Morgunblaðið - 19.11.2014, Page 2

Morgunblaðið - 19.11.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af hádeginu Gríptu með þér eitthvað gott Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég sé ekki að það sé hægt að búa til þjóðarsátt um að einn fái meira en annar. Það væri hægt að gera það fyr- ir fátækt fólk, ég held að það sé skiln- ingur á því að samfélagið eigi að hjálpa þeim sem minna mega sín. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei litið á lækna í þeim hópi,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Al- þingi sl. mánudag kom kjaradeila lækna til tals. Þar sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra, í svari við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, for- manns Samfylkingarinnar, að ekki væri hægt að líta á læknadeiluna óháð stöðunni almennt á vinnumarkaði. „Við hljótum að spyrja hvort hægt sé að mynda ein- hvers konar al- menna sátt, og þá má spyrja stjórn- arandstöðuna en ekki hvað síst að- ila vinnumarkað- arins hvort menn líti þannig á mál að staðan réttlæti breytingar og bætur á kjörum lækna umfram það sem hægt væri að semja um í fyrsta áfanga annars staðar,“ sagði Sigmundur Davíð m.a. Gylfi segir það almennt ekki vera hægt að biðja um þjóðarsátt fyrir ein- hvern tiltekinn hóp, það hefði að minnsta kosti ekki tekist með kenn- ara. „Læknar gátu ekki unað því að hjúkrunarfræðingar fengju meiri hækkun en þeir og heldur ekki að kennarar fengju meiri hækkun en þeir. Ég held að það sé óumdeilt að læknar séu á mun betri launum en kennarar,“ segir hann. Gylfi segir lækna ekki hafa viljað upplýsa þjóðina um hverjar þeirra launakröfur séu nákvæmlega. Fjár- málaráðherra hafi fullyrt að krafa sé um allt að 50% launahækkun. „Það hefur síðan komið fram í um- ræðunni að kjör lækna eru samsett með ýmsum hætti, meðal annars í því að á heilsugæslu eða sjúkrahúsi fá menn verktakagreiðslur samhliða dagvinnulaunum. Þetta er mjög flókið launakerfi. Ég fæ ekki séð hvernig við getum haft afskipti af þessari deilu, ég tel mig ekki hafa neitt umboð til slíks,“ segir Gylfi. Ekki þjóðarsátt um tiltekinn hóp  Forseti ASÍ hafnar þjóðarsátt um að læknar fái meiri hækkun en aðrir  Segir lækna ekki í hópi þeirra sem minna mega sín  Læknadeilan ekki óháð stöðunni á vinnumarkaði, segir forsætisráðherra Gylfi Arnbjörnsson „Það er verið að potast í að ræða einhver sérmál. Við áttum fund með ríkisstjórninni í síðustu viku þar sem við gerðum henni grein fyrir hvaða neikvæðu áhrif hún hefði með framsetningu fjárlaga,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um stöðu undirbúnings fyrir gerð næstu kjarasamninga. Gylfi segist ekki reikna með að farið verði á lokastig kröfumótunar fyrr en í janúar. Sú vinna muni byggjast á niðurstöðu fjárlaga á Al- þingi. Með fjárlögunum sé verið að hafa áhrif á kjör fólks og það sé einnig viðfangsefni kjarasamninga að hafa áhrif á kjörin og vanalega bæta þau. „Ég á ekki von á öðru en að þar verði eitthvert samhengi á milli. Hvort það beinist að stjórn- völdum eða atvinnurekendum er bara útfærsluatriði,“ segir Gylfi. Samkvæmt viðræðuáætlun fyrir næstu kjarasamningagerð á að ræða launaliðinn í janúar en samn- ingarnir renna út í lok febrúar nk. Veltur allt á fjárlagagerðinni UNDIRBÚNINGUR FYRIR GERÐ KJARASAMNINGA Lítið þokaðist áfram í kjara- viðræðum lækna og samninga- nefndar ríkisins í gær og verður næst gengið til fundar á föstudag- inn. Um 400 rannsóknir á Landspít- alanum féllu niður í gær og í fyrra- dag vegna verkfalls lækna. Skurðlæknar hófu í gær verkfall sem mun að óbreyttu ljúka kl. 16 á fimmtudaginn. Boðað hefur verið til fundar í dag hjá Ríkissáttasemjara á milli skurð- lækna og ríkisins, en síðustu fundir þeirra hafa verið stuttir og ekki skilað árangri. Helgi Kjartan Sigurðsson, for- maður Skurðlæknafélags Íslands, segir að til þessa hafi ekkert verið í boði af hálfu ríkisins. „Við verðum að vona að það komi tilboð frá rík- inu á morgun,“ sagði Helgi Kjartan í samtali í gær. Verði ekki samið hefst önnur verkfallslota, sem stendur yfir dagana 9.