Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 49

Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Best er að gangast við veik-leika fyrir geimvísinda-myndum strax í upphafi,hvort sem það er 2001, geimkviða Stanleys Kubricks, eða bémyndin Græna slímið, sem enn birtist endrum og sinnum á erlend- um fornmyndarásum og var á sínum tíma sýnd í Gamla bíói. Interstellar er frekar á bekk með fyrri myndinni en þeirri síðari – mun frekar. Mun- urinn á Kubrick og Christopher Nol- an, leikstjóra Interstellar, er þó sá að á meðan sá fyrrnefndi leitaðist stöðugt við að sprengja kvikmynda- formið er Nolan fullkomlega sáttur við að vinna innan þess. Hann kann hins vegar að nýta það til hins ýtr- asta. Interstellar er margslungin mynd. Hún fjallar um tortíming- arhneigð mannsins og sjálfsbjarg- arviðleitni, tryggð og fyrirgefningu, tíma, rúm og afstæði, lífsgátuna, líf í geimnum, líf í öðrum víddum, sam- band mannsins við alheiminn og samband kynslóðanna, feðra og dætra. Aðeins brot af þessu væri þokka- legt veganesti í bíómynd og augljóst að Nolan, sem skrifar handritið með bróður sínum, Jonathan, ætlast ekki lítið fyrir, þótt ekki hafi hann alltaf erindi sem erfiði. Interstellar hefst úti í sveit. Sam- félagið er hrunið. Uppskerubrestur hefur orðið á hverri tegundinni á eft- ir annarri, en þó er enn hægt að rækta maís. Ekki er farið ofan í saumana á því hvað hefur gerst, en augljóst að fáir hafa lifað þær ham- farir af og maðurinn getur sjálfum sér um kennt. Aðalsögupersónan er fyrrverandi geimfari, sem er nú bóndi, og býr ásamt börnum sínum tveimur og afa þeirra á bóndabæ. Samfélagið er ekki löglaust, börnin ganga í skóla og skammt frá er frið- sæll bær, en metnaður mannsins er horfinn, markmið flestra þeirra, sem eftir eru, að halda í horfinu. Engin þörf er lengur á hámenntuðum vís- indamönnum, það vantar bændur. Geimfaranum í bústörfunum líkar ekki þessi uppgjöf og í myndinni er upphaf ljóðs Dylans Thomas ítrekað haft eftir: „Hægt skaltu ekki ganga í þá góðu nótt.“ Framtíðin er hins vegar dapurleg og óvíst hversu lengi verður líf- vænlegt fyrir manninn á jörðinni. Vísindi eru greinilega ekki í náð- inni – sennilega hafa þau átt þátt í fallinu – en á laun hefur bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, hafið áætlun um að tryggja viðgang mannkyns með því að nema nýjar plánetur. Faðirinn (Matthew Mc- Conaughey) kemst á snoðir um þetta og er vitaskuld gerður að flug- stjóra geimfars, sem á að senda í fjarlægt sólkerfi í leit að byggilegum hnetti í gegnum ormagöng, sem með dularfullum hætti hafa opnast stein- snar frá Satúrnusi. Eru geimverur komnar til bjargar manninum? Eiginlega er ekki hægt að fara nánar út í söguþráðinn án þess að skemma fyrir. Ferðalagið reynist hið ævintýralegasta og á jörðu niðri eru vísindamenn í kapphlaupi við tímann að reyna að leysa jöfnuna, sem á að gera björgun mannkyns mögulega. McConaughey dregur að venju seiminn líkt og hann sé í kúreka- mynd, en leikur sitt hlutverk af krafti og innlifun. Sömuleiðis sýnir Jessica Chastain í hlutverki dóttur hans hvers hún er megnug sem leik- kona og Anne Hathaway á góða spretti sem ferðafélagi McConaugh- eys í geimnum. Myndin er stjörnum prýdd og er sérstaklega gaman að sjá hvað gömlu brýnin Michael Caine og John Lithgow eru öflugir. Myndin var að hluta tekin á