Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 9. nóvember kl. 14:
Leiðsögn um Silfur Íslands í síðasta sinn
11.-16. nóvember: Bókamarkaður í Þjóðminjasafni
Útsala á völdum bókum úr útgáfu Þjóðminjasafnsins,
10% afsláttur af öðrum bókum Þjóðminjasafns
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal
Natríum sól á Veggnum
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Spennandi ratleikir fyrir alla krakka
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
FERÐ – Finnur Arnar Arnarson
31. október – 21. desember
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnun - Net á þurru landi
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015
LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014 - VALIN VERK ÚR SAFNEIGN
7.11. 2014 - 8.2. 2015
Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra.
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON - Sýning á videólist hans á kaffistofu LÍ.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906,
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 30.11. 2014
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Lokað í des. og jan. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.
VARA-LITIR
Málverk eftir sjö íslenska samtímalistamenn
Fjölskylduleiðangur
Sunnudag 9. nóvember kl. 14
Listamannsspjall
Fimmtudag 13. nóvember kl. 20
Helgi Þórsson
Hádegistónleikar
Þriðjudag 11. nóvember kl. 12
Kristján Jóhannsson tenór
Verk úr safneign
Elías B. Halldórsson
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Þrjár myndlistarsýningar verða
opnaðar á Akureyri í dag. Af jörðu –
De Terrae nefnist sýning Bryndísar
Kondrup sem opnuð verður í Ket-
ilhúsinu kl. 15. „Á sýningunni, sem
fjallar um holdgervingu og hverf-
ulleika mannsins, fléttar Bryndís
saman verkum unnum í mismunandi
miðla; málverkum, hlutum, víd-
eóverkum og röntgenmyndum úr
eigin líkama,“ segir í tilkynningu.
Joris Rademaker opnar sýningu í
Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu
á Akureyri. „Til sýnis eru aðallega
ný þrívíð verk þar sem Joris notast
við lífræn efni og hluti sem finna má
úti í náttúrunni. Verkin fjalla um
samtal mannsins og umhverfisins,
oft með tilvistarlegum spurningum.“
Loks sýnir Guðrún Pálína Guð-
mundsdóttir í Populus Tremula í
Listagilinu í dag og á morgun milli
kl. 14 og 17. Á sýningunni sem ber
yfirskriftina Nóvember getur að líta
áður ósýndar vatnslitamyndir sem
og þrjú lítil olíumálverk. „Í myndum
sínum reynir Guðrún að láta litinn
sem mest flæða óhindrað um mynd-
flötinn og láta hann blanda þannig
að mestu litatónana og laða fram til-
finningaþrungið andrúmsloft og
stemningu.“
Þrjár sýningar á Akureyri
Af jörðu Verk Bryndísar Kondrup.
AF AIRWAVES
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Airwaves-hátíðin hélt áfram áfimmtudagskvöldi, engusíðri en kvöldið áður.
Það má reyndar deila um hvort
hátíðin einskorðist við kvöldin, því
miðborgin er undirlögð af Air-
waves-tengdum viðburðum frá há-
degi alla daga hátíðarinnar, eitt-
hvað sem hver sem er getur kynnt
sér, sér að kostnaðarlausu.
Hryggjarstykki hátíðarinnar
er þó auðvitað kvölddagskráin, sem
er í auknum mæli að færast yfir í
Hörpu, undirrituðum til takmark-
aðrar ánægju. En maður verður
víst að taka því sem býðst, þó svo að
biðin í Hörpu minni oft meira á bið
eftir flugi en tónleikum.
„Við eigum 10 mínútur eftir.
Við erum með klukku“
Hvað um það. Kvöldið hófst á
Húrra þar sem RVK Soundsystem
böðuðu tónleikagesti í grjóthörðu
reggíi, eiginlega of hörðu framan
af, því þokulúðrarnir á upptökum
hlómsveitarinnar gerðu lítið annað
en að pirra mann.
Eftir því sem á leið fjölgaði á
sviðinu, og náði sveitin hámarki
þegar Amabadömur tóku yfir sviðið
og fluttu ofursumarsmellinn sinn,
„Hossa hossa“.
