Morgunblaðið - 21.11.2014, Side 21

Morgunblaðið - 21.11.2014, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Sollentuna. AFP. | Í stríðshrjáðu landinu sem Mikhail Zuhir kemur frá, Sýrlandi, getur bank á dyr að kvöldlagi verið fyrirboði dauða, en þegar Zuhir drepur á dyr hjá grönn- um sínum í Svíþjóð á dimmu kvöldi kemur hann með blóm og fær í stað- inn bros. Í stað ótta og fordóma bíða hans hlýjar kveðjur og heitur matur. Zuhir er 29 ára og flúði stríð sem hefur kostað yfir 195.000 manns lífið á rúmum þremur árum. „Ef menn koma ekki með blóm þegar þeim er boðið í kvöldmat er öruggt að þeim verður ekki boðið aftur,“ sagði Zuhir og færði grönnum sínum blómvönd. Gestgjafarnir, Urban Söderman og Jenny Sigurs, buðu honum inn í stofu og saman borðuðu þau þrjú hefðbundinn sænskan mat: lax, kart- öflur og eplaböku með þeyttum rjóma. 20% af erlendu bergi brotin Kvöldverðurinn var þáttur í fram- taki sem miðar að því að auðvelda flóttafólki að samlagast samfélaginu nú þegar innflytjendum hefur fjölg- að til mikilla muna í Svíþjóð. Hug- myndina átti sænskukennarinn Ebba Åkerman, sem telur að ekkert sé betur til þess fallið að brjóta ísinn en það að borða saman góðan mat. Åkerman vonar að slík kvöld- verðarboð greiði fyrir fordómalausri umræðu um málefni flóttafólks í Sví- þjóð sem hefur verið þekkt fyrir að vera opin hælisleitendum. Sú stefna er talin ein af meginástæðum þess að fylgi Svíþjóðardemókratanna tvö- faldaðist í þingkosningunum í Sví- þjóð í september. Flokkurinn hafði lagt áherslu á að ráðstafanir yrðu gerðar til að fækka innflytjendum. Könnun sem gerð var í fyrra bendir til þess að 20% íbúa Svíþjóðar séu af erlendu bergi brotin. Sam- kvæmt annarri könnun hefur þó nær fimmtungur Svía aldrei átt nein samskipti við fólk frá landi utan Evrópu. Åkerman fékk hugmyndina fyrr á árinu þegar hún varð forfallakennari í sænsku fyrir útlendinga sem hafa flust búferlum til Svíþjóðar. „Ég varð forvitin um nemendur mína og vildi kynnast þeim betur,“ sagði hún. „Ég áttaði mig á því mjög fljótt að ég var fyrsti Svíinn sem þau töluðu við. Ég hugsaði með mér að þetta yrði að breytast – til dæmis yfir kvöldverði.“ Hjálpað að læra málið Hugmyndinni var komið í fram- kvæmd í mars og hún er einföld. Innflytjendur, sem læra sænsku, eiga góða stund með Svíum yfir kvöldverði. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar er ætlunin að auðvelda inn- flytjendum að laga sig að nýja sam- félaginu og læra sænsku, og hins vegar að hjálpa Svíum að venjast nýjum samborgurum sínum. Frá því í mars hefur kvöldverðar- boðunum fjölgað jafnt og þétt og þau eru komin yfir hundraðið í Stokk- hólmi og nágrenni. Framtakið hefur breiðst út til annarra staða í Svíþjóð og jafnvel annarra landa. Hugmynd- inni hefur þegar verið komið í fram- kvæmd í Aþenu og slík kvöldverðar- boð eru í undirbúningi í löndum á borð við Litháen, Singapúr og Bandaríkin. Zuhir er þess fullviss að hann muni dvelja það sem eftir er ævinn- ar í Svíþjóð og hefur skipulagt fram- tíðina. „Fyrst þarf ég að læra að tala sænsku vel, síðan þarf ég að fá rétt- indi til að starfa sem rafvirki og þá get ég fundið vinnu.“ Hann kveðst þó vera hættur í fót- bolta, íþrótt sem hann æfði á hverj- um degi í Sýrlandi. „Ég get ekki hlaupið í þessum kulda. Það er al- gerlega ómögulegt!“ AFP Heimboð Mikhail Zuhir (fyrir miðju) og gestgjafar hans, Urban Söderman og Jenny Sigurs, kynntust fyrir milligöngu „ráðuneytis heimboða“. Góð kynni yfir kvöldverði í stað fordóma  Nýjum samborgurum hjálpað að samlagast samfélaginu og læra sænsku Hertogaynjan af Alba, auðugasta kona Spánar, lést í höll sinni í Se- ville í gær, 88 ára að aldri. Hún var þekkt fyrir að binda ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir og bar fleiri titla en nokkur annar að- alsmaður í heiminum. Maria del Rosario Cayetana Fitz- James Stuart dó í höll sinni eftir skammvinn veikindi. Hún hafði komið þangað aftur á þriðjudaginn var eftir að hafa legið á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Hertogaynjan lætur eftir sig eiginmann, Alfonso Diez, sem hún giftist fyrir þremur árum og er 24 árum yngri en hún. Hertogaynjan var ástsæl og kenj- ótt, m.a. þekkt fyrir mjög sér- stæðan klæðaburð og áberandi hár- greiðslu. Hún átti fasteignir víða, meðal annars hallir og stórhýsi. Hún lætur einnig eftir sig stórt safn málverka eftir marga af helstu meisturum málaralistarinnar, með- al annars Goya og Velazquez. Hún mun hafa borið alls 55 titla um ævina og fleiri en nokkur annar aðalsmaður, ef marka má Heims- metabók Guinness. Hertogaynjan af Alba látin AFP Engum öðrum lík Hertogaynjan með eiginmanni sínum. Um 1,6 milljónir Sýrlendinga hafa flúið til Tyrklands frá árinu 2011 en aðeins um 220.000 þeirra dvelja í flóttamannabúðum, að sögn Am- nesty International. Mannréttinda- samtökin segja að neyðarástand blasi við hundruðum þúsunda Sýr- lendinga sem eru á vergangi. „Sumir eru svo örvæntingarfullir að þeir íhuga að snúa aftur til stríðshrjáða heimalandsins,“ segir í skýrslu samtakanna. Hundruð þúsunda á vergangi 1,6 MILLJÓNIR SÝRLENDINGA FLÚÐU TIL TYRKLANDS AFP Á flótta Sýrlendingar orna sér við eld í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Verð hleðslutæki 12V Straumur 4A TW 807022 háþrýstidæla 165 bar þrýstingur, vatnsflæði 8,5L/min, 2500W. Pallabursti, þvottabursti, slanga f/stíflulosun og turbo spíss fylgja. LA 809700002C Verð 49.900,- háþrýstidæla 150 bar þrýstingur, vatnsflæði 7,5L/min, 2100W mótor. Pallabursti, þvottabursti og turbo spíss fylgja. LA 80860002C Síðumúla 11 - 108 Reykjavík | Sími 568-6899 | Póstfang: vfs@vfs.is | www.vfs.is Verð 29.900,- 7.990,- Lavor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.