Morgunblaðið - 08.11.2014, Síða 52
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Gáfu í skyn færni við munnmök
2. Át auga konunnar
3. Þoldi ekki fötlunina og drap barnið
4. Ókunnugur maður í baði
Hljómsveitin Muck skrifaði í byrjun
vikunnar undir samning við banda-
rísku plötuútgáfuna Prosthetic Re-
cords sem mun vera þungavigtar-
útgáfa í þungarokksgeiranum.
Prosthetic Records mun sjá um út-
gáfu á nýrri plötu hljómsveitarinnar
Your Joyous Future og verður hún
gefin út á heimsvísu í febrúar 2015.
Muck semur við
Prosthetic Records
Ásgrímur Sverr-
isson, umsjónar-
maður kvik-
myndavefjarins
Klapptrés, greinir
frá því á vefnum
að árið 2014
stefni í að verða
eitt það besta
hvað varðar að-
sókn að íslenskum kvikmyndum frá
því mælingar hófust árið 1996. Frá 1.
janúar til 2. nóvember hafi tæplega
124.000 manns séð þær átta ís-
lensku kvikmyndir sem sýndar hafi
verið í kvikmyndahúsum. Góðar líkur
séu á því að heildaraðsókn fari yfir
150.000 manns á árinu öllu. Aðsókn-
in var mest árið 2000 en þá sáu
170.590 manns þær sex íslensku
kvikmyndir sem sýndar voru í bíó.
124.000 miðar seldir
Töfraflautan eftir Mozart hefur
verið gefin út í nýrri útsetningu á
diski sem fylgir nýrri myndskreyttri
barnabók um verkið og verður út-
gáfunni fagnað í dag kl. 14 í Penn-
anum Eymundsson,
Laugavegi 77. Per-
sónur óperunnar,
þ. á m. Papagenó,
munu kynna sig og
taka lagið við pí-
anóleik Anton-
íu Hevesí.
Töfraflauta barnanna
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Áfram allhvasst eða hvasst. Él fyrir norðan, snjókoma austast, en
yfirleitt léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi þegar líður á daginn. Frost um mestallt land.
Á sunnudag Austan og norðaustan 5-13 m/s, en hvassast við A- og S-ströndina. Él aust-
antil á landinu, en á stöku stað með norður- og suðurströndinni, léttskýjað SV-lands.
Frost 0 til 10 stig, kaldast á norðanverðu landinu.
Á mánudag Austlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil él, en bjart suðvestantil á landinu.
Í umfangsmikilli úttekt Morgun-
blaðsins á Olísdeild karla í hand-
knattleik kemur fram hvaða leik-
menn og hvaða lið hafa skarað fram
úr í fyrsta þriðjungi deildakeppn-
innar. Úrvalslið fyrsta þriðjungs er
valið og farið yfir gang mála í deild-
inni til þessa. Þá má sjá lista yfir
markahæstu menn sem birtur er í
íþróttablaðinu í dag. »2-3
Hverjir hafa skarað fram
úr í handboltanum?
Aðalkeppnin er
ekki úr sögunni
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu, segist skynja mikl-
ar væntingar til
landsliðsins
eftir frábært
gengi þess í
undankeppn-
inni en hann
segir að leik-
urinn við Tékka
verði gríðarlega
erfiður. „Leikstíl
þeirra svipar til
okkar og ég
reikna með að
þetta verði stál
í stál. Eitt stig
yrði betra en
ekkert en við
förum í þenn-
an leik til að
reyna að
vinna og ef það
tekst þá mynd-
um við koma okk-
ur í algjöra drauma-
stöðu.“ »4
Skynjar miklar vænt-
ingar til landsliðsins
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Þetta er einstaklega skemmti-
legur og góður félagsskapur og
gefandi að fá að taka þátt í þessu
sjálfboðastarfi,“ segir Sigrún S.
Hafstein, varaformaður Hringsins.
Á morgun, sunnudag 9. nóvember,
verða Hringskonur með sinn ár-
lega jólabasar á Grand hóteli við
Sigtún kl. 13. Jólabasar Hringsins
markar fyrir marga upphaf jóla-
undirbúningsins.
