Morgunblaðið - 21.11.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.11.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Ullarflauelbuxur 18.900,- Peysa verð 16.900,- stk. Gallabuxur 14.900,- Úrval af buxum og peysum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu sérstaklega að þér við akstur í dag. Ekki eyða orku í að vinna gegn fáfræði og vanþekkingu annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er mikilvægt að þú haldir áfram að koma skipulagi á eigur þínar. Þrá þín eftir að sneiða framhjá væntingum annarra í kring- um þig virðist kannski galin en er það alls ekki. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Búðu þig undir að þurfa að leggja heilmikið á þig á komandi árum. Skipuleggið í kvöld hver á hvaða svæði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í sjálfu sér eru hlutunum engin tak- mörk sett önnur en þau sem við setjum okkur sjálf. Hann er álitinn stuðboltinn í hópnum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skipun að ofan krefst þess besta frá þér, og þú gefur þeim allt sem þú átt til og slærð í gegn. Mundu að það getur allt gerst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð hugsanlega peninga í gegnum maka þinn. En gefðu þér góðan tíma því mikið ríður á að framsetning þín sé ljós. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Ef þú nauðsynlega þarft að afboða einhver mannamót settu þau þá strax á nýja dagsetningu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Duttlungar þínir í viðhorfinu til eigin tilveru eru ómótstæðilegir í augum annarra. Beittu heldur fyrir þig kímninni því gamanið er allra meina bót. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver smámisklíð kemur upp á milli þín og samstarfsmanna þinna. Virðuleg framkoma þín segir meira en sæmileg saga. Núna nennirðu bara ekki að slást – það kem- ur seinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notið tækifærið til að rétta vinum ykkar hjálparhönd sem þurfa á henni að halda nú fyrir jólin. Farðu eitthvað eða sestu aftur á skólabekk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú lætur hugsanlega eftir þér að kaupa eitthvað án umhugsunar í dag. Ef þú notaðir ekki tækifærið í gær reyndu þá að leyfa þér að láta eins og barn á ný í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ágætt að eiga sér draum en hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi. Vog og vatnsberi skilja þarfir þínar. En svo má líka hjálpa öðrum án þess að ætlast til einhvers í staðinn. Eins og lesendur Vísnahornsvita eru þrjár ljóðlínur í brag- hendu. Fyrsta ljóðlínan er það löng að hún kemst ekki fyrir í blaða- dálki, svo að það verður að skipta henni, þó þannig að „önnur brag- línan“ verði inndregin, þannig: Útgáfu- til herlegs -hófs skal hér með bjóða: út er komin skrýtin skræða skal ég þetta betur ræða. Í Vísnahorni í gær var önnur línan ekki inndregin og er beðist af- sökunar á því. Eins og við er að búast er mikið um bókatíðindi og vísur um bækur á Leirnum. Sigurlín Hermanns- dóttir er nýkomin í hóp Leirverja. Hún getur þess að hún hafi verið að skoða auglýsingu um nýju bókina hans Guðna Ágústssonar og fannst eitthvað undarlegt við kápu- myndina: Um kvenskörunginn Guðni skrifað getur og gefur okkur nýja mynd í vetur; mynd sem aldrei aftur verður slík. Við fáum nýtt um Hallgerði að heyra. Ég horfi á kápu og undrast sífellt meira hve Gerða sú og Guðni eru lík. Þann 16. nóvember, á degi hinn- ar íslensku tungu, skrifaði Davíð Hjálmar Haraldsson: Frjálsræðið hentar hinum ungu, hópast þeir saman hvar sem er og hver upp í annan treður tungu tiltekinn dag í nóvember. Og bætti síðan við: „Þessi bragar- háttur heitir bull- eða galgopa- háttur og líðst ekki meðal þeirra sem taka sig alvarlega. En þetta er Leir.“ Þann hinn sama dag orti Skírnir Garðarsson með þessari athuga- semd: „Have a næs dei á degi ísl túngu“ Ýmislegt menn eru að bralla orðastuðla með. Tungnamenn ég tel oss alla tæknilega séð. Steingrímur Hólmsteinsson segir frá því að hann hafi einu sinni þekkt mann sem sig minnti að héti Gvendur – „man það þó ekki alveg. Hann var þekktur fyrir að ljúga, en kvaðst þó aldrei hafa logið þó stundum hafi hann bullað“. Gvendur siðblindi sagður er mestur siðlaus en alls ekki verstur lýgur stundum smá segir bara þá: sannleikurinn er sagna bestur Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um Hallgerði og dagur íslenskrar tungu Í klípu ÁNÆGJUVOG eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ MÁTT TAKA SKILTIÐ AF Í HÁDEGISMATNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum bara eitt augnaráð. VIÐ SKEMMTUM OKKUR FRÁBÆRLEGA Í SKEMMTIGARÐINUM PYLSURNAR... POPPKORNIÐ... ...RÚSSÍBANARNIR... ÉG BORÐA VENJULEGAST EKKI FYRIR ÁRÁS... MANÍSK ÁNÆGÐ Í LAGI ÞUNGLYND Það er ótrúlega gott verð fyrirsvona fínan bíl, sagði Heimir Karlsson í bílahorni Bítis Bylgjunnar í gærmorgun þegar hann var upp- lýstur um að kaupa mætti ákveðinn bíl fyrir tæplega 5,4 milljónir króna. x x x Víkverji hefur aldrei átt fimm millj-ónir króna í lausu, hvað þá að honum hafi dottið í hug að kaupa bíl fyrir svo háa upphæð. En þeir sem fjalla um bíla – og reyndar einnig vín- sérfræðingar – virðast oft lifa í öðrum heimi en almenningur og í þeirra huga eru fimm millur ekkert til að tala um. Hjá þeim er bíll á fimm kúlur eins og kók og prins hjá okkur hinum. x x x Sagt var að þegar skuldanið-urfærslan varð að veruleika hefðu landsmenn brugðist skjótt við og keypt húsnæði og bíla sem aldrei fyrr. Fréttir voru sagðar af mikilli aukningu í sölu raftækja, í ferðum til útlanda og almennri jólaverslun. Allir voru sagðir vera á ferðinni en Vík- verji kannast ekki við þennan æði- bunugang í sínu nærumhverfi. x x x Reyndar botnar Víkverji ekki ímörgum löndum þegar fjármál eru annars vegar. Stjórnmálamenn, sem hafa gagnrýnt skuldaniðurfærsl- una sem mest voru fyrstir til þess að sækja um niðurfellingu. Borgarstjóri, sem getur ekki borgað tónlistar- kennurum sömu laun og öðrum kenn- urum, hefur ráð á því, fyrir hönd sömu borgara, að láta reisa nýjan flugvöll í Reykjavík eins og hendi sé veifað. Hjá sumum stjórnmála- mönnum er ekki spurt hvað hlutirnir kosta heldur hvað þeir fá í sinn hlut. „Vöfflugjafir“ borgarstjóra á Menn- ingarnótt endurspegla innrætið. x x x Í svonefndu góðæri sögðu banka-stjórar að þeir þyrftu skrilljónir í laun til að halda í við kollegana er- lendis. Annars yfirgæfu þeir bara landið. Þeir fengu sínu framgengt þó að engin eftirspurn hefði verið eftir þeim erlendis. Læknadeilan minnir Víkverja á þessa tíma, nema hvað læknar virðast alls staðar geta fengið vinnu. víkverji@mbl.is Víkverji Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf. (Fyrsta Jóhannesarbréf 4:9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.