Morgunblaðið - 19.11.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 19.11.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Hafnarbúðina sama kvöld og Geir- finnur hvarf. Innan viku frá hvarfi Geirfinns hafði verið gerð leirmynd af andliti mannsins, svokallaður Leirfinnur, samkvæmt lýsingum starfsfólks Hafnarbúðarinnar og hún var birt í blöðum og sjónvarpi. Ekkert kom fram við rannsóknina sem skýrt gat hvarf Geirfinns, henni var hætt vorið 1975 og þætti Kefla- víkurlögreglunnar þar með lokið. Misskilningur vegna spíra Í lok árs 1975 voru þrjú ungmenni sett í gæsluvarðhald vegna hvarfs annars manns; Guðmundar Ein- arssonar. Þetta voru þau Sævar Marinó Ciesielski, Erla Bolladóttir og Kristján Viðar Viðarsson. Rann- sóknarlögreglan í Reykjavík fór að rannsaka tengsl þessara tveggja mannshvarfa og rannsókn á hvarfi Geirfinns hófst á ný. Um mitt ár 1976 var þýskur rannsóknarlög- reglumaður á eftirlaunum, Karl Schütz, fenginn til að leiða rann- sóknina, gæsluvarðhaldsfangarnir þrír bentu á Guðjón Skarphéðinsson sem vitorðsmann sinn og 2. febrúar 1977 hélt Schütz blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hvarf Geir- finns teldist upplýst. Í frétt Morgun- blaðsins frá fundinum sem birtist daginn eftir er haft eftir Schütz að fjórmenningarnir hefðu játað að hafa lent í átökum við Geirfinn vegna misskilnings sem orðið hafði vegna kaupa á spíra og orðið honum að bana. Líkið hefðu þau síðan flutt í Rauðhóla og kveikt í því. Leitað var á svæðinu, en lík Geirfinns hefur aldrei fundist. Áratugalöng reynsla af bið Eftir nokkra mánuði dró Kristján Viðar játningu sína til baka, Sævar fylgdi fljótlega í kjölfarið og Erla dró síðan játninguna til baka í jan- úar 1980, skömmu áður en dómar féllu í hæstarétti en þeir voru 3-17 ár. Guðjón dró síðan játningu sína til baka árið 1996. Sævar reyndi í tví- gang að fá málið endurupptekið fyrir Hæstarétti, án árangurs. Sérstakur starfshópur var skipaður 2011 til að meta hvort ástæða væri til að taka mál Erlu og Guðjóns upp og nú er beiðni þeirra um endurupptöku á borði setts ríkissaksóknara, Davíðs Þórs Björgvinssonar. Ekki náðist í Davíð Þór vegna málsins, en Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu og Guðjóns, segist engar fregnir hafa af stöðu mála. Hann segir þau Erlu og Guðjón því miður hafa áratugalanga reynslu af því að bíða eftir afgreiðslu mála sinna. „Þau taka þessu af æðruleysi.“ Enn í sviðsljósinu 40 árum síðar  Í dag eru fjórir áratugir liðnir frá hvarfi Geirfinns Einarssonar  Málið vatt upp á sig  Ekki til lykta leitt og nú er beðið eftir hvort málið verður tekið upp  Var tekið alvarlega strax frá byrjun Rannsókn Unnið var að frumrannsókn málsins í Keflavík frá nóvember 1974 fram á vor 1975. Rannsóknin færðist síðar til rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Frá vinstri: Valtýr Sigurðsson, John Hill og Haukur Guðmundsson. Geirfinnur Einarsson Hann fór til fundar við óþekktan mann. Gjarnan er talað um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, en tengsl þess- ara mála voru að Sævar og Krist- ján Viðar voru dæmdir fyrir að hafa banað báðum þessum mönn- um; Geirfinni og Guðmundi Ein- arssyni. Síðast sást til hins 18 ára Guð- mundar að kvöldi laugardagsins 26. janúar 1974 á dansleik í Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði. Tæpum tveimur árum síðar barst rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík vitn- eskja um að Sævar væri hugsan- lega viðriðinn hvarf Guðmundar. Við yfirheyrslur játuðu fjórmenn- ingarnir að hafa orðið Guðmundi að bana. Eftir að ákæra var gefin út 1977 var játningin dregin til baka. Tvö mannshvörf tengd