Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Page 13
dóttir frá Borgarfirði eystri er jafn ánægð og aðrir. „Það er frábært tækifæri að vera hér og mikil lífs- reynsla. Eftir dvöl hér eru allir til- búnir til að fara út í lífið.“ Stefanía Sandra Mittelstein frá Egilsstöðum nefnir að námið sé mjög gott, bæði bóklegt og verk- legt, en ekki síður dýrmætt að búa saman í hóp og læra að vingast við fólk; þjálfast í mannlegum sam- skiptum. Karlmanninum í hópnum, Esra Elí, var mikið í mun að fræða blaðamenn um aðra íbúa hússins en nemendur. „Eina nóttina vakn- aði ein, sá litla stelpu í hvítum kjól í herberginu og þorði ekki að opna augun aftur því þá væri stelpan kannski komin nær rúminu,“ segir Esra Elí. Ein skólasystra hans varð fyrir sömu reynslu. „Ég vaknaði um tvö- leytið vegna þess að lítil stelpa kom labbandi inn á mitt gólf, snýr sér við, horfir á mig og fer svo út úr herberginu. Þegar ég nefndi þetta við stelpurnar kom í ljós að hin hafði líka lent í þessu. Ég vissi það ekki áður.“ Talað er um litla stelpu á háa- loftinu sem kölluð er María. „Svo á kona að sitja við vefstólinn á nótt- unni,“ bætir ein við. Þau nefna líka að fernt sé sagt í kjallaranum, þrjár konur og einn karl. En líklega eru þetta úrvals- draugar. „Þeir hafa að minnsta kosti aldrei gert okkur neitt. Um síðustu helgi heyrðist að stólar hreyfðust í matsalnum. Þeir hafa örugglega bara verið að fá sér eitt- hvað að borða.“ Sigríður Björnsdóttir fatasaums- og vefnaðarkennari leiðbeinir Katrínu Maríu Karlsdóttur með verkefni við saumavélina. Elísabet Þöll Hrafnsdóttir og Bylgja Lind Pétursdóttir kennari í þann mund að ljúka við aðalréttinn fyrir hádegismatinn. Hólmfríður Linda Víðisdóttir við vefstólinn. Við hliðina Rebekka Þórný Gottskálksdóttir, Sandra Dís Linnet og Stefanía Mittelstein. Esra Elí Newman er eini strákurinn í skólanum og kveðst hæstánægður. Hrafnhildur María Ríkharðsdóttir, t.v. og Elsa Sigvaldadóttir í eldhúsinu. skálksdóttir frá Selfossi, spurð um ástæðu þess að hún fór austur. En hvað skyldi heilla mest? „Eldamennskan, baksturinn, saumaskapurinn. Í raun allt...“ seg- ir Sóley Þrastardóttir úr Njarðvík. „Svo er félagslífið mjög gott. Við búum 20 saman, erum ein í húsinu á kvöldin þannig að við lærum vel að taka tillit til annarra og líka að bera virðingu fyrir húsinu.“ Hrafnhildur María Ríkharðs- 2.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Heimildamyndin Fiskur undir steini verður sýnd á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík nk. mánudags- kvöld. Myndin er frá 1974, fjallaði um Grindavík sem menningarsnauðan bæ og varð mjög umdeild. Grindavík Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn, sem funduðu á Kirkju- bæjarklaustri á dögunum, vilja að stjórnvöld hefji nú þegar vinnu við að ljósleiðaravæða Ísland allt, hraðvirk netteng- ing sé forsenda jákvæðrar uppbyggingar og þróunar. Klaustur Forláta bjalla hangir í forstofu gamla skólahússins. Hald- ið er í skemmtilega hefð og ætíð hringt til matartíma. Það mun hafa tíðkast alla tíð og notast við þessa sömu bjöllu. Á myndinni sinnir Svandís Hekla Guðmunds- dóttir úr Hafnar- firði þessu ábyrgð- arhlutverki. Úr anddyrinu er gengið inn í stórt rými í miðju hússins. Sá hluti þess er kallaður Höll- in. „Skólinn verður 85 ára í vetur og því eru ekki nema 15 ár þangað til húsið verður sjálfkrafa friðlýst. Í Höllinni er allt upprunalegt og við reynum að halda því mjög vel við,“ segir Bryndís Fiona Ford skóla- stjóri við Morgunblaðið. Skólinn var stofnaður árið 1930, hét þá Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað – en nú Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað og er fagskóli á sviði matreiðslu og handverks. HALDIÐ Í GAMLA HEFÐ Hringt til matartíma Lónsbraut 1 Fiskvinnsluhúsnæði með öllum búnaði • Fiskvinnsluhúsnæði sem er 1.725 fm að stærð, þar af er vinnslurými 1.418 fm og skrifstofuaðstaða um 307 fm • Húsnæðið afhendist með vinnslubúnaði, lausfrysti flæðilínu, sérhannaðri pökkunarlínu og flæðilínu frá Marel • Framleiðslan býður uppá vinnslu fjölda sjávarafurða • Malbikuð bílstæði og umhverfi vel frágengið • Húsnæðið er nýlegt og ástand eignarinnar er mjög gott Allar frekari upplýsingar veitir Jóhann Ólafsson í GSM 863-6323 Jóhann Ólafsson Lögg. fasteignasali Hlíðasmári 6 - 201 Kópavogur - Sími 566-8866 - fasteignahusid@fasteignahusid.is fasteignahusid.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.