Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
✝ Þórdís Rögn-valdsdóttir
fæddist 5. maí 1920
að Dæli í Skíðadal.
Hún lést 29. októ-
ber 2014 að heimili
sínu Dalbæ, Dalvík.
Foreldrar henn-
ar voru Rögnvald-
ur Tímótheus Þórð-
arson, f. 15.
nóvember 1882, d.
26. mars 1967 og
Ingibjörg Árnadóttir, f. 28. júní
1888, d. 23. ágúst 1982. Þórdís
ólst upp í foreldrahúsum í Dæli í
hópi 11 systkina en þau eru:
Árni Marinó, f. 1909, d. 2004,
Guðlaug Halldóra, f. 1910, d.
1980, Jón Kristinn, f. 1913, d.
1999, Gunnar Kristmann, f.
1915, Lilja, f. 1918, Rögnvaldur,
f. 1923, d. 1988, Snorri Þór, f.
1926, d. 2008, Hörður, f. 1928,
Ármann, f. 1931 og Auður, f.
1934. Þann 28. maí 1950 giftist
Þórdís Sveini Vigfússyni, bónda
á Þverá í Skíðadal, og áttu þau 3
Á yngri árum vann Þórdís bú-
störf á heimili foreldra sinna í
Dæli og einnig ráðskonustörf
fyrir bræður sína. Þórdís gekk í
Kvennaskólann að Laugalandi í
Eyjafirði veturinn 1941-1942 og
árin þar á eftir vann hún nokkra
vetur á Akureyri. Fyrst á Hótel
KEA en síðar 2 vetur í mötu-
neyti Menntaskólans á Akur-
eyri. Einnig sá hún einn vetur
um heimilisstörf fyrir kaup-
mannshjón sem áttu verslunina
Hamborg í Hafnarstræti.
Þórdís og Sveinn hófu búskap
saman á Þverá í Skíðadal vorið
1949 og bjuggu þar til ársins
1975 er þau fluttu til Dalvíkur.
Búskapur þeirra á Þverá var
farsæll og heimilið þekkt fyrir
rausn og snyrtimennsku. Eftir
að Sveinn og Þórdís fluttu til
Dalvíkur áttu þau heimili að
Skíðabraut 13 og vann Þórdís
við þrif í Dalvíkurskóla í mörg
ár. Þórdís tók þátt í ýmsum
félagsstörfum, var félagi í ung-
mennafélaginu Skíða og síðar í
kvenfélaginu Tilraun. Einnig
söng hún með kór í nokkur ár.
Síðustu æviár sín bjó Þórdís á
dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík.
Útför Þórdísar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 8. nóv-
ember 2014, kl. 13.30.
börn. Áður átti
Þórdís soninn
Ingva með Eiríki
Lárussyni frá Hnit-
björgum í Jökuls-
árhlíð. Ingvi er
fæddur 20. nóv-
ember 1946, kvænt-
ur Sigrúnu Þor-
steinsdóttur og
eiga þau 5 börn og
8 barnabörn. Börn
Þórdísar og Sveins
eru: 1) Vignir, f. 1. október 1950,
kvæntur Valdísi Gunn-
laugdóttur og eiga þau 4 börn
og 4 barnabörn. 2) Soffía Heið-
björt, f. 25. janúar 1955, gift
Stefáni Steinþórs Jakobssyni.
Fyrir hjónaband eignaðist Stef-
án 1 son en börn Soffíu og hans
eru 3. Barnabörn þeirra eru 7.
3) Ragna Valborg, f. 8. apríl
1956, var gift Heiðari Theódóri
Ólasyni sem lést 2001. Fyrir
hjónaband eignaðist Ragna 1
son en börn Heiðars og hennar
eru 2. Barnabörn hennar eru 6.
Hinstu kveðjur sendum þér,
elsku besta móðir.
Þakklæti efst í hugum er.
Þú flýgur á nýjar slóðir.
Þakklæti fyrir allt þú gafst
og gjörðir þínar allar,
saman við höfum margt aðhafst,
því lýkur nú…….?
þá drottinn á þig kallar.
Elsku mamma, sárt við mun-
um sakna þín. Takk fyrir allt og
allt. Biðjum að heilsa pabba. Guð
geymi ykkur.
Soffía og Stefán.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ragna.
Í dag kveðjum við tengdamóð-
ur mína, Þórdísi Rögnvaldsdótt-
ur, fyrrum húsfreyju á Þverá í
Skíðadal.
Það var vorkvöldið 30. apríl
1971 sem Vignir sonur hennar
kynnti mig fyrir væntanlegum
tengdaforeldrum mínum, þegar
þau komu suður að Bifröst til að
vera viðstödd útskrift okkar dag-
inn eftir. Hafi verið hjá mér kvíði
þá hvarf hann fljótt vegna hins
látlausa og vingjarnlega viðmóts
sem mér mætti. Áður var ég búin
að mynda mér ákveðna skoðun
um þau, af ummælum Vignis sem
einkenndust af væntumþykju og
virðingu. Sá ég fljótt að þar hafði
ekkert verið ofsagt.
