Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Qupperneq 13
dóttir frá Borgarfirði eystri er jafn ánægð og aðrir. „Það er frábært tækifæri að vera hér og mikil lífs- reynsla. Eftir dvöl hér eru allir til- búnir til að fara út í lífið.“ Stefanía Sandra Mittelstein frá Egilsstöðum nefnir að námið sé mjög gott, bæði bóklegt og verk- legt, en ekki síður dýrmætt að búa saman í hóp og læra að vingast við fólk; þjálfast í mannlegum sam- skiptum. Karlmanninum í hópnum, Esra Elí, var mikið í mun að fræða blaðamenn um aðra íbúa hússins en nemendur. „Eina nóttina vakn- aði ein, sá litla stelpu í hvítum kjól í herberginu og þorði ekki að opna augun aftur því þá væri stelpan kannski komin nær rúminu,“ segir Esra Elí. Ein skólasystra hans varð fyrir sömu reynslu. „Ég vaknaði um tvö- leytið vegna þess að lítil stelpa kom labbandi inn á mitt gólf, snýr sér við, horfir á mig og fer svo út úr herberginu. Þegar ég nefndi þetta við stelpurnar kom í ljós að hin hafði líka lent í þessu. Ég vissi það ekki áður.“ Talað er um litla stelpu á háa- loftinu sem kölluð er María. „Svo á kona að sitja við vefstólinn á nótt- unni,“ bætir ein við. Þau nefna líka að fernt sé sagt í kjallaranum, þrjár konur og einn karl. En líklega eru þetta úrvals- draugar. „Þeir hafa að minnsta kosti aldrei gert okkur neitt. Um síðustu helgi heyrðist að stólar hreyfðust í matsalnum. Þeir hafa örugglega bara verið að fá sér eitt- hvað að borða.“ Sigríður Björnsdóttir fatasaums- og vefnaðarkennari leiðbeinir Katrínu Maríu Karlsdóttur með verkefni við saumavélina. Elísabet Þöll Hrafnsdóttir og Bylgja Lind Pétursdóttir kennari í þann mund að ljúka við aðalréttinn fyrir hádegismatinn. Hólmfríður Linda Víðisdóttir við vefstólinn. Við hliðina Rebekka Þórný Gottskálksdóttir, Sandra Dís Linnet og Stefanía Mittelstein. Esra Elí Newman er eini strákurinn í skólanum og kveðst hæstánægður. Hrafnhildur María Ríkharðsdóttir, t.v. og Elsa Sigvaldadóttir í eldhúsinu. skálksdóttir frá Selfossi, spurð um ástæðu þess að hún fór austur. En hvað skyldi heilla mest? „Eldamennskan, baksturinn, saumaskapurinn. Í raun allt...“ seg- ir Sóley Þrastardóttir úr Njarðvík. „Svo er félagslífið mjög gott. Við búum 20 saman, erum ein í húsinu á kvöldin þannig að við lærum vel að taka tillit til annarra og líka að bera virðingu fyrir húsinu.“ Hrafnhildur María Ríkharðs- 2.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Heimildamyndin Fiskur undir steini verður sýnd á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík nk. mánudags- kvöld. Myndin er frá 1974, fjallaði um Grindavík sem menningarsnauðan bæ og varð mjög umdeild. Grindavík Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn, sem funduðu á Kirkju- bæjarklaustri á dögunum, vilja að stjórnvöld hefji nú þegar vinnu við að ljósleiðaravæða Ísland allt, hraðvirk netteng- ing sé forsenda jákvæðrar uppbyggingar og þróunar. Klaustur Forláta bjalla hangir í forstofu gamla skólahússins. Hald- ið er í skemmtilega hefð og ætíð hringt til matartíma. Það mun hafa tíðkast alla tíð og notast við þessa sömu bjöllu. Á myndinni sinnir Svandís Hekla Guðmunds- dóttir úr Hafnar- firði þessu ábyrgð- arhlutverki. Úr anddyrinu er gengið inn í stórt rými í miðju hússins. Sá hluti þess er kallaður Höll- in. „Skólinn verður 85 ára í vetur og því eru ekki nema 15 ár þangað til húsið verður sjálfkrafa friðlýst. Í Höllinni er allt upprunalegt og við reynum að halda því mjög vel við,“ segir Bryndís Fiona Ford skóla- stjóri við Morgunblaðið. Skólinn var stofnaður árið 1930, hét þá Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað – en nú Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað og er fagskóli á sviði matreiðslu og handverks. HALDIÐ Í GAMLA HEFÐ Hringt til matartíma Lónsbraut 1 Fiskvinnsluhúsnæði með öllum búnaði • Fiskvinnsluhúsnæði sem er 1.725 fm að stærð, þar af er vinnslurými 1.418 fm og skrifstofuaðstaða um 307 fm • Húsnæðið afhendist með vinnslubúnaði, lausfrysti flæðilínu, sérhannaðri pökkunarlínu og flæðilínu frá Marel • Framleiðslan býður uppá vinnslu fjölda sjávarafurða • Malbikuð bílstæði og umhverfi vel frágengið • Húsnæðið er nýlegt og ástand eignarinnar er mjög gott Allar frekari upplýsingar veitir Jóhann Ólafsson í GSM 863-6323 Jóhann Ólafsson Lögg. fasteignasali Hlíðasmári 6 - 201 Kópavogur - Sími 566-8866 - fasteignahusid@fasteignahusid.is fasteignahusid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.