Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Cameron, forsætisráðherra Bret-lands, segist óttast að ný
kreppa kunni að skella á fyrr en
varir. Hann vísar til hægagangs í
nýmarkaðsríkjum og að horfur séu
enn dapurlegar á evrusvæðinu.
En sama daginnbirtist þessi
frétt í alþjóðlegri
pressu:
Eftir neikvæðanhagvöxt sjö ár í röð í Grikk-
landi urðu loks umskipti á þriðja
fjórðungi þessa árs.
Þýðir það að samkvæmt skil-greiningu er ekki lengur
kreppa í landinu, en kreppa er skil-
greind sem neikvæður hagvöxtur
tvo ársfjórðunga í röð.“
Almennt atvinnuleysi í Grikk-landi er nú 27% og atvinnu-
leysi fólks á þrítugsaldri er yfir
50%.
Sú saga er kunn, þegar einniðnasti bardrykkjumaður borg-
arinnar átti leið um Austurstræti á
leið sinni af einum bar á annan og
mætti aðkomumanni úr fjarlægu
héraði. Sá stöðvaði heimamanninn
og spurði hvort hann mætti ekki slá
hann fyrir einum sjússi eða svo.
Ég verð að segja að þér eruðgamansamir,“ var svarið sem
sláttumaður fékk.
Í 27 prósenta atvinnuleysi, land-flótta og óöld segja hagfræð-
ingar Grikkjum að samkvæmt skil-
greiningu, sem þeir hafi búið til, sé
kreppunni lokið þar í landi.
Gaman væri að fá upplýst hvern-ig „okkur þykja herrarnir vera
gamansamir“ hljómar á grísku.
Akrapolis
Lítið var og lokið er
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.11., kl. 18.00
Reykjavík 8 súld
Bolungarvík 9 alskýjað
Akureyri 5 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 2 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 7 skýjað
Brussel 8 þoka
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 12 skúrir
París 8 skýjað
Amsterdam 7 alskýjað
Hamborg 7 alskýjað
Berlín 6 alskýjað
Vín 7 skúrir
Moskva -3 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg -12 alskýjað
Montreal -3 léttskýjað
New York -1 heiðskírt
Chicago -8 skýjað
Orlando 9 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:10 16:17
ÍSAFJÖRÐUR 10:37 16:01
SIGLUFJÖRÐUR 10:20 15:43
DJÚPIVOGUR 9:45 15:42
Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700
Veldu viðhaldsfrítt
PVC gluggar og hurðir -
íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar
Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir
PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung-
um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér
á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið
frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á
slíkri nýjung.
Barnalæsing - Mikil einangrun
CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum
Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun
Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks
lögðu í gær fram
ályktunartillögu
um að borgin
myndi skora á Al-
þingi að sam-
þykkja áfengis-
frumvarpið.
Hildur Sverris-
dóttir varaborg-
arfulltrúi talaði
fyrir tillögunni og vísaði í aðalskipu-
lag Reykjavíkurborgar þar sem
stefnt er að því að gera hverfin sjálf-
bærari með því að færa daglega
verslun og þjónustu í sem mesta ná-
lægð við íbúana.
Hildur segir að meirihlutinn hafi
hampað aðalskipulaginu mjög, sem
og þeirri verslunarstefnu sem þar
komi fram. „Þá liggur beint við að
það sé veigamikill þáttur í að það
gangi upp að áfengisverslunin fylgi
með, en sitji ekki í útjöðrum hverf-
anna eins og stórmarkaðirnir nú,“
segir Hildur. Að tillögu Dags B.
Eggertssonar borgarstjóra var mál-
inu vísað til borgarráðs. Hildur von-
ast til þess að það verði afgreitt það-
an fljótt. sgs@mbl.is
Áfengismálið
borið upp í
borgarstjórn
Málinu vísað
til borgarráðs
Hildur
Sverrisdóttir
Rúmlega 17% nemenda í fram-
haldsskólum landsins eru 25 ára og
eldri, eða alls 4.348 nemendur.
Kemur það fram í svari mennta-
málaráðherra við fyrirspurn frá
Oddnýju G. Harðardóttur um
fjölda nemenda í framhaldsskólum.
Liðlega 25 þúsund nemendur
hófu nám í framhaldsskólum á
haustönn. Flestir voru í Tækni-
skólanum, 2.510 og Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla, 2.247. Fæstir
eru skráðir í Framhaldsskólann á
Húsavík, 98 nemendur. Mennta-
málaráðherra hefur boðað breyt-
ingar á reglum um skráningu eldri
nemenda í bóknám. Kemur fram í
svari hans að 1.165 nemendur 25
ára og eldri eru skráðir í bóknám
og 3.219 í starfs- og listnám. Nærri
helmingur nemenda Tækniskólans
er 25 ára og eldri, alls 1.213 nem-
endur. Einnig er tiltölulega hátt
hlutfall nemenda Verkmenntaskóla
Austurlands, Iðnskólans í Hafnar-
firði og Fjölbrautaskólans við Ár-
múla 25 ára og eldri.
Aftur á móti er enginn nemandi í
Menntaskólanum í Reykjavík,
Menntaskólanum á Akureyri,
Menntaskólanum við Sund og
Kvennaskólanum í Reykjavík yfir
25 ára aldri. helgi@mbl.is
4.348 nemendur yfir 25 ára í
framhaldsskólum landsinsErlend ferðakona sem varð viðskilavið ferðafélaga sína í göngu á
Heklu gat notað ljósin á vindmyll-
unum við Búrfell og ljós björg-
unarsveitarbíla til að gefa björg-
unarmönnum vísbendingar um
hvar hún væri stödd.
Björgunarsveitir frá Hellu og
Hvolsvelli leituðu í gærkvöldi að
konunni. Hún hafði snúið við í fjall-
göngunni en ekki skilað sér í bílinn.
Konan fannst í hrauninu vestan
við Heklu, ekki langt frá vegi. Var
hún í þokkalegu ástandi miðað við
aðstæður enda veður ágætt.
Gat staðsett sig
út frá vindmyllum