Morgunblaðið - 21.11.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 21.11.2014, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Vilhjálmur Árnason, þingmaður og fyrsti flutningsmaður frum- varps um smásölu áfengis í almennum verzlunum, vék orðum að afstöðu Félags at- vinnurekenda (FA) til frumvarpsins í Morg- unblaðinu þriðjudag- inn 18. nóvember. FA hefur lagt áherzlu á mun víðtæk- ari breytingar á áfengislöggjöfinni en gert er ráð fyrir í frumvarpinu og meðal annars hvatt þingmenn til þess að afnema löngu úrelt og göt- ótt bann við áfengisauglýsingum, sem kemur harðast niður á inn- lendum áfengisframleiðendum. Það sama hafa fleiri hagsmunasamtök í atvinnulífinu gert. Vilhjálmur segir í blaðinu að smásala áfengis og auglýs- ingabannið séu „alls óskyld“ mál. Hann segist telja að FA sé að reyna að stöðva frumvarpið með „vafasömum“ hætti og andstaða fé- lagsins sé „ógeðfelld“. „Þeir eru að nota núverandi auglýsingabann til að stoppa málið,“ segir Vilhjálmur. Höfum það fyrst á hreinu að Fé- lag atvinnurekenda styður frelsi og virka samkeppni í viðskiptum með áfengi, rétt eins og aðrar vörur. Hins vegar hefur FA bent á að nálgunin í frumvarpi Vilhjálms og meðflutningsmanna hans sé of þröng, meðal annars af því að það tekur ekki til auglýsingabannsins. Hvert er samhengið? Það er alrangt að ekkert sam- hengi sé á milli smásöluverzlunar með áfengi og banns við áfeng- isauglýsingum. Með frumvarpi Vil- hjálms er lagt til að færa smásölu áfengis úr einokunarumhverfi í fá- keppnisumhverfi matvörumark- aðarins. Gera má ráð fyrir að fáir stórir aðilar á matvörumarkaðnum muni ráða miklu um hvaða vörur seljast. Framleiðendur og inn- flytjendur nytu þá eðlilega ekki lengur þess jafnræðis sem ÁTVR hefur verið skylduð til að viðhafa gagnvart birgjum, en vegna auglýs- ingabannsins ættu þeir hins vegar enga mögu- leika á að kynna vörur sínar sjálfstætt fyrir neytendum. Þetta kæmi sérstaklega hart niður á smærri framleiðendum, sem reyna að koma nýrri vöru á mark- að. Af hverju þingmaðurinn kallar það vafasamt og ógeðfellt af Félagi atvinnurekenda að benda á þetta er erfitt að útskýra. Ætti hann ekki sem talsmaður frjálsra viðskipta að vera sammála því að leggja sem minnstar hömlur á umhverfi við- skipta með áfengi? FA hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Al- þingis vel útfærðar tillögur sínar um afnám auglýsingabannsins og drög að ströngum siðareglum um markaðssetningu áfengis, sem að- ildarfyrirtæki FA eru reiðubúin að fylgja, verði auglýsingabannið af- numið. Misskilningur um áfengisgjald Það hentar Vilhjálmi að reyna að gera grýlu úr „stóru framleiðend- unum og heildsölunum“ sem vilji ekki styðja frumvarp hans óbreytt. Það er oft klókt að gera þeim sem ekki eru manni sammála upp ann- arleg sjónarmið. Sannleikurinn er hins vegar sá að smærri fyrirtæki í innflutningi og framleiðslu áfengis hafa meiri áhyggjur af ágöllum frumvarpsins en þau stærri. Ein helzta ástæðan fyrir því er að það fjallar ekki um áfeng- isauglýsingar. Önnur ástæða er sú að flutningsmenn þess virðast hafa misskilið núverandi löggjöf um inn- heimtu áfengisgjalds og halda að það sé smásalan sem standi skil á gjaldinu til ríkisins. Svo er ekki; það eru birgjarnir, innflytjendur og framleiðendur, sem greiða áfeng- isgjaldið í ríkissjóð en núverandi smásali, ÁTVR, greiðir þeim skil- víslega nokkrum dögum síðar. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að breyta því að birgjarnir standi skil á áfengisgjaldi. Ef heildsölum og/eða framleið- endum er áfram gert að standa skil á áfengisgjaldinu við afhendingu eða tollafgreiðslu vörunnar en þeir þurfa síðan í nýju markaðsumhverfi að veita smásöluverzlunum gjald- frest upp á allt að tvo mánuði, eins og algengt er, hefur það gífurlega neikvæð áhrif á sjóðstreymi og rekstrarhæfi, ekki sízt smærri fyr- irtækja, enda er áfengisgjald á Ís- landi gríðarlega hátt og getur num- ið upp undir 80% af verði vörunnar. Þetta er eðlilega mikið áhyggju- efni, sér í lagi fyrir smærri aðila á markaði. Félag atvinnurekenda leggur því þunga áherzlu á að það verði smásalan sem skili áfeng- isgjaldinu til ríkissjóðs, verði ákveðið að afnema einkasölu rík- isins á áfengi. Það er ögn torskilið af hverju það fer svona fyrir brjóstið á flutnings- mönnum áðurnefnds frumvarps þegar bent er á að það gangi ekki nógu langt í frelsisátt og settar fram vel rökstuddar og málefna- legar tillögur um hvernig megi skoða málið heildstætt, tryggja sem frjálsast viðskiptaumhverfi áfeng- issölu og bæta úr stórum og aug- ljósum göllum á frumvarpinu. Stuðningsmenn viðskiptafrelsisins hljóta að vilja að þegar frelsisbíllinn leggur af stað sé hann á öllum fjór- um hjólum, en ekki bara einu eða tveimur. Frelsi á fjórum hjólum Eftir Ólaf Stephensen » Stuðningsmenn við- skiptafrelsisins hljóta að vilja að þegar frelsisbíllinn leggur af stað sé hann á öllum fjórum hjólum, en ekki bara einu eða tveimur. