Morgunblaðið - 19.11.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 19.11.2014, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  271. tölublað  102. árgangur  GEISLAR AF KRAFTI, GLEÐI OG LÍFSORKU FANTASÍA OG FJÖLBREYTNI LJÓÐIN HALDA Á EINHVERN HÁTT Í MÉR LÍFINU NÝ KAMMERÓPERA 30 DREYMIR STUNDUM NÝ ORÐ 10TODMOBILE 32 Kennarasamband Íslands stóð fyrir samstöðu- fundi með tónlistarkennurum í Norðurljósa-sal Hörpunnar í gær. Var þétt setinn bekkurinn og samþykkt ályktun þar sem þess var krafist að samið yrði við tónlistarkennara þegar í stað, svo þeir gætu snúið til sinna mikilvægu starfa. Undirstrikuðu samstöðu sína með tónlistarkennurum Morgunblaðið/Kristinn Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að hefja uppbyggingu Vogabyggðar, nýs hverfis við Elliða- árvog í Reykjavík, á næsta ári. Fullbyggt verður hverfið með ríf- lega 1.100 íbúðum og er kostnaður við uppbyggingu þess, að meðtöldum innviðum, gatnagerð og skólum, áætlaður yfir 100 milljarðar króna. Stefnt er að því að fyrstu íbúðirn- ar komi í sölu árið 2016. Meðalstærð íbúða verður 110 fermetrar. Gera má ráð fyrir tvö til þrjú þús- und íbúum í hverfinu. Þar verður grunnskóli og ýmiss konar þjónusta. Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, á byggingarlóðir á þessu svæði. Hannes F. Sigurðsson, verkefna- stjóri hjá Hömlum, segir að ekki verði opnað fyrir tilboð frá fjárfest- um í lóðir fyrr en skipulagsvinnu og öðrum undirbúningi er lokið. „Við höfum áform um að hefja sölu á lóðum á næsta ári og gerum ráð fyrir að þær verði fljótt byggingar- hæfar,“ segir Hannes. Samkvæmt heimildum blaðsins er raunhæft að bankinn fái milljarða króna fyrir lóðir á svæðinu. 100 milljarðar í nýtt hverfi  Nýtt hverfi rís við Elliðaárvog  Dótturfélag Landsbankans undirbýr lóðasölu  Salan gæti skilað bankanum milljarðatekjum  Fyrstu íbúðirnar í sölu 2016 Teikning/Tröð/Jaakko van ’t Spijker/Felixx Gjörbreytt Hverfið fær nýjan svip. MBorgarhluti hannaður »6 Tryggir öruggan bakstur ROYAL Helgi Bjarnason Stefán Gunnar Sveinsson Drög að frumvarpi um nýtt fiskveiðistjórnar- kerfi og álagningu veiðigjalda grundvallast á niðurstöðu sáttanefndarinnar svonefndu sem skilaði áliti fyrir fjórum árum. Sigurður Ingi Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra kynnti drögin á fundi með þingmönnum beggja stjórnarflokk- anna í gær. Krafist var trúnaðar þingmanna. Nefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur lengi unnið að undirbúningi frumvarpsins. Leið sátta- nefndarinnar byggist á kvótakerfinu, þó þannig að horfið verði frá úthlutun aflaheimilda með núverandi fyrirkomulagi og þess í stað verði teknir upp nýtingarsamningar við útgerðarfyr- irtæki til tiltekins árafjölda. Ekki var sátt í sáttanefndinni um árafjöldann en núverandi sjávarútvegsráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ 2013 að til að skapa nauðsynlega festu væri eðli- legt að útgerðir fengju rétt í til dæmis 20-25 ár, með skýrum framlengingarákvæðum. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis, staðfestir að sáttaleiðin sé grundvöllurinn en getur ekki greint frá ein- stökum efnisatriðum. „Það verður að búa til rekstrarumhverfi þannig að bankar og lána- stofnanir séu tilbúnar til að lána fyrirtækjum í greininni til uppbyggingar.“ Línan þegar lögð um pottana Jón segir að vinnan sé ekki komin það langt að farið sé að ræða upphæð veiðigjalda. Hann lýsir því sem sinni skoðun að veiðigjöldin megi ekki vera íþyngjandi fyrir greinina. „Það verður að leiða fram krafta greinarinnar til að standa að öflugri endurnýjun og fjárfestingum til að fyrirtækin geti staðist alþjóðlega samkeppni með afurðirnar,“ segir Jón. Varðandi pottana, það er að segja þær afla- heimildir sem teknar eru af óskiptu til að standa undir aðstoð við veikar byggðir og stuðla að ný- liðun með strandveiðum, telur Jón að línan hafi verið lögð með því fyrirkomulagi sem nú gildir. Með 5,3% hlut í pottana hafi stjórnvöld úr 26-27 þúsund þorskígildistonnum að spila í þessum til- gangi. Ekki náðist í sjávarútvegsráðherra í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Byggt verði á samningaleið  Sjávarútvegsráðherra kynnti stjórnarþingmönnum drög að nýju frumvarpi um stjórnun fiskveiða og álagningu veiðigjalda  Formaður atvinnuveganefndar segir veiðigjöld ekki mega vera íþyngjandi Liðin eru 40 ár í dag frá hvarfi Geirfinns Ein- arssonar, sem síðar varð eitt umfangsmesta sakamál Íslands- sögunnar. Einn þeirra sem komu að rannsókninni í upphafi var Haukur Guð- mundsson, fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður í Keflavík. Haukur segist lengi hafa verið sannfærður um að saklaust fólk hafi verið dæmt á grundvelli ófull- nægjandi gagna og segist ekki hafa gefið upp alla von um að sannleik- urinn komi á endanum í ljós. „Ég er með málið á heilanum. Ég hef mikinn áhuga á því að sjá lyktir í þessu máli og hef alltaf haft.“ »14 Með málið á heilanum í 40 ár Haukur Guðmundsson  40 ár frá hvarfi Geirfinns Einarssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.