Í fyrsta skipti sem ég kom
heim í Þverá sá ég strax hversu
snyrtilegt og myndarlegt heim-
ilið var, hvort sem var úti eða
inni. Sérstaklega er mér minn-
isstætt hversu fallega Þórdís
lagði á borð og bar fram mynd-
arlegar veitingar. Mikil samhjálp
einkenndi líka fjölskylduna og
minnist ég þess ekki að hafa
heyrt frá þeim systkinum „ég
nenni ekki“ þegar til verka var
boðað. Hefur þar greinilega skil-
að sér í uppeldið hvatning, ósér-
hlífni og vinnusemi foreldranna.
Þórdís var einstaklega vel
verki farin, vann hratt og vel.
Handfljótari konu hef ég vart
kynnst. Kom það sér vel í berja-
mó, enda ófáir pottarnir sem hún
var búin að tína. Handavinnu-
kona mikil var hún, ekki síður á
efri árum þegar meiri tími gafst
frá daglegum verkum. Mörg eru
milliverkin sem hún var búin að
hekla bæði fyrir skylda og
óskylda. Þrátt fyrir minnkandi
sjón síðari ár var ótrúlegt hvað
hún gat haldið lengi áfram að
vinna handavinnu.
Þórdís var mér afskaplega
kær og góð tengdamóðir.
Raunsæ, æðrulaus, jákvæð, með
sjálfstæðar en ákveðnar skoðanir
ef svo bar undir. Tilbúin að leið-
beina og hjálpa þegar eftir því
var leitað. Fyrir nokkrum árum
ræddum við hversu heppnar við
hefðum verið að upplifa aldrei
núning okkar á milli, né að fallið
hafi orð sem betur væru ósögð.
Við áttum líka margar ánægju-
legar samverustundir og einnig
„stelpnastundir“ saman. Efst í
huga er þegar við Vignir og börn-
in okkar ásamt móður minni og
þeim Þórdísi og Sveini vorum öll
saman í sumarleyfi í Hollandi og
við Þórdís fengum „frí“ seinni-
part dags. Hjóluðum til næsta
bæjar, fórum í búðaráp , sátum á
útiveitingastöðum og spáðum í
mannlífið. Þetta síðdegi var okk-
ur báðum ómetanlegt og ógleym-
anlegt. Þórdís hafði mikla
ánægju af utanlandsferðum og
fór hún í nokkrar á meðan heilsa
leyfði.
Þórdís var ekki síðri amma og
langamma. Þegar hún varð 90
ára talaði ég til hennar og fór yfir
kynni okkar. Bað ég þá börnin
okkar Vignis, þau Birni, Brynju,
Hildi Soffíu og Þórdísi Huld um
að lýsa ömmu sinni með einni
setningu hvert um sig. Með
þeirra leyfi læt þau orð fylgja hér
með og hef ég engu þar við að
bæta. „Ljúfasta manneskja í
heimi.“ „Hlý, létt, kát, kleinur,
laufabrauð með kúmeni og svo
margt fleira yndislegt.“ „ Æi,
hún amma er svo mikil dúlla.“
„Lítil, krúttleg, heklandi góð
amma sem á alltaf kleinur.“
Ég kveð Þórdísi tengdamóður
mína með þakklæti í huga og veit
að nú er hún sátt, búin að fá
hvíldina sem hún var farin að
þrá.
Valdís Gunnlaugsdóttir.
Elsku Amma Dísa. Nú skilja
okkar leiðir. Það er svo sárt að
kveðja þig Amma mín, en óum-
flýjanlegt. Þú ert nú farin á þann
stað sem þig hefur dreymt um
svo lengi. Það er viss huggun.
Þegar ég lít um öxl og fer í gegn-
um minningabankann þá rennur
á mig eitt stórt bros. Þú varst svo
mikil Guðsgjöf fyrir okkur öll.
Sterk, ákveðin og dugleg kona,
kómísk, með hjartað á réttum
stað. Gjafmildi þín og umhyggja
var einstök.
Þú kenndir mér svo margt um
lífið og tilveruna, sem ég fæ þér
aldrei fullþakkað. Ég var frá
blautu barnsbeini óttalegur
heimalningur hjá ykkur Afa í
Skíðabrautinni, og mér gekk
frekar illa að flytja að „heiman“,
því hjá ykkur leið mér ávallt best.
Það tókst þó að lokum þegar ég
kynntist Jonnu minni, og ykkar
vinátta varð báðum mjög dýr-
mæt.
Handavinna, gönguferðir,
spilakvöld, sundferðir, sherrytár,
Dallasþættir og Dælisreiturinn,
kjötbollur, kvöldkaffi og kleinu-
gerð eru orð sem munu alltaf fá
mig til að brosa er ég hugsa til
þín.
Eftir 40 ára ferðalag með þér,
kveð ég þig með miklum söknuði
í hjarta. Þú varst mér svo mikið
meira en bara amma.
Blessuð sé minning þín.
Sjáumst aftur seinna.
Jóhann og fjölskylda.
