Óladóttir,
Kristín Ó. Ólafsdóttir,
Málfríður Ó. Valentine,
Ólafur Ólafsson, Anna Margrét Thoroddsen,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
OTTÓS GÍSLASONAR.
Aðstandendur þakka starfsfólki Seljahlíðar,
Landspítala og Vífilsstaða fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Þórður Gísli Ottósson,
Ingibjörg Ottósdóttir, Guðjón Hreiðar Árnason,
Anna Karólína Ottósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og heiðruðu minningu okkar ástkæra
GUNNARS BJARNASONAR
húsasmíðameistara,
Öldugötu 25,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 11E,
líknardeildar Landspítalans og Karitasar.
Einnig þökkum við öllum vinunum í KFUM og KFUK
og Gídeon fyrir alla aðstoðina.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Sverrisdóttir,
Sverrir Gunnarsson, Guðrún Birna Brynjarsdóttir,
Jakob Bjarni Sverrisson,
Ólafur Bjarnason,
Hallfríður Bjarnadóttir.
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030