Ís- landi og er landslagið bæði framandi og kuldalegt. Mikið gengur á í Interstellar. Myndin nýtur sín einstaklega vel á stóru tjaldi með voldugu hátalara- kerfi. Ferðalagið um óravíddir al- heimsins er á köflum stórbrotið, sér- staklega reiðin í gegnum orma- göngin, þótt engin leið sé að óreyndu að segja hvort hún sé trúverðug. Nolan á hins vegar til að teygja lop- ann þannig að myndin dettur niður en nær sér þó alltaf aftur á strik. Lífsbarátta í óravíddum alheims Geimkviða Matthew McConaughey, Anne Hathaway og David Gyasi í hlutverkum sínum í Interstellar. Sambíóin/Smárabíó Interstellar bbbmn Leikstjóri: Christopher Nolan. Leikarar: Matthew McConaughey, Anne Hath- away, Jessica Chastain, Michael Caine, Matt Damon, John Lithgow, Mckenzie Foy og Ellen Burstyn. Bandaríkin, 169 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Sýning á ljósmyndaverkum eftir Hrafnkel Sigurðsson myndlist- armann verður opnuð í höfuð- stöðvum Arion banka, Borgartúni 19, á laugardag klukkan 13.30. Sýningin er opnuð með fyrirlestri Gunnars J. Árnasonar listheimspek- ings um verk Hrafnkels. Á sýning- unni gefur að líta ljósmyndaverk hans frá árinu 1996 til dagsins í dag, allt frá spegluðu landslagi og svíf- andi sorpi að tjöldum á jöklum og fljótandi bóluplasti í djúpu, tæru vatni. Þetta er í fyrsta sinn sem öll þessi verk eru sýnd saman. Hrafnkell (f. 1963) hefur unnið í ýmsa miðla en er ekki síst kunnur fyrir ljósmyndaverk sín, þar sem meginviðfangsefnið er samband manns og náttúru. Hann nam mynd- list við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Jan Van Eyck-akademíuna í Maastricht og Goldsmiths í London. Hrafnkell hefur sýnt verk sín víða um heim og verk hans eru í eigu virtra safna í Bandaríkjunum og Evrópu. Árið 2007 hlaut hann ís- lensku Sjónlistaverðlaunin. Undanfarin ár hefur Arion banki staðið fyrir listsýningum í höf- uðstöðvum sínum og m.a. sýnt verk Guðmundu Andrésdóttur, Helga Þórssonar, RAX og Kees Visser. Myndverk Hrafnkels sýnd í Arion banka Ljósmyndaverk „Speglað landslag 1“, verk eftir Hrafnkel frá 1996. Daníel Björnsson opnar í dag kl. 17 einkasýningu í Kling & Bang- galleríi og ber hún heitið Bismút. Daníel teiknar upp sýningarrýmið með lituðu ljósi og stillir þar upp nýjum skúlptúrum úr brunni sínum, segir í tilkynningu. Verkin snerti á umbreytingum, enda dragi sýn- ingin nafn sitt af frumefninu bismút sem sé þungur, brothættur, hvít- kristallaður málmur sem umbreyt- ist við hitun í tilkomumikinn kristal í öllum regnbogans litum. „Verk Daníels draga fram hið stöðuga ferli sem núningur tímans við efni, anda og aðstæður er,“ segir í til- kynningunni. Sýningin stendur til 14. desem- ber. Kling & Bang er opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18. Umbreytingar á sýningunni Bismút Litríkt Kynningarmynd fyrir Bismút. BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal -H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 L L L NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 5 - 8 - 10:30 JOHN WICK Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10 GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 3:55 - 8 - 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 2 - 4 KASSATRÖLLIN 3D Sýnd kl. 1:50 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 1:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.