Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 44

Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú heldur þínu striki í ótilgreindum viðskiptahugleiðingum og myndir alveg þiggja fjárfesti í augnablikinu. Leyfðu öðrum að njóta nærveru þinnar og léttrar lundar. 20. apríl - 20. maí  Naut Jafnvel þó að nú sé hentugur tími til þess að halda í við sig í mat heilla sætindin þig. Reyndu að fara ekki allt of langt yfir strikið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú skiptir öllu máli að halda þétt utan um budduna ef ekki á illa að fara. Að vera skýr í kollinum er verðmætara en marg- ur hyggur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er góður dagur fyrir þig. Vertu óhræddur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu. Aðrir líta til þín um forustu svo þú mátt hvergi bregðast. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ekkert að því að kveðja fleiri til þegar vandasöm verk eru á döfinni. Hinn vel- viljaði Júpíter, pláneta heppni og þenslu, er áberandi í sólarkorti þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur skilað góðu verki og átt alveg skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Loksins losnarðu undan byrði sem hefur lengi hvílt á þér og framtíðin virðist bjartari fyrir vikið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Erfiðleikar hafa svo sannarlega látið á sér kræla upp á síðkastið. Ef einhver myndi bara vilja borga þér fyrir frábæra sviðs- framkomu þína og eldmóð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Náinn vinur eða starfsfélagi gæti viljað hjálpa þér í dag. Settu mál þannig fram að enginn þurfi að efast um þig. Fyrstu kynni eru mikilvæg. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Veltu fyrir þér tilfinningum sem búa að baki skilaboðunum sem þér berast. Ef þér finnst aðstæður erfiðar skaltu reyna að þrauka þar til það versta er gengið yfir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sólin og venus eru í merkinu þínu og því ertu orkumikil/l og hefur mikið að- dráttarafl. Náðu stjórn á krafti aðdráttarafls- ins með fálæti. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt ná árangri og dagurinn í dag ætti að skila þér góðri niðurstöðu. Marg- ar hendur vinna létt verk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þér falli hlutirnir vel í geð er ekki þar með sagt að aðrir séu jafn hrifnir. Við- mælendur þínir vita ekki hvað þeir eru að tala um og reyna að slá ryki í augu þér. Guðmundur Arnfinnsson orti síðustu vísnagátu: Í mínum skó er mjúk og þjál, í manni reynist stundum hál, málið sem við mælum hér, á mörgum bæjum nafnið er. Og ráðning hans er þessi: Mjúk er tunga í mínum skó, í Marðar tungu lymskan bjó, tungumál við tölum hér, Tunga á bæjum heiti er. Harpa á Hjarðarfelli kom með þessa lausn: Tennisskórinn tungu ber. Tunga er í munni þér. Tungumálið tölum vér. Tunga bæjarnafnið er. Helgi R. Einarsson svarar: Tungan, grösug, fersk og frjó finnst í skjóli dala, uppí munni, oní skó, allir hana tala. Og nú hefur nýr vísnasmiður, Pétur F. Þórðarson, bæst í hópinn með þeim orðum að hann hafi haft ánægju af að fylgjast með Vísna- horninu og finna svör við gátunum: Tungu úr skónum taka kann Tungan bragðið skynja má Tungum tveimur mælir hann Tunga heitir bærinn sá Árni Blöndal sendi inn þessa skemmtilegu vísu: Okkar tunga er íslenskt mál undur hlýja málið snjalla eins og blær en styrk sem stál stendur hún um vegferð alla. Mér berast fleiri gátur en rúm er fyrir og er vandi að velja. Mér þótti þessi gáta Guðmundar Arnfinns- sonar eiga vel við: Bunga hrauns all breið að sjá, býsna mikil hrúga, krummahöll í klettagjá, konur þarna búa. Svör verða að berast ekki síðar en á miðvikudagskvöld. Gátunni fylgdi limra, „all abs- úrd“ skrifar Guðmundur: Hann Hákarla-Bergur í Hrísey til helminga brandí og lýsi sér skammtaði í skeið, meðan skínandi leið fullmáninn hátt yfir Hrísey. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af bungu hrauns og Hákarla-Bergi Í klípu VIÐBRAGÐSFRÉTTIR. ALLT SEM ÞÚ HÉLST ÞÚ HEFÐIR HEYRT. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „STOPPAÐU! MANNAVEIÐITÍMABILINU ER LOKIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera áttavillt án hans. ÉG VIL EXTRA-STÓRA FLATBÖKU MEÐ ÞREFÖLDU ÁLEGGI AF ÖLLU. JÁ... ÉG ER GAURINN MEÐ KÖTTINN AUMINGJAR JÁ... ÉG SKAL SKILJA PENING- INN EFTIR Í INNKEYRSLUNNI HVERNIG MYNDIRÐU LÝSA EIGINMANNI ÞÍNUM, HELGA? HANN ER STERKUR, BLÍÐUR, ELSKANDI, ÖTULL OG GÓÐ FYRIRVINNA... EN... ÞAÐ ER „EN-IГ SEM NÆR MÉR ALLTAF! LÖGREGLUNA GRUNAR AÐ KVEIKT HAFI VERIÐ Í SVEINI ÓSKARS. SYNI OKKAR? NEI, SVEINI ÓSKARS. Hamingja í poka. Víkverji fór ogkeypti sér smá hamingju í poka á fimmtudaginn. Miðnæturopnun í Kringlunni var það, heillin mín, sem dró hann nokkrum skrefum nær hamingjunni. Því allt þetta glaðlega fólk í auglýsingunum er hamingju- samt – ekki satt. Að sjálfsögðu lét Víkverji þetta tækifæri ekki renna sér úr greipum. Trúðar og tilboð – aðdráttarafl sem enginn má láta fram hjá sér fara. x x x Víkverji kannaði að vísu ekki hvorttrúðarnir væru á tilboði og hefði betur gert það. Hver hefði slegið hendinni á móti því að fá eins og eitt stykki trúð heim til sín eftir mið- nætti því hann var bara hreinlega svo ofboðslega ódýr að ekki var hægt að sleppa því að kaupa hann. x x x Víkverji hefði dröslað honum innum dyrnar og slengt honum framan í sambýlinginn. Hann hefði örugglega verið hrifinn. Bara næst, bara næst, væni minn. Þetta segir Víkverji um leið og hann skimar á heimasíðu versl- unarmiðstöðvarinnar eftir því hve- nær næstu tilboð verða og þá skal trúðurinn handsamaður. x x x Þræll tískunnar heitir þetta víst ámannamáli. Kaupa, kaupa þetta og hitt. Það vantar alltaf eitthvað upp á til að ná fullkomnun. Lyfið við þessu er að átta sig sem fyrst á því að maðurinn er ófullkominn. „Það er bara fjandi erfitt,“ rymur í Víkverja. Óskiljanlegar vangavelt- ur, lesandi góður, skilaboð móttekin. x x x Annars mælir Víkverji með að fólkkíki aðeins á bloggara sem skrif- ar undir nafninu Trendsetterinn. Hann nær utan um veruleikann með hárbeittri ádeilu og gerir gys að okkur hinum. Okkur sem myndum allar athafnir okkar í bak og fyrir og birtum á netinu. Ef það gerist ekki á netinu þá gerðist það ekki. Þar eru þessar myndir af okkur geymdar, heiðarleg tilraun til fullkomnunar. Henni eigum við aldrei eftir að ná sem betur fer. víkverji@mbl.is Víkverji Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. (Fyrra Korintubréf 3:11) mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.