Morgunblaðið - 28.11.2014, Page 22

Morgunblaðið - 28.11.2014, Page 22
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Garnaveiki hefur valdiðsauðfjárbændum ómæld-um óþægindum og tjóni í80 ár, frá því að veikin barst hingað til lands með karakúlfé árið 1933. Fjöldi bænda þarf að bólu- setja fé sitt en veikin er lífseig og kemur alltaf upp á nýjum stöðum. Garnaveiki greindist á sauð- fjárbúi í Hróarstungu á Fljótsdals- héraði 3. nóvember sl. Dýralæknir uppgötvaði sjúkdóminn við eftirlit í sláturhúsi og sendi sýni til grein- ingar. Í framhaldinu greindist garnaveiki á öðrum bæ á sama svæði, í svonefndu Héraðshólfi. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst á þessu svæði síðan fyrir fjárskipti sem voru fyrir 24 árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því við atvinnuvegaráðuneytið að reglugerð verði breytt þannig að þessu hólfi verði bætt á lista yfir þau svæði landsins þar sem skylt er að bólusetja öll ásetningslömb. Jafn- framt var mælt með því við bændur að þeir hæfu bólusetningu. Mikil samstaða er meðal bænda um að verjast þessum vágesti og er nú verið að ljúka við að bólusetja öll ásetningslömb og veturgamalt fé í Hróarstungu. Nokkrir dýralæknar hafa unnið að því verki fyrir héraðs- dýralækninn. Auður L. Arnþórsdóttir, stað- gengill yfirdýralæknis, segir að bólusetning virki vel. Hún verji yngra féð fyrir smiti frá því eldra og veiti ævilanga vörn. Hins vegar get- ur veikin grasserað áfram í eldra fénu. Ólæknandi sjúkdómur Garnaveiki veldur ólæknandi bólgu í slímhúð garna. Kindin fær skituköst og þrífst illa. Það tekur hana þó nokkurn tíma að veslast upp og drepast. Garnaveiki og mæðuveiki bár- ust til landsins með karakúlfé sem flutt var inn frá Þýskalandi til lambaskinnsframleiðslu. Í það sinn voru fluttar inn 20 kindur og aðeins hafðar í sóttkví í Þerney í tvo mánuði áður en þeim var dreift til notkunar hjá bændum um allt land. Ollu mæðiveikin og garnaveikin bændum miklu tjóni og ógnaði sauð- fjárrækt á stórum svæðum. Þannig er talið að upp undir 100 þúsund kindur hafi drepist á þeim árum sem veikin var í hámarki. Gripið var til víðtækra aðgerða til að verja ósýkt svæði, meðal annars með miklum sauðfjárveikivarnagirðingum og nið- urskurði fjárstofna. Með þessu móti tókst að ráða niðurlögum mæðiveik- innar og draga úr afleiðingum garnaveikinnar. Bólusett á stórum svæðum Skimað er fyrir garnaveiki í sláturhúsum á haustin og koma þá yfirleitt í ljós einhver tilfelli, oft á bilinu 5 til 10 á ári. Á árunum 2009 og 2012 fundust þó engar sýktar kindur og í fyrra var aðeins eitt sýkt bú. Aðal-útbreiðslusvæði garna- veiki er á Suðvesturlandi, frá Mark- arfljóti og vestur á Snæfellsnes og á Norðurlandi frá Húnaflóa að Skjálf- andaflóa. Á þessum svæðum er bólu- sett og einnig á minni afmörkuðum svæðum á Austurlandi og Suðaust- urlandi. Talið hefur verið að garnaveiki hafi ver- ið upprætt á Norð- austurlandi og suðurfjörðum Vest- fjarða. Veikin hefur hins vegar aldrei komið upp á Ströndum og norður- hluta Dalasýslu og á svæð- inu frá Mýrdal í Öræfi. Fjárpestir ógnuðu búskap víða um land Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Réttir Skimað er fyrir einkennum garnaveiki í sláturhúsum á haustin. Sífellt færri garnaveikitilfelli koma upp enda bólusett á stórum svæðum. