Morgunblaðið - 21.11.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.11.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 ÁÁrni Pétur Reynisson er í meistaranámi á leiklistarsviði í list-kennsludeild í Listaháskólanum. „Ég er í námsleyfi fráReykjavíkurborg í vetur og geri ráð fyrir að klára masterinn í vor. Þetta er frábærlega skemmtilegt nám en strembið um leið. Maður þarf að vera á tánum.“ Árni nam leiklist og leikhúsfræði í London, bætti við sig kennsluréttindum frá KHÍ og hefur verið um- sjónarkennari á miðstigi í ellefu ár, en einnig verið með leiklistarval alla jafna og annað svipað námsval eins og stuttmyndagerð. „Í meist- araritgerðinni er ég að rannsaka samþættingu á leiklist og tungu- málum, þ.e. hvað gerist þegar sett er upp leikverk á erlendu tungu- máli og hvernig það kemur með nýjar víddir í námi á því tungu- máli.“ Árni Pétur nýtur þess helst að slaka á í góðum félagsskap, t.a.m. horfa á fótbolta, spila golf og spila músík. Hann er ásamt félögum sínum úr árgangi 1970 af Akranesi í svokölluðum Smíðaklúbbi. Þeir hafa komið saman árlega í tíu ár og haldið tónlistarhátíð þar sem þeir koma fram með frumsamið efni og kæta félagana og aðra gesti. Svo kjósa keppendur og gestir um hvert sé besta lagið og einnig er keppt um titla eins og kynþokkafyllsta keppandann. „Það hefur ver- ið keppt um ýmsa titla, ég barðist lengi fyrir því að valið yrði besta orgelsólóið því ég var alltaf með orgelsóló í mínum lögum en fékk því ekki framgengt. Einn vina okkar kallaði þetta „félag um inn- byrðis aðdáun“ þar sem menn kepptust við að hæla hver öðrum.“ Kona Árna Péturs er Erla Sigurðardóttir grunnskólakennari og börn þeirra eru Reynir Ími, 15 ára, Sæunn Erla, 13 ára, og Karólína Björg, sex ára. Árni Pétur Reynisson er 44 ára í dag Séð yfir Álafosskvosina Árni Pétur úti á svölum heima hjá sér. Stundar spennandi framhaldsnám Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í dag er níræð Arndís Sigurðar- dóttir Genualdo. Hún er elst tíu systkina, þar af eru níu á lífi. For- eldrar hennar voru Sigurður Krist- jánsson alþingismaður og Ragna Pétursdóttir húsfrú, Vonarstræti 2, Rvík. Arndís var búsett í yfir fjöru- tíu ár í Bandaríkjunum og er sjö barna móðir. Hún fagnar deginum með nánustu fjölskyldu og vinum. Árnað heilla 90 ára K ristinn fæddist í Reykjavík 21.11. 1964: „Fyrstu fjögur árin mín áttum við heima á Langholtsvegi 71, í kjallaranum hjá afa og ömmu. Við fluttum í Fossvoginn 1968. Þar var ég nánast samfleytt fram á fullorð- insár. Fossvogurinn var dæmigert ný- byggingahverfi á mörkum borgar og sveitar. Kópavogsmegin voru býli og búpeningur á beit. Ég var í Foss- vogsskóla og þrjú ár í Réttarholts- skóla. Þarna eignaðist ég góða félaga og það var margt brallað, m.a. dúfna- rækt. Yfirleitt var óheflað mótatimb- ur notað í dúfnakofa. En eitt sinn fundum við strákarnir sérstaklega vandað efni og smíðuðum úr því flottan dúfnakofa. Svo kom í ljós að húsbyggjandi í nágrenninu hafði keypt viðinn í þakkantinn sinn. Hann fann von bráðar efnið sem hafði horfið af lóðinni hans. Ég man ekki hvernig fullorðna fólkið leysti málið en það urðu einhver eftirmál af þessu framtaki. Ég var svo í sveit á Skinnastöðum í Torfalækjarhreppi hjá yndislegu fólki. Þar fékk ég gott uppeldi og þaðan á ég sterkustu minningarnar frá árunum fram yfir fermingu. Þangað fór ég fyrst sjö ára, til skemmri dvalar, en síðan lengdist viðveran og var þá frá skólalokum í maí og þar til skólinn byrjaði á haustin. Það var alltaf gaman í sveit- inni og í minningunni var þar alltaf gott veður. Ég var að vísu skelfilega matvandur og á íslensku sveitaheim- ili var ekki nema mátulegur skiln- Kristinn Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastj. hjá Hnit – 50 ára Gengið á Úlfarsfell Björn í fanginu á Kristni, síðan dæturnar Stella og Sandra og loks Magnús, lengst til hægri. Var skelfilega matvandur Samhent hjón Kristinn og Marianne Elisabeth bregða sér í hlutverk jólasveina. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.