Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Síða 27
2.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 G uðmundur Ingi Úlfarsson, graf- ískur hönnuður sem sérhæfir sig í leturgerð, hefur selt tíma- ritunum New York Times og The Wire leturhönnun sína. Guðmundur vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar hann hannaði letur sem notað er í allt kynningarefni fyrir hina virtu Sundance- kvikmyndahátíð. „Hönnunarstofan sem sá um Sundance-útlitið, Mother í New York, hafði samband við mig í gegnum vefsíð- una okkar og hafði áhuga á letrinu,“ út- skýrir Guðmundur. Guðmundur vann letr- ið, sem ber heitið L10, út frá leturhönnun sem hann gerði upphaflega fyrir afmæl- isbók Lunga árið 2010. Guðmundur lærði grafíska hönnun við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og rekur nú fyrirtækið Or Type ásamt Mads Freund Brunse sem sérhæfir sig í letur- hönnun. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á letri. Síðan voru leturgerðaráfangar í skólanum sem ég tók mjög alvarlega og hafði gaman af. Þetta hefur blundað í mér lengi, síðan ég byrjaði að hafa áhuga á grafískri hönnun,“ segir Guðmundur Ingi. Tímaritið The Wire keypti L10-letrið, það sama og var notað í kynningarefni Sundance Film festival. New York Times keypti óútgefið letur af Guðmundi sem verður notað í næstu sérútgáfu New York Times-tímaritsins, „The Innovation issue“. „Þetta er letur sem er í vinnslu og þau höfðu áhuga á að sjá letur frá okkur sem þau gætu mögulega notað í blaðið og þá sendi ég þeim þetta og þau höfðu mikinn áhuga á að nota það,“ útskýrir Guðmundur og segir New York Times hafa haft samband í kjölfar Sundance-kvikmyndahátíðarinnar. Guðmundur segir söluna á letrinu hafa mjög mikla þýðingu. „Þetta er í raun bara besta auglýsingin sem leturhönnuður getur fengið.“ Guðmundur vinnur nú að uppfærslu á sýningar- og sölusíðu sinni Or Type og segir jafnframt nokkur spennandi verkefni í vinnslu. Guðmundur Ingi Úlfarsson segist lengi hafa haft áhuga á leturhönnun. Morgunblaðið/Golli Hannar fyrir New York Times Leturhönnun Guðmundar, L10, á kynningarefni kvikmyndahátíðarinnar Sundance Film festival. TÍMARITIN NEW YORK TIMES OG THE WIRE KEYPTU NÝLEGA LETUR- HÖNNUN GRAFÍSKA HÖNNUÐARINS GUÐMUNDAR INGA ÚLFARSSONAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Laugardaginn fyrsta nóvember verður opnuð sýningin Endurbókun í Gerðubergi. Þar verða verk sýnd sem eiga það sameig- inlegt að vera öll unnin úr gömlum bókum. Þar öðlast bækurnar nýtt líf en bækurnar eru flestar fengnar af Gerðubergssafni. Listahópurinn ARKIR, sem stendur fyrir sýningunni samanstendur af listakonunum Önnu Snædísi Sigmarsdóttur, Arnþrúði Ösp Karlsdóttur, Áslaugu Jóns- dóttur, Ingiríði Óðinsdóttur, Svanborgu Stef- ánsdóttur og Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur. Allar hafa þær stundað bókverkagerð af ýms- um toga um margra ára skeið. Sýningin Endurbókun stendur til 11. janúar 2015. Listahópurinn ARKIR sýnir verk sín, sem unnin eru úr gömlum bókum, á sýnungunni Endurbókun. Gamlar bækur öðlast nýtt líf Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Fallegar vörur fyrir heimilið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.