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íhaust var þessminnst aðaldar- fjórðungur er lið- inn frá því að þjóð- ir Austur-Evrópu vörpuðu oki komm- únismans af höndum sér og brutust undan ægivaldi Sov- étríkjanna. Þrátt fyrir að svo skammt sé liðið frá þeim tíma eru engu að síður komin merki þess að sum þau ríki, sem áður tilheyrðu austurblokkinni, séu að færast nær Rússum, nú þeg- ar Úkraínudeilan hefur aftur magnað upp ríginn á milli aust- urs og vesturs. Hér má nefna sem dæmi Tékkland, en Zeman Tékk- landsforseti hefur verið afar tregur til þess að fordæma þátt Rússa í Úkraínudeilunni og hefur raunar viljað láta eins og um venjulegt borgarastríð væri að ræða. Hefur ríkisstjórn Tékka einnig streist mjög á móti hugmyndum um að auka beri herstyrk Atlantshafs- bandalagsins í austri. Eru sum- ir stjórnmálaskýrendur í Tékk- landi farnir að spyrja hvers vegna ríkið sé innan banda- lagsins, þegar stefna stjórn- valda sé í raun sú að fjarlægja sig frá ákvörðunum þess. Hafa einnig heyrst vangaveltur þess efnis að viðskiptahagsmunir Tékka í Rússlandi séu það miklir að ekki borgi sig fyrir stjórnvöld að reita þá um of til reiði. En það eru fleiri en Tékkar sem vilja forðast að styggja Kremlverja. Í nokkrum fyrr- verandi austantjaldslöndum er vestræni draumurinn búinn að glata ljóma sínum að vissu leyti. Þó að kommúnisminn hafi haldið löndunum í heljargreipum í marga áratugi hafa umskiptin yfir í kapítalismann ekki gengið sem skyldi og má tala um brostnar vonir í þeim efnum. Þess sjást til dæmis merki að Ungverjar, sem lengi voru í fararbroddi í umskiptunum yf- ir í kapítalismann, séu nú varari um sig. Hin hægri- sinnaða ríkisstjórn landsins, sem búist var við að myndi for- dæma framferði Rússa hvað mest, hefur haft sig hæga, og svipaða sögu má segja um önn- ur ríki, eins og Búlgaríu og Serbíu, sem bæði hafa verið ná- tengd Rússum um langa hríð. Eitt helsta vopn Rússa í bar- áttunni um áhrif og völd í þess- um heimshluta hefur verið framleiðsla þeirra og sala á jarðgasi og öðrum orkugjöfum til húshitunar og rafmagns- framleiðslu. Sá útflutningur hefur skapað Rússum sterka vígstöðu, og mátti greina í upp- hafi deilunnar mikla tregðu innan Evrópusambandsins til þess að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum. Vert er að taka fram, að þó að viss ríki Austur-Evrópu finni nú aftur fyrir segulmagni Moskvuvaldsins er enn langt í að járntjaldið verði dregið fyrir á ný. Hins vegar gætu Vest- urveldin komist að því með tíð og tíma, að reyni þau ekki að koma betur til móts við áhyggj- ur þessara ríkja og blása í glæðurnar á vestræna draumn- um gætu þau vaknað upp við þann vonda draum að ítök Pút- íns þar verði meiri en þeirra eigin. Nýfrjálsu ríkin í Austur-Evrópu færast nær Rússum á nýjan leik} Segulmagnið Stjórnarand-stæðingar gripu til stóryrð- anna í gær þegar meirihluti at- vinnuveganefndar Alþingis lagði til að nokkrir virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýting- arflokk. Árni Páll Árnason sagði gengið fram með „fruntaskap“ og „valdníðslu“, Birgitta Jóns- dóttir sagði að verið væri að „rjúfa friðinn“ og hótaði því að þetta hefði áhrif á afgreiðslu annarra mála á þinginu, Guð- mundur Steingrímsson talaði um „stríðshanska“, Lilja Raf- ney Magnúsdóttir talaði um „ruddaleg vinnubrögð“ og svo mætti áfram telja. Í stað þess að tala með þess- um hætti mættu núverandi stjórnarandstæð- ingar velta því fyr- ir sér hvers vegna svo er komið að ákveðið er að gera tillögu um að flytja nokkra virkjana- kosti í nýtingarflokk. Staðreyndin er sú að að- gerðin er afleiðing þess að þetta sama fólk tók á síðasta kjörtímabili ekkert tillit til þeirrar vinnu sem unnin hafði verið að rammaáætlun en tók þess í stað pólitíska ákvörðun um að taka út af borðinu virkj- anakosti sem áttu heima í nýt- ingarflokki. Ákvörðun meiri- hlutans nú er aðeins til þess gerð að leiðrétta mistök fyrri meirihluta og ef ástæða er til að gagnrýna breytinguna er það helst fyrir það hve seint hún er fram komin. Vonandi kemur að því að undið verður ofan af fleiri mistök- um fyrri meirihluta} Sjálfsögð lagfæring V iðskiptaráðherrar níu