Leiðin lá næst í Hörpu, þar sem
restinni af kvöldinu var raunar var-
ið. Þrátt fyrir að, eins og áður
sagði, líða eins og á flugvelli og í
allt of fínu umhverfi, þá hefur
Harpa óneitanlega þann kost að þar
getur maður verið innandyra allan
tímann. Veðurguðirnir hafa reynd-
ar verið óvenjugóðir við Airwaves-
gesti það sem af er hátíðar, því
hefðbundinn Airwaves-stormur
hefur ekki látið á sér kræla.
Kannski eru þeir með sam-
viskubit eftir sumarið. Í kvöld má
reyndar búast við frosti en það hlýt-
ur að teljast minniháttar á Íslandi í
nóvember.
For a Minor Reflection tóku
við keflinu klukkan níu í Silf-
urbergi, þar sem þeir spiluðu það
sem Guðfinnur Sveinsson, einn
hljómsveitarmeðlima, lýsti sem
þeirra bestu tónleikum hingað til.
Tónlistin var þétt, rokkaðri en
oft áður og ljósasjóið í bakgrunn-
inum var frábært.
Salurinn skellti upp úr þegar
þeir bentu á að þeir ættu 10 mín-
útur eftir af spilatíma, um það bil
tvö lög. „Við erum nefnilega með
klukku,“ sagði Guðfinnur og benti á
klukku sem var í óða önn við að
telja niður frá níu mínútum og
fjörutíu og tveimur sekúndum.
Ylja á öðru stigi
Næst á dagskrá, að vísu í saln-
um við hliðina á, var Ylja. Hljóm-
sveitin var á sviði allt öðruvísi en
maður á að venjast, miklu dekkri,
án þess þó að vera beint drungaleg.
Kannski meira fullorðinsleg. Nýja
efnið frá þeim, sem kom opin-
Gólfið dúaði á Airwaves
La Femme Tónlistin og sviðsframkoman var stórskrýtin en frábær.
» La Femme er aðmínum dómi það
skemmtilegasta sem ég
sá þetta kvöldið.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Fyrirsögn mín þessa vikuna erstórkostleg tilraun til orða-leiks og vísa ég í sjálft Of-
viðri Shakespears enda ber viðfang
okkar sama eftirnafn og þetta síðari
tíma þrekvirki stórskáldsins. Kate
Tempest; rappari, tónlistarmaður,
leikritaskáld og eitt umtalaðasta
„ungskáld“ Breta í dag er reyndar
með fleiri tengingar við William
gamla. Fyrir utan að vera tungulip-
ur með eindæmum, hæfileiki sem
hún notar til að fjalla á ljóðrænan,
stingandi og eftirminnilegan hátt
um hið mannlega ástand (líkt og
Shakespeare átti gott með) þá var
hún ráðin af Konunglega Shake-
speare félaginu til að flytja verk
fyrir stafræna útrás þess og skilaði
hún inn stuðandi verki þar sem hún
jafnhattaði Kaupmanninn í Fen-
eyjum. Áttu menningarrýnar hér á
Bretlandseyjum ekki til orð yfir
snilldina – frekar en annað sem hún
hefur verið að dæla út.
London
Já, Tempest er sjóðandi heit,
eða á ég kannski frekar að segja að
það gusti um hana? Fleiri við-
urkenningum hefur þá verið hlaðið
á hana (t.a.m. hinum virtu Ted Hug-
hes-verðlaunum sem hún fékk fyrir
nýsköpun í ljóðlist) og hún var ein
þeirra sem var tilnefnd til Mercury-
verðlaunanna sem afhent voru í síð-
ustu viku (og var það Edinborg-
artríóið Young Fathers sem hreppti
hnossið í þetta sinnið). Margir veðj-
uðu á Tempest hins vegar en plata
hennar, Everybody Down, hefur
verið ein af þeim umtalaðri á árinu.
Plötuna vann hún með Dan Carey
(sem hefur m.a. unnið náið með Em-
ilíönu Torrini) og þar fylgir hún
þremur vinum í gegnum ömurðina
og átökin sem stórborgin bíður
gjarnan upp á. Tempest ólst upp í
suðausturhluta London, ein af fimm
systkinum, og listferilinn hóf hún
með þátttöku í rapprimmum og
opnum hljóðnema-kvöldum. Síðustu
„Orð“-viðrið
Kate Tempest er orðlistamaður frekar en hljómlistarmaður
Kynngi hennar á því sviði hefur vakið verðskuldaða athygli
Skáld Kate Tempest fer
mikinn um þessar mundir.