Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 42

Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Finnbjörn Börkur Ólafsson er sérfræðingur á fjármálasviði íHáskólanum á Bifröst og sér um bókhald og launareikningaþar. Hann býr í Borgarnesi, er fæddur á Patreksfirði en ólst að mestu leyti upp í Reykjavík. Hann fluttist árið 2002 á Bifröst ásamt konu sinni þegar hann hóf nám í viðskiptafræði þar og klár- aði síðar meistarapróf í alþjóðaviðskiptum við sama skóla. Eftir það vann hann hjá Loftorku í Borgarnesi á tímabili og byrjaði svo að vinna á Bifröst árið 2010. Konan hans, Erla Stefánsdóttir, er við- skiptalögfræðingur hjá Arion banka í Borgarnesi og dætur þeirra eru María Erla, f. 1994, Inga Dís, f. 1998, og Þórey Lilja, f. 2005. En hvernig líkar honum vinnustaðurinn og að búa í Borgarnesi? „Það er fínt, það er gott að ala upp krakka í Borgarnesi og svo er þetta skemmtilegt svæði hér á Bifröst. Golfvöllurinn Glanni er hérna nálægt, ég spilaði á honum nokkrum sinnum í sumar og það er gaman að ganga upp á Grábrók og fara að fossinum Glanna og Paradísarlaut. Ég á enn eftir að ganga upp á Hafnarfjall en það er víst ómögulegt að búa í Borgarnesi nema hafa gengið upp á það. Svo hef ég gaman af því að gutla á gítar, hef gert það af og til í gegnum tíðina og svo er ég byrjaður að hlaupa.“ Finnbjörn heldur matarboð í dag í tilefni afmælisins fyrir for- eldra sína, tengdaforeldra, systkini og maka þeirra, en þau búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Finnbjörn B. Ólafsson er fertugur í dag Í Selárdal í Arnarfirði Afmælisbarnið á ferðalagi á Vestfjörðum. Á enn eftir að ganga á Hafnarfjall Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akureyri Katrín Anna Hafsteinsdóttir fæddist á Akureyri 8. nóvember 2013 kl. 10.25. Hún vó 4840 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Karen Sif Stefánsdóttir og Hafsteinn Ingi Pálsson. Nýir borgarar Hafnarfirði Rakel Lilja Ragnarsdóttir fæddist á Landspítalanum 2. nóv- ember 2013 kl. 2.38, vó 3.955 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Að- alheiður Júlírós Óskarsdóttir og Ragnar Magnússon. J ófríður fæddist í Stykkis- hólmi 8.11. 1974 og ólst þar upp til 10 ára aldurs er fjölskyldan flutti í Mos- fellsbæinn: „Ég var fjóra vetur í Varmárskóla í Mosfellsbæ en flutti þá aftur í Stykkishólm og bjó þar hjá eldri systur minni og hennar fjölskyldu. Ég lauk grunnskólanum í Stykkis- hólmi, stundaði síðan nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti en var í sumarvinnu í Stykkishólmi. Þá var ég í tvö sumur á yngri árum hjá móðurbræðrum mínum í Skáleyjum á Breiðafirði við hefðbundin sveita- störf í eyjunum.“ Jófríður útskrifaðist af fjarnáms- deild Háskólabrúar Keilis vorið 2010, stundaði síðan nám í ferða- málafræði við Háskólann á Hólum og er með réttindi sem löggiltur leigumiðlari frá árinu 2012. Jófríður flutti í Reykjanesbæ vor- ið 1993 þegar hún kynntist eigin- manni sínum. Þar stundaði hún ýmis störf, s.s. við Holtaskóla og við veit- ingastaðinn Langbest. Hún var markaðsfulltrúi og síðar auglýsinga- stjóri á Víkurfréttum árin 2002- 2007, vann við uppbyggingu hjá Keili frá stofnun, árið 2007, fyrst sem umsjónarmaður fasteigna og síðar sem sviðsstjóri húsnæðissviðs. Hún hóf síðan störf við eignaum- sýslu ISAVIA á Keflavíkurflugvelli Jófríður Leifsdóttir umsjónarmaður í Leifsstöð – 40 ára Í Flatey 2013 Jófríður og Einar með dætrunum, tengdasyni, Thelmu Lind og Bergi Snæ. Edda Kristný var ófædd. Göngugarpur í Leifsstöð Göngugarpar Jófríður og Einar í Skælingum með Uxatinda í baksýn. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is TILBOÐ EX20 skrifstofustóll ALMENNT VERÐ 95.026 kr. TILBOÐSVERÐ 66.518 kr. Hæðarstillanlegt bak Armar hæða- og dýptarstillanlegir Dýptarstilling á setu Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda Hæðarstilling setu Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans Mjúk hjól STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.