Morgunblaðið - 21.11.2014, Side 16

Morgunblaðið - 21.11.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Orka náttúrunnar hefur nú opnað hraðhleðslustöð við Fríkirkjuveg í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stöðin er sú fyrsta í miðborginni en sú níunda sem Orka náttúrunnar setur upp á árinu. Orka náttúrunn- ar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Nýting stöðvanna hér á landi er tvöfalt meiri en í Noregi, segir í til- kynningu. Það var Pétur Viðar Elínarson, rekstrarfulltrúi hjá sorphirðu Reykjavíkurborgar, sem fékk fyrstu hleðsluna úr stöðinni. Hann notar rafmagnsbíl við störf sín en næstum níu af hverjum tíu bílum sem Reykjavíkurborg rekur eru knúnir umhverfisvænni orku, met- angasi eða rafmagni. Pétur Viðar og aðrir sem nota rafmagnsbíl til að komast á milli staða geta hlaðið bíla sína að 80% á 20-30 mínútum á hraðhleðslustöð. Hraðhleðslustöð við Fríkirkjuveginn Sunnudaginn 23. nóvember efna Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna til málþings um málefni flóttamanna og umsækj- enda og alþjóðlega vernd á Íslandi. Heiti málþingsins er „Farðu burt“ og verður það haldið í stóra sal Iðnó við Vonarstræti og stendur frá kl. 10 og 17. Flutt verða 12 erindi og er gestum frjálst að sækja ein- ungis hluta málþings ef svo ber undir. Engin skráning er nauðsyn- leg og enginn aðgangseyrir er að ráðstefnunni. Kaffihúsið í Iðnó verður opið frá klukkan 10 til 18. Málefni flóttamanna til umræðu í Iðnó Eitt elsta barna- og unglingaskák- mót landsins, TORG-skákmót Fjölnis, verður haldið í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verður í hátíðarsal Rimaskóla og hefst mótið kl. 11:00. Þátttakendur mæti tímanlega til skráningar. Öllum skákkrökkum á grunn- skólaaldri er heimilt að vera með í mótinu og er þátttaka ókeypis. Það eru fyrirtækin á TORGINU, versl- unarmiðstöðinni Hverafold, sem gefa vinningana. Tefldar verða sex umferðir og umhugsunartími er sex mínútur á skák. Foreldrum er velkomið að fylgj- ast með og þiggja kaffisopa. Unglingaskákmót Fjölnis í Rimaskóla STUTT Hljómsveitin Todmobile heldur stórtónleika í kvöld, föstudaginn 21. nóvember, í Bíóhöllinni á Akra- nesi. Vinir Hallarinnar, starfsfólk Bíó- hallarinnar og velunnarar hafa ákveðið að styðja við söfnun Vest- urlandsvaktarinnar vegna kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir sjúkrahúsið á Akranesi. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu gaf gamla tækið upp öndina á dögunum og var dæmt ónýtt. Allur ágóði af tónleikunum í kvöld mun renna til söfnunarinnar. „Nú vantar aðeins herslumuninn upp á að hægt sé að ganga frá kaupum á búnaðnum,“ segir í til- kynningu frá Bíóhöllinni. Miðasala er hafin í Eymundsson Akranesi og á midi.is. Ágóðinn rennur til kaupa á nýju tæki Todmobile á tónleikum. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hornafjarðarbær hefur hafnað að veita Jökulsárlóni ferðaþjónustu ehf. stöðuleyfi fyrir yfirbyggða miðasölu- kerru og yfirbyggða kerru fyrir flot- galla við Jökulsárlón. Er það gert á þeim grundvelli að ekki liggi fyrir samþykki allra sameigenda jarðar- innar Fells. Aftur á móti lítur bærinn svo á að í leigusamningi Sameigenda- félagsins Fells og eiganda Jökulsár- lóns ferðaþjónustu felist samþykki landeigenda fyrir starfsmannahúsi og vörugeymslu og samþykkti bær- inn stöðuleyfi fyrir þau. Umrædd mannvirki og lausafjár- munir hafa verið á athafnasvæði Jök- ulsárlóns ferðaþjónustu án þess að bærinn gerði athugasemdir, þar til nú, þrátt fyrir að einn eigenda jarð- arinnar Fells hafi í þrjú ár spurst fyr- ir um leyfi fyrir ýmsum munum sem eru í kringum hús Jökulsárlóns. Fékk upplýsingar eftir ítrekun Bjarni Sævar Geirsson, einn af eig- endum Fells, spurðist í haust fyrir um stöðu leyfa við Jökulsárlón en hann hafði fengið ákveðnar upplýs- ingar hjá Hornafjarðarbæ fyrir þremur árum. Síðan hafa