Þar verða til sölu handunnir
munir eftir Hringskonur, allt frá
vettlingum og hosum til veglegra
útsaumaðra jólatrésteppa og allt
þar á milli. Einnig verður marg-
rómuð kökusala þar sem Hrings-
konur leggja fram dýrindistertur,
smákökur og ýmiss konar annan
bakstur. Allt auðvitað heimabakað.
Jólakortin verða til sölu á sama
verði og í fyrra.
Allur ágóði rennur óskertur í
Barnaspítalasjóð Hringsins. Um
350 konur eru í félaginu. Unnið er
að undirbúningi jólabasarsins allt
árið. Þó er tekið frí rétt yfir sum-
arið, segir Sigrún glettin.
Öll tæki keypt fyrir gjafafé
„Það er óneitanlega sérstakt að
nánast allur tækjabúnaður Barna-
spítala Hringsins er keyptur fyrir
gjafafé. Tækjabúnaðurinn þar er
mjög góður miðað við aðrar
deildir spítalans. Hringurinn
nýtur trausts margra, ég
held að ástæðan sé sú að
það er engin yfirbygging
í starfsemi okkar. Allt
sem við söfnum rennur
beint í þetta góða mál-
efni,“ segir Sigrún og
bendir á að traustið sjá-
ist glögglega í stuðningi
við félagið í verki.
Stjórn Hringsins er í
mjög góðu sambandi við
starfsfólk Barnaspítalans. „Í nei-
kvæðri umræðu um stöðu Land-
spítalans er gott til þess að vita að
það gengur vel að manna
Barnaspítalann. Ungir læknar vilja
koma heim og starfa þar. Það er
vegna þess að aðstaðan er eins og
best verður á kosið.“
Ljóst er að ef öflugs stuðnings
Hringsins nyti ekki við væri
Barnaspítalinn ekki búinn jafn-
góðum tækjum og raun ber vitni. Í
ár fagnaði Hringurinn 110 ára af-
mæli sínu með því að gefa
Barnaspítalanum milljón fyrir
hvert ár, samtals 110 milljónir
króna. Auk Barnaspítalans styður
Hringurinn BUGL, Sjónarhól og
ýmis önnur málefni sem stuðla að
velferð barna á Íslandi.
Markar upphaf jólahalds
Árlegur jólabas-
ar Hringskvenna
á sunnudag
Undirbúningur Hringskvenna Jólabasarinn sem hefst á morgun hefur verið ár í undirbúningi. Hjá mörgum markar
basarinn upphaf jólanna en Hringskonur hafa lagt sig allar fram við hvern grip sem boðinn er til sölu.
Hringurinn er kvenfélag,
stofnað árið 1904. Félagið
hefur að markmiði að vinna
að líknar- og mannúðar-
málum, sérstaklega í þágu
barna. Á upphafsárum
Hringsins víluðu Hrings-
konur ekki fyrir sér að
sýna leikrit í fjáröflunar-
skyni.
Aðalverkefni félagsins um
áratugaskeið hefur verið
uppbygging Barnaspítala Hrings-
ins, þar með talin uppbygging
Barna- og unglingageðdeildar
Landspítala, BUGL. Mörg önnur
verkefni sem tengjast veikum
börnum hafa verið studd og
styrkt.
Barnaspítalasjóður Hringsins
var stofnaður árið 1942. Í hann
fer allt aflafé Hringsins. Hring-
urinn rekur veitingastofu á
Barnaspítala Hringsins.
Léku í leikriti í fjáröflunarskyni
HRINGURINN KVENFÉLAG STOFNAÐ ÁRIÐ 1904
Íslenska landsliðið í bad-
minton tapaði fyrsta leik
sínum í undanriðli EM gegn
Króatíu í gærkvöld, 4:1, en
riðillinn er leikinn í heild
sinni hér á landi um helgina.
Um er að ræða fyrstu lands-
liðsverkefnin á heimavelli í
langan tíma og þótt erfitt
verði að komast
áfram verður
reynslan þeim
mun meiri. »1