saman GUÐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁLIÐ Einn þeirra sem komu að rannsókn- inni á frumstigi var Haukur Guð- mundsson, fyrrverandi rannsókn- arlögreglumaður í Keflavík, sem skrifaði bók um málið árið 2010. Bók- in heitir 19. nóvember og er þar vísað til þess dags sem Geirfinnur hvarf. Í bókinni segist Haukur lengi hafa ver- ið sannfærður um að saklaust fólk hafi verið dæmt á grundvelli ófull- nægjandi gagna og segist ekki hafa gefið upp alla von um að sannleik- urinn muni á endanum koma í ljós. Hann vann við rannsóknina frá því hún hófst í nóvember 1974 og fram í júní árið 1975. „Ég man vel eftir því þegar vinnuveitandi Geirfinns kom til okkar á lögreglustöðina og tilkynnti hvarf hans. Þá var búið að svipast um eftir honum úti um allan bæ. Ég kannaðist lítillega við Geirfinn, en þekkti hann ekki persónulega.“ Með málið á heilanum Haukur segist sannfærður um að ýmis atriði málsins eigi eftir að líta dagsins ljós. „Ég hef mínar hug- myndir um málið og er viss um að þarna voru tveir eða fleiri gernings- menn, ekki bara einn. Menn eiga ým- islegt til þegar þeir komast á efri ár og vilja gera ýmislegt klárt áður en þeir hitta Lykla-Pétur. Svo er það þannig að þjóð veit þegar þrír vita.“ Heldurðu að einhver eigi eftir að stíga fram og játa eða koma fram með mikilvægar upplýsingar sem áður hafa ekki komið fram? „Það er aldrei að vita, en þetta eru bara mínar vangaveltur,“ segir Haukur sem seg- ist hafa málið á heilanum, eins og hann kemst sjálfur að orði. Spurður um hvers vegna svo sé svarar hann: „Ég hef mikinn áhuga á því að sjá lyktir í þessu máli og hef alltaf haft.“ Hef áhuga á að sjá lyktir í þessu máli  Haukur vann við frumrannsóknina Fyrsta fréttin Morgunblaðið sagði frá hvarfi Geirfinns 22. nóv. 1974. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Manns saknað í Keflavík. Þannig var fyrirsögn lítillar fréttar í eindálki, neðst á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu föstudaginn 22. nóvember 1974. Þar var greint frá því að Geirfinns Ein- arssonar, 32 ára fjölskyldumanns úr Keflavík væri saknað, en hann hefði ekki sést síðan 19. nóvember. Í kjölfarið fylgdi umfangsmesta lögreglurannsókn sem gerð hefur verið hér á landi og í dag, réttum 40 árum frá hvarfi Geirfinns, er óhætt að segja að málið sé enn í sviðsljós- inu. T.d. hefur beiðni um endur- upptöku þess enn ekki verið af- greidd af ríkissaksóknara og fyrir Alþingi liggur frumvarp um heimild til endurupptöku vegna látinna dóm- þola í málinu. Leituðu Leirfinns Þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974 fór Geirfinnur frá heimili sínu í Keflavík til fundar við óþekktan mann í Hafnarbúðinni í Keflavík. Sá mætti ekki á stefnumótið, Geirfinn- ur kom aftur heim en fór skömmu síðar aftur út. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Bifreið Geirfinns fannst daginn eftir og þá var lögreglu gert viðvart. Valtýr Sigurðsson, síðar rík- issaksóknari, var þá fulltrúi sýslu- manns í Keflavík og var meðal þeirra fyrstu sem komu að málinu. „Við töldum fulla ástæðu strax í byrjun til að taka hvarf Geirfinns al- varlega og vildum gera meira en að láta sporhundinn Nonna ganga nokkra hringi um bæinn,“ segir Val- týr. Ástæðu þessa segir hann hafa verið fyrrnefnt stefnumót Geirfinns og ekki síður að hann hafi verið ráð- settur fjölskyldumaður sem ekkert misjafnt var vitað um. Að hans sögn störfuðu 2-3 lögreglumenn hjá emb- ættinu við rannsóknina og fljótlega var leitað liðsinnis hjá Reykjavík- urlögreglunni. Valtýr segir mikla áherslu hafa verið lagða á að hafa upp á manni, sem komið hafði inn í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.