Morgunblaðið - 19.11.2014, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Á sunnudaginn kemur kl. 14 verður
haldið uppboð á fjölda áhugaverðra
myndverka eftir starfandi myndlist-
armenn til stuðnings Nýlistasafninu.
Uppboðið fer fram í lestrarsal Safna-
hússins við Hverfisgötu en í dag,
fimmtudag, og föstudag verða verkin
til sýnis í Safnahúsinu milli kl. 17 og
19. Listamennirnir hafa allir gefið
verkin en nota á andvirði þeirra til að
tryggja safninu varanlegri aðstöðu
fyrir sýningahald.
Nýlistasafnið missti nýverið hús-
næði sitt við Skúlagötu og er flutt að
Völvufelli 13-21 í Breiðholti. Þar er
ríkulega búið um safneignina og heim-
ildarsöfnin sem það varðveitir, auk
þess sem þar er sýningarými fyrir
verk úr safneign.
„Markmiðinu er því náð til hálfs þar
sem safneignin er tryggð,“ segir Þor-
gerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar
Nýlistasafnsins. „En það er alltaf dýrt
og mikið ferli að flytja. Við höfum líka
komið í stand rýminu fyrir ofan okkur,
þar sem var bakarí, sem við nýtum
undir verkefni og sýningar núna, en
það er tímabundin leiga á því. Sjónum
er því aðallega beint að því að finna
framtíðarrými fyrir sýningar Nýló.“
Þorgerður segir ákveðið rými vera í
myndinni.
„Fjáröflunin hefur verið í undirbún-
ingi frá því að okkur varð ljóst að safn-
ið yrði að flytja enn eina ferðina,“ seg-
ir bætir hún við.
Matthew Barney gefur verk
„Rúmlega fimmtíu íslenskir og er-
lendir listamenn hafa gefið verk á
uppboðið til að tryggja varanlegri að-
stöðu fyrir safnið og sýningastarfsem-
ina. Listamennirnir eru ýmist fulltrú-
ar í Nýló eða tengjast safninu, hafa
setið í stjórn eða tekið þátt í sýn-
ingum. Fjáröflunin er einstakt tæki-
færi fyrir fólk að eignast verk eftir
efnilega unga listamenn sem og helstu
kanónur okkar í dag þannig að við
hvetjum alla sem hafa áhuga á mynd-
list til að mæta. Lágmarksboð í öll
verkin er viðráðanlegt þannig að
mögulegt er að eignast verk og fjár-
festa til framtíðar á afar góðu verði.“
Þorgerður segir frábæra listamenn
vera í hópnum og telur upp nokkra
þeirra: Rúrí, Ragnar Kjartansson,
Kees Visser, Sigurð Guðmundsson,
Gjörningaklúbbinn, Rúnu Þorkels-
dóttur, Níels Hafstein, Magnús Páls-
son, Hrein Friðfinnsson sem gerði
nýtt verk og á leið frá Bandaríkjunum
er verk sem Matthew Barney, ein
helsta stjarna alþjóðlega myndlistar-
heimsins, gefur.
„Þá er um helmingur verkanna eftir
unga og efnilega listamenn sem eru að
gera mjög áhugaverði hluti hér heima
og úti,“ bætir hún við.
Meðal annarra listamanna sem hafa
gefið myndverk má nefna Steingrím
Eyfjörð, Davíð Örn Halldórsson,
Önnu Hallin, Tuma Magnússon, Unn-
ar Örn Auðarson, Margréti H. Blön-
dal, Lilju Birgisdóttur, Rakel Mc-
Mahon, Ragnar Þórisson, Hrafnkel
Sigurðsson, Ívar Valgarðsson og Guð-
rúnu Einarsdóttur. efi@mbl.is
Myndlistaruppboð til
styrktar Nýlistasafninu
Franz Graf Upphafsboð 330.000 kr.
Verð 650.000 kr.
Ragnar Kjartansson Upphafsboð
240.000 kr. Verð 480.000 kr.
Hreinn Friðfinnsson Upphafsboð
425.000 kr. Verð 850.000 kr.
Anna Hallin Upphafsboð 130.000
kr. Verð 250.000 kr.
Sigurður Guðmundsson Upp-
hafsboð 280.000 kr. Verð 560.000 kr.
www.nylo.is/uppbod/
Rithöfundurinn Steinunn Sigurð-
ardóttir hlaut á laugardaginn var
verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og
af því tilefni býður Eymundsson
gestum og gangandi að hitta Stein-
unni, hlýða á dagskrá og þiggja veit-
ingar í verslun sinni á Laugavegi 77 í
dag kl. 17. Haukur Ingvarsson mun
stýra stuttri dagskrá og Steinunn
mun árita bækur.
Nýútkomin skáldsaga Steinunnar
ber titilinn Gæðakonur og var hann
fenginn frá Jónasi, að því er segir í
tilkynningu. Í bókinni segir af Maríu
Hólm Magnadóttur, alþjóðlega virt-
um eldfjallafræðingi sem orðið hefur
fyrir margvíslegum missi og áföll-
um. Í flugi til Parísar veitir fögur
kona, Gemma, henni sérstaka at-
hygli og hittast þær aftur á kaffihúsi
í París degi síðar. Gemma tælir til
framandi ferðalags sem leiðir af sér
stríðan og ófyrirsjáanlegan straum
ástar og atburða sem stofnar sam-
bandi hennar við eldfjöllin í verulega
hættu, eins og því er lýst í tilkynn-
ingu.
Stefnumót við Stein-
unni Sigurðardóttur
Ljósmynd/David Ignaszewski
Í Eymundsson Steinunn mun árita
bækur í verslun Eymundsson í dag. Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
Sjálfvirk rennibraut inn á heimili
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 10/1 kl. 13:00
Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 11/1 kl. 13:00
Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 3/1 kl. 13:00
Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 4/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Mið 19/11 kl. 20:00 aukas. Sun 23/11 kl. 20:30 aukas. Sun 7/12 kl. 20:00
Fim 20/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00
Fös 21/11 kl. 20:00 24.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Lau 6/12 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fim 20/11 kl. 20:00 16.k. Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k.
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Hamlet litli (Litla sviðið)
Mið 19/11 kl. 10:00 Fös 21/11 kl. 10:00 Sun 23/11 kl. 17:00 3.k.
-Táknmálstúlkuð
Fim 20/11 kl. 10:00 Lau 22/11 kl. 16:30 AUKAS.
Táknmálstúlkuð sýning 23. nóv kl. 17
Beint í æð (Stóra sviðið)
Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 21/11 kl. 20:00 13.k. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k.
Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Fös 12/12 kl. 20:00
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Jesús litli (None)
Fim 27/11 kl. 20:00 1.k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 28/12 kl. 20:00
Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Mán 29/12 kl. 20:00
Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k.
Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k.
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 20/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Sun 21/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Gaukar –★★★★ , A.V. - DV
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Útlenski drengurinn (Aðalsalur)
Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00
Lau 22/11 kl. 14:00 Fim 4/12 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 23/11 kl. 13:00 Sun 23/11 kl. 15:00 Sun 7/12 kl. 13:00
Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur)
Lau 22/11 kl. 20:00
Coming Up (Aðalsalur)
Sun 23/11 kl. 20:00
Aðventa (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00
Ævintýrið um Augastein (None)
Sun 30/11 kl. 14:00 Sun 7/12 kl. 17:00
Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00