Þórdís
Rögnvaldsdóttir
Fleiri minningargreinar
um ÞórdísiRögnvaldsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Sigurjón GeirPétursson frá
Tóarseli á Breiðdal
var fæddur 31.
október 1934. Hann
lést 29. október á
sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum. Geir,
eins og hann var
oftast kallaður, var
fæddur að Dísa-
staðaseli í Breiðdal.
Hann flutti á fyrsta
ári ásamt foreldrum sínum að
Tóarseli. Geir var sonur
hjónanna Péturs Arnbjarnar
Guðmundssonar, f. 4.3. 1906, og
Borghildar Guðjónsdóttur, f.
6.6. 1907. Systkini Geirs eru
eldri bróðir, Halldór Óskar Pét-
Guðný Ósk, f. 14.7. 2007, Anton
Breki, f. 10.11. 2009. Tvö fóst-
urbörn, tvíburarnir Viktoría Sif
og Petrea Dögg, f. 31.1. 2002.
Börn með fyrri sambýliskonu,
Svanhildi Ingólfsdóttur, Hilmir
Snær, f. 2.5. 2000, og Elvar
Snær, f. 13.5. 2002.
Geir bjó að Tóarseli til ársins
1999 en þá flutti hann á Egils-
staði. Þar kynntist hann sam-
býliskonu sinn, Elínu Tóm-
asdóttur, f. 7.4. 31. Bjuggu þau
saman þar til að hann missti
heilsuna og varð að fara á
hjúkrunarheimili.
Geir verður jarðsunginn frá
Heydalakirkju í Breiðdal í dag,
8. nóvember 2014, og hefst at-
höfnin kl 14.
ursson, f. 23.10.
1930, látinn 25.
febrúar 2011, eft-
irlifandi maki er
Guðlaug Gunn-
laugsdóttir, þau
voru barnlaus, og
systir, Þórunn
Björg Pétursdóttir,
f. 22.0. 1948, maki
Sveinn Lárus Jóns-
son. Þau eiga tvær
dætur, Unni og
Petru Sveinsdætur. Gengu þau
hjónin Hafþóri Sigurjónsyni í
foreldra stað. Barnabörnin eru
níu talsins. Geir átti einn son,
Þorvald Hafþór Sigurjónsson, f.
20.12. 1976. Maki Erna Sif
Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru
Okkur systurnar langar að
minnast Sigurjóns Geirs eða
Geirs eins og við kölluðum hann
með fáeinum orðum. Það var árið
2001 sem við vorum kynntar fyrir
honum sem vini móður okkar El-
ínar Tómasdóttur en hún var þá
orðin ekkja eftir föður okkar.
Mamma hafði lagt leið sína á Eg-
ilsstaði að heimsækja Björn
bróður. Olla frænka dró hana
með sér í eldriborgarastarfið,
sem er mjög öflugt á Egilsstöð-
um. Þar kynntust þau hún og
Geir. Geir var hæglátur maður og
traustur og alltaf var stutt í húm-
orinn. Hann sá auðveldlega það
skoplega við lífið og þjóðfélags-
umræðuna á hverjum tíma. Geir
var vinur okkar allra í fjölskyld-
unni og afi barnanna okkar.
Hann var mikill félagi mömmu og
erum við mjög þakklát fyrir þann
tíma sem hann bjó hjá henni eftir
að hún flutti austur. Það var mik-
ið spilað á heimilinu og ekki hvað
síst við börnin þegar þau komu í
heimsókn. Eftir að Geir varð
vegna heilsu sinnar að flytja á
hjúkrunarheimili hélt mamma
áfram að fara til hans og sátu þau
á saman og réðu krossgátur og
spiluðu. Við eigum Geir mikið að
þakka og munum sakna þess að
hitta hann þegar við komum
austur til mömmu. Við sendum
syni hans, systur og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svefnsins draumar koma fljót.
Svo vöknum við með sól að morgni
(Bubbi Morthens.)
Björg, Guðrún og
Sigurborg.
Sigurjón Geir Pétursson
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær
sími 842 0204 • www.harpautfor.is
Gisting
Kaupmannahöfn – yndislegar
íbúðir.
Tvær fullbúnarnotalegar íbúðir í
sama húsi með garði. Stutt á Strikið,
Tivoli og verslanir, matsölustaðir og
kaffihús handan við hornið. Allt að 8
manns geta verið í hverri íbúð. Uppl.
á netfanginu: lavilla16@hotmail.com
Hljóðfæri
Klassískur gítar
kr. 19.900. Full stærð, poki, auka-
strengir og stillitæki.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Ný og ónotuð rafskutla til sölu
kr. 199.000. Hámarkshleðsla 118 kg.
Upplýsingar í síma 867 7866.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Húsviðhald
Húsasmiður
Lærður húsasmiður / smiðir getur
bætt við sig verkefnum, utan sem
innanhúss. Góð þjónusta og gott
verð. Áratuga reynsla.
Sími 863 6095, Ioan Calin.
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Hreinsa þakrennur,
hreinsa ryð af þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Nýkomnar úlpur
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Smáauglýsingar