-11. desem- ber. sgs@mbl.is Skurðlæknar funda hjá sáttasemjara Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meiri tekjur en reiknað var með og ráðstöfun þeirra til að flýta greiðslum vegna niðurfærslu á höfuðstól verð- tryggðra lána heimila einkenna tillög- ur fulltrúa stjórnarflokkanna í fjár- laganefnd við aðra umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2014. Heildartekjur frumvarpsins aukast um rúma 16 milljarða, samkvæmt áætlun stjórnarflokkanna við aðra umræðu, og verða alls 685 milljarðar. Heildargjöld hækka um tæpa 17 milljarða og verða 642 milljarðar kr. Heildarjöfnuður á rekstrargrunni verður jákvæður um 43 milljarða kr., eins og staðan er nú. Endurmat á tekjum ríkisins leiðir til þess að sérstakur fjársýsluskattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki mun skila 13 milljörðum kr. umfram það sem búist var við og tekjuskattur fyrirtækja mun skila 5 milljörðum til viðbótar. Kostnaður við eldsumbrotin Lagðar eru til mun færri breyting- ar á gjaldahlið við 2. umræðu en oftast áður. Langveigamesta tillagan er 16 milljarða króna flýting á greiðslum vegna niðurfærslu verðtryggðra hús- næðislána, leiðréttingarinnar svo- nefndu. Gert er ráð fyrir að alls verði 36 milljörðum króna varið til afborg- unar leiðréttingalána í ár auk þess sem afborganir á árunum 2015 og 2016 verði greiddar í byrjun árs en ekki í árslok eins og áður var áformað. Af öðrum breytingatillögum á gjaldahlið munar mest um 442 millj- óna króna hækkun framlaga í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga vegna endur- mats á tekjuáætlun ársins. Þá er lögð til 329 milljóna króna millifærsla af lið fyrir ófyrirséð útgjöld yfir á einstakar ríkisstofnanir vegna viðbótarkostnað- ar þeirra við eldsumbrotin norðan Vatnajökuls. Um er að ræða kostnað sem féll til í ágúst og september og er boðað að endanlegur kostnaður verði meiri. Í nefndaráliti sem fulltrúar ríkis- stjórnarflokkanna skila í nafni 1. minnihluta nefndarinnar vegna þess að þrír félagar þeirra voru fjarver- andi er rifjað upp hlutverk fjárauka- laga sem ætlað er að taka til ófyr- irséðra útgjalda. Talsvert sé um tillögur sem ekki falli að því. Nefna fulltrúarnir 130 milljóna króna fram- lag til rannsóknanefnda Alþingis sem dæmi um það. Er það vegna þess að dráttur á skilum skýrslna um spari- sjóðina og Íbúðalánasjóð hafi kallað á síaukin útgjöld. Heildarkostnaður við þessar nefndir er nú kominn upp í 930 milljónir. Útgjöldin sem nú er leitað heimilda fyrir hafa þegar verið greidd úr ríkissjóði að stærstum hluta. Vinnubrögðin eru átalin í nefndar- álitinu en þó lagt til að tillagan verði samþykkt. Breyting á leið- réttingu litar fjáraukalög  Stjórnarflokkarnir með færri tillögur um aukin útgjöld en oftast áður Morgunblaðið/Kristinn Leiðrétt Oddvitar ríkisstjórn- arinnar kynna leiðréttinguna. Tillögur » Atvinnuleysistrygginga- sjóður fær 20 milljónir til að ekki þurfi að draga eins mikið úr verkefnum og ella hefði þurft að gera. » Landbúnaðarháskóli Íslands fær 15 milljónir vegna einskipt- iskostnaðar við hagræðingu og rektorsskipti. » Háskólinn á Hólum fær 5 milljónir vegna kostnaðar í kjölfar kals í túnum Hólastaðar. Einungis er ein og hálf vika í fyrsta sunnudag í að- ventu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og gæti ein- hverjum því þótt rétti tíminn kominn til að setja upp jólaljósin og leyfa birtunni að sigrast á skammdeginu. Tómas Þórsson skreytti þessi fallegu grenitré við Hótel Natura og færði jólaljómann yfir þau. Byrjað að huga að jólaundirbúningi Morgunblaðið/Golli Jólaljósin farin að tindra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.