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Því oftar sem ég ferðast til annarra landa, því sannfærðari verð ég um að Ísland er fegursta land í heimi. Þessa fegurð, einstætt landslag og vistkerfi, ber okkur að vernda með öllum til- tækum ráðum. Hin of- urviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir lands- mönnum mestan erlendan gjaldeyri. Það er mikið í húfi að okkur takist að tengja betur saman nýtingu og verndun. Hér þurfa allir sem að mál- inu koma að taka saman höndum, jafnt ferðaþjónustuaðilar og op- inberar stofnanir, og koma í veg fyr- ir landníðslu hvort heldur sem er vegna of mikils álags af völdum ferðamennskunnar eða ribbalda- háttar fólks, sem kann ekki að um- gangast landið. Ísland verður lítt spennandi ef landið jaskast út eða ef fólk fær átölulaust að skera í sundur viðkvæman gróður og valda óbæt- anlegum skaða. Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar Á ráðstefnu sem Landgræðslan og Umhverfisstofnun í samstarfi við Ferðamálastofu héldu nýverið í Gunnarsholti var það haft að leið- arljósi að opna umræðuna um um- hverfisáhrif ferðaþjónustunnar á landslag og landslagsheildir og hvert skal stefna. Það verður að móta heildarstefnu í ferðaþjónustu, þann- ig að hún skili sem mestu í þjóð- arbúið um leið og kostir landsins eru varðir. Hér verða menn að huga að „umhverfissjálfbærni“ og átta sig á að ferðamenn næstu ára og áratuga munu því aðeins koma að Ísland framtíðarinnar verði jafn heillandi og það hefur verið. Sundurskorið og rústað land er léleg söluvara. Afar lítið er rætt um stýringu ferðamanna. Enn síður hefur verið um það fjallað hvernig á að dreifa ferðamönnum um landið og hvaða svæði skal byggja upp. Hingað kem- ur fólk vegna einstæðrar náttúrufeg- urðar landsins og í leit að ósnortinni náttúru. Landið hefur slíkt yf- irbragð, en vegna áhrifa landnýtingar í aldanna rás er það fjarri því ósnortið. Umsvif aukast og með sama áfram- haldi verða óbyggð víð- erni vandfundin fyrr en varir. Móta verður framtíðarsýn Við verðum að horfa fram á veginn og marka heildarstefnu til margra ára. Okkur skortir framtíðarsýn. Verndun og úrbætur verða að ná til Íslands í heild sinni en ekki aðeins einstakara, fjölsóttra ferðamannastaða. Það er fagnaðarefni að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett í gang vinnu við að móta stefnu og framtíð- arsýn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Sam- taka ferðaþjónustunnar og annarra hagsmunaaðila. Vonandi verður verndun náttúruauðlindanna þar í heiðurssæti. Á því grundvallast ís- lensk ferðaþjónusta í bráð og lengd. Það er brýnt að koma verndun náttúruauðlindanna í betra horf og tryggja fjármögnun þeirra ótal- mörgu verkefna til úrbóta sem við blasa. Á því byggist framtíð landsins sem spennandi kostur fyrir ferða- menn frá löndum sem mörg hver eru orðin það mótuð af umsvifum manna að þau hafa glatað hluta af sínum töfrum. Sú ótrúlega fegurð sem Ís- land býr enn yfir verður því enn meira gefandi en ella. Fegurð náttúrunn- ar – okkar verð- mætasta auðlind Eftir Andrés Arnalds Andrés Arnalds » Fegurð Íslands er hornsteinn ferða- þjónustunnar, atvinnu- greinar sem færir lands- mönnum mestan erlendan gjaldeyri. Náttúruvernd verður að efla. Höfundur er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Ég versla reglulega í Fiskikónginum uppi á Höfða. Um daginn fór ég þar inn til að kaupa fiskfars sem ég bý svo til bollur úr við miklar vinsældir barnanna minna. Kílóverðið hefur verið 890 krónur en svo bar til þessa viku að á töflu í versluninni stóð stórum stöfum TILBOÐ fiskfars kr. 990. Innilegar þakkir fyrir þetta fína tilboð sem var 100 krónum hærra en verðið er venjulega. Meðvitaður viðskiptavinur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Tilboð Morgunblaðið/Sverrir Fiskborð Gott úrval fisks og fiskrétta er í fiskborðum matvöruverslana og fiskbúða. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.295 Olíu/Acrýl/Vatnslitasett 12/18/24x12ml frá kr.895 Acryllitir 75ml 555 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.845 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 frá kr. Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Mikið úrval af listavörum Trönur á gólf frá kr.7.995 Límbyssur frá kr.595 Olíulitir ímiklu úrvali Frábært úrval af Kolibri hágæða- penslum Heftibyssur frá kr.595

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.