ríkja Evr- ópusambandsins rituðu grein í brezka viðskiptablaðið Financial Times 16. febrúar síðastliðinn þar sem þeir kölluðu eftir því að fleiri ríkjum yrði veitt aðild að fyrirhuguðum fríverzlunarsamningi sambandsins og Banda- ríkjanna. Var þar einkum skírskotað til helztu viðskiptaríkja þeirra en Ísland er eitt þeirra. Hliðstæð sjónarmið hafa heyrzt bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambands- ins við önnur tækifæri. Bandarísk stjórnvöld hafa þannig lýst yfir vilja og áhuga á því að efla viðskiptatengsl við aðildarríki Fríverzl- unarsamtaka Evrópu (EFTA) en Ísland er þar á meðal. Þar hefur til að mynda ekki verið gert að skilyrði að um umsóknarríki að sam- bandinu væri að ræða þótt einn fyrrverandi utanrík- isráðherra landsins hafi á dögunum hvatt til þess að slík krafa yrði gerð til Íslands. Þannig má ljóst vera að Íslandi standa allar dyr opnar í þessum efnum. Þvert á það sem sumir hafa viljað halda fram af pólitískum ástæðum. Það er að segja ef áhugi er á annað borð á því að gerast aðili að fyrrnefndum frí- verzlunarsamningi Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna fremur en að gera sjálfstæðan fríverzlunarsamning við Bandaríkjamenn sem væri ekki aðeins gerður með fullri aðkomu Íslendinga heldur tæki sérstaklega til ís- lenzkra hagsmuna. Þá ekki sízt útflutnings sjávarafurða okkar líkt og þeir fríverzlunarsamningar sem við höfum gert í gegnum EFTA gera. Þess utan er afar líklegt að mögulegur fríverzlunarsamningur Bandaríkjanna og EFTA yrði um margt straumlínulagaðri og fyrir vikið jafnvel hag- stæðari vegna einfaldari hagsmuna. Fyrir vikið tel ég þannig persónulega bæði skynsamlegt og eðlilegt að aðild að fyrirhug- uðum fríverzlunarsamningi Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna yrði hugsuð fyrst og fremst sem varaáætlun ef svo ólíklega færi að útilokað reyndist að gera sjálfstæðan samning við Bandaríkjamenn. Kosturinn við sjálfstæðan samning væri einnig sá að hann væri í samræmi við hið sígilda heilræði að hafa ekki öll eggin í einni körfu sem ég tel að ætti að vera ákveðið grunnstef í utanríkis- stefnu Íslands. Eða í þessu tilfelli að við- skiptahagsmunir landsins væru ekki að of miklu leyti háðir einum aðila. Ísland þarf bæði að hafa fjölbreyttan útflutning og hafa greiðan aðgang að fjöl- breyttum mörkuðum. Evrópusambandið hefur þegar sýnt að það er reiðubú- ið að beita hótunum um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að fá vilja sínum framgengt gagnvart okkur Ís- lendingum og notfæra sér þannig þá hagsmuni sem við höfum af viðskiptum við sambandið. Það mætti því í raun segja að farið yrði úr öskunni í eldinn ef Evrópu- sambandið yrði ekki aðeins í aðstöðu til þess að reyna að koma höggi á Ísland vegna viðskipta okkar við sam- bandið sjálft heldur einnig vegna viðskipta okkar við Bandaríkin. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fjölbreytni í fyrirrúmi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Bárust með karakúlfénu SKÆÐAR FJÁRPESTIR Fimm fjárpestir bárust til lands- ins með karakúlfénu sem flutt var hingað til lands í júlí 1933. Ollu þær bændum miklu tjóni og þegar verst lét ógnuðu pest- irnar búskap á stórum svæðum. Karakúlféð var flutt inn til þess að hreinrækta það til framleiðslu á lambaskinnum, svonefndum persaskinnum, en þorra kindanna var þó dreift um landið til að kynbæta íslenska fjárstofninn. Pestirnar sem féð bar með sér eru votamæði sem nefnd hefur verið borgfirska mæðu- veikin vegna þess að hún kom upp í Borgarfirði, þurramæði eða þingeyska mæðiveikin, visna, garnaveiki og kýlapest. Tekist hefur að útrýma mæðiveikinni en garnaveik- in er enn land- læg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.