mannvirki og lausafjármunir bæst við. Hann fékk fyrst þau svör frá Birni Inga Jónssyni bæjarstjóra að stöðuleyfis- mál Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. væru til skoðunar hjá sveitarfélaginu og það væri bundið trúnaði um þau samskipti. Á sama tíma afgreiddi bæjarráð kvörtun eiganda Jökulsár- lóns ferðaþjónustu á hendur minni keppinauti við lónið, Ice Lagoon, þannig að honum var gert að fjar- lægja þá muni sem hann hafði ekki stöðuleyfi fyrir að viðlögðum 250 þús- und króna dagsektum. Bjarni ítrekaði fyrirspurn sína til bæjarins og óskaði eftir upplýsing- um, með tilvísun til upplýsingalaga, um stöðu leyfismála vegna fjórtán at- riða. Í svarbréfi skipulags- og bygg- ingarfulltrúa kemur fram að Jökuls- árlóni ferðaþjónustu hafi verið veittur tíu daga frestur til að skila inn umsóknum fyrir stöðuleyfisskylda lausafjármuni sem þar hafa þá verið án leyfa. Fram kemur í bréfinu að fyrirtækið hafi þegar sótt um leyfi fyrir fernum lausafjármunum. Bær- inn veitti síðar leyfi fyrir tvennum en hafnaði tvennum á þeim forsendum að leyfi allra sameigenda lægi ekki fyrir. Fram kemur í bréfinu að sveitarfé- lagið geri ekki athugasemd við land- gang og fleiri framkvæmdir sem til- greindar eru í leigusamningi aðila frá því árið 2000. Þá er spurningum um olíugeyma, olíuskilju og vatnsból vís- að til viðeigandi eftirlitsaðila. Loks kemur fram það álit að sorpgámur og kerra fyrir pappír séu ekki stöðuleyf- isskyld. Lausafjármunir standa án stöðuleyfa við Jökulsárlón  Hornafjarðarbær hafnaði stöðuleyfum fyrir yfirbyggðar kerrur við lónið Morgunblaðið/Ómar Jakar Jökulsárlón er einn af vinsælustu viðkomustöðum ferðafólks á Íslandi. Harðar deilur eru á milli ferðaþjón- ustufyrirtækja og á milli landeigenda innbyrðis. Hornafjarðarbær hefur dregist inn í deilurnar. Óskað var eftir lögregluaðstoð í heimahús á Ísafirði aðfaranótt mánudags vegna manns í sjálfsvígs- hugleiðingum. Í tilkynningu til lög- reglu fylgdu upplýsingar um að maðurinn væri með skurðáverka á handleggjum. Samkvæmt tilkynningu sem lög- reglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér vegna málsins kemur fram að maðurinn hafi hótað lögreglumönn- um með hnífi og vegna ógnandi til- burða hans hafi þeir neyðst til að vopnbúast. Við það róaðist mað- urinn og gaf sig á vald lögreglu. Farið var með manninn á sjúkra- hús þar sem gert var að sárum hans en að því loknu var hann færður í fangaklefa. Að yfirheyrslum lokn- um var hann frjáls ferða sinna. Í til- kynningunni kemur fram að lög- regla hafi áður þurft að hafa afskipti af manni þessum vegna ým- issa brota. Hótaði lögreglu- mönnum með hnífi Svarbréf byggingarfulltrúa Hornafjarðar til Bjarna Sævars Geirssonar er skrifað 17. október. Þess má geta að í fréttagrein um deilurnar við Jökulsárlón sem birtist í Morgunblaðinu 8. nóvember vísaði Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri á bug ásökunum um að leyfismál Jökuls- árlóns ferðaþjónustu væru ólagi. Það eina sem út af stæði væri ruslagámur sem ekki væri venja að krefjast stöðuleyfis fyrir. Um- hverfis- og skipulagsnefnd Hornafjarðar hafði á fundi sínum fáeinum dögum fyrr, 5. nóvember, veitt stöðuleyfi til tólf mánaða fyrir starfs- mannahús og vörugeymslu en hafnað leyfi fyrir yfirbyggða miða- sölukerru og yfirbyggða kerru til geymslu á flotgöllum. „Mér finnst þetta einkennilegt. Þeir hafa verið að hundelta einn aðila um svæðið og veifa lögum og reglum en svo fá aðrir að vinna eftir allt öðrum reglum. Ég er ekki að mæla því bót að gefinn sé af- sláttur af reglum en sömu reglur eiga að gilda fyrir alla,“ segir Bjarni Sævar. Sömu reglur gildi fyrir alla AÐGERÐIR HORNAFJARÐARBÆJAR GAGNRÝNDAR Ný sending Mikið úrval af töskum, fötum og fallegum fylgihlutum Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 www.facebook.com/HYGEA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.