Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 2
2 30. janúar 2014 Nýtt safn um mikla atburði í Vestmannaeyjum: Boðið upp á ævintýralegt ferðalag í Eldheimum Það rís upp af hrauninu í Vestmannaeyjum. Tákn um mikla atburði. Sannkallaðir Eldheimar. Auglýst hefur verið eftir safnstjóra að þessum ævintýraheimi. Nýja safninu sem ber nafn með rentu. „Eldheimar er hluti af þriggja heima sýn sem bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti árið 2007,“ segir Margrét Rós Ingólfs- dóttir, verkefnastjóri Eldheima. „Fyrir eru Sagnheimar, byggða- og sögusafn Vestmannaeyja, Sæheimar fiska- og náttúrugripasafn og þriðji heimurinn bætist nú við, Eldheim- ar. Þar verður gossögunni gert hátt undir höfði.“ Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10, sem grófst und- ir ösku í eldgosinu 1973 og eru Eldheimar byggðir í kringum það hús. Safnið verður á tveimur hæð- um, alls tæplega 1.200 fermetrar. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landslagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýn- ingarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson. Axel hefur sett upp fjölda sýninga og er m.a maðurinn á bakvið hið sívinsæla Landnámssetur í Borgarnesi. „Hugmynd sýningarinnar er að fara í ævintýralegt ferðalag úr nú- tímanum aftur til áranna fyrir gos og þaðan aftur fram til dagsins í dag. Áhersla er lögð á tilfinningalega upp- lifun þar sem mannlegi þátturinn er í fyrirrúmi, en auk þess er fræðilegri nálgun svo sem jarðfræði gerð góð skil,“ segir Margrét Rós. Nú er Vestmannaeyjabær að aug- lýsa eftir safnstjóra Eldheima. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið í mars og fari nýr safnstjóri í vinnu við að kynna safnið og undirbúa opn- un þess en allar framkvæmdir eru á áætlun og gert er ráð fyrir formlegri opnun í maí. „Ferðamannafjöldi til Vestmannaeyja hefur margfaldast með tilkomu Landeyjahafnar og eru ferðamenn sérlega áhugasamir um Eldheima“, segir Margrét Rós. „Þá eru Eyjamenn ekki síður áhugasamir um verkefnið enda er um að ræða atburð sem hafði, og mun alltaf hafa áhrif á sögu Eyjamanna. Við gerum því ráð fyrir að safnið muni njóta verulegra vinsælda og við þorum að fullyrða að sú sýning sem Axel er að hanna í samstarfi við Vestmanna- eyjabæ sé þessum atburði og sögu til sóma.“ Margrét Rós, verkefnastjóri Eld- heima, veitir frekari upplýsingar um stöðu safnstjóra Eldheima. Netfang hennar er margret@vestmannaeyjar. is og sími 488-2000. Umsóknar- frestur er til 15. febrúar. ÞHH Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 Núna færð þ ú 25% viðbótar -afslátt af öllum úts öluvörum ÚTSÖLULOK stærðir 38-58 Njálurefillinn er orðinn eins árs og yfir 11 metrar! Kvenfélagið Eining í Holtun-um og Kvenfélag Skeiða-hrepps komu til okkar á sunnudaginn var til að sauma og njóta lífsins. Þær skildu eftir sig mörg fín spor í reflinum og voru bara ánægðar með verkið, má lesa á fésbókarsíðu Njálurefilsins. Njálurefillinn verður 1 árs á sunnudag, 2. febrúar og hefst dag- skrá í tilefni afmælisins kl. 14. Þá verður hægt að grípa í saumnálina og njóta góðrar dagskrár. Það var Vilborg Arna, pólfari, sem tók fyrsta sporið en síðan hafa verið saumaðir yfir 11 metrar og er það langt um- fram björtustu vonir aðstandenda refilsins. Þriðjungs- fækkun á næstu þremur árum „Ég held reyndar að við séum með um 30% of mörg skip í bolfiski á miðunum og sé því fyrir mér þriðjungsfækkun á næstu þremur árum eða svo. Það eru mjög mörg skip, sem eru ekki nýtt að fullu og ljóst að menn verða annaðhvort að sameinast um rekstur eða sameina fyrirtæki,“ seg- ir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík í samtali við vefmiðilinn kvotinn.is. Pétur segir að mikla álögur hafi verið lagðar á greinina og einhverjir neyðist til að hætta, eins og það hafi reyndar alltaf verið. Framtíðarhlutverk Selfossflugvallar og möguleikar kennsluflugs Kennsluflug á Selfossflugvelli er mikið tækifæri til atvinnusköpunar á staðn- um, auk þess að tryggja fluginu á Íslandi fyrsta flokks aðstöðu skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu er stefnan sú að allt kennsluflug verði lagt af á Reykja- víkurflugvelli frá og með næsta ári. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa að undanförnu verið í viðræðum við hagsmunaaðila um hvort raunhæft væri að flytja kennsluflugið á Sel- fossflugvöll. Umræða um starfsemi kennsluflugs á Selfossflugvelli er ekki ný af nálinni og hefur oft kom- ið upp á undanförnum árum. Nú blasir sú staðreynd við að kennslu- flugið er víkjandi í Reykjavík og því rétti tímapunkturinn núna að láta reyna á það til fulls að flytja það á Selfossflugvöll. Þegar hefur verið fundað með aðilum frá Flug- klúbbi Selfoss og Flugmálafélagi Ís- lands vegna málsins. Niðurstaðan af þeim viðræðum er sú að fram- kvæmdastjóra sveitarfélagsins var falið að vinna drög að breytingum á orðalagi aðalskipulags varðandi aukna notkun Selfossflugvallar. Undirritaður fagnar því mjög að hreyfing er komið á málið, og fyrstu skrefin tekin í frekari uppbyggingu flugvallarins. Hagkvæmni svæðisins. Það er mín skoðun að þegar rætt er um nauðsyn þess að koma upp nýrri aðstöðu fyrir æfinga og kennsluflug sé horft til þeirra mörgu möguleika sem Selfossflugvöllur hefur uppá að bjóða. Völlurinn er til að mynda með tveimur flugbrautum, sem eru 800 metrar að lengd og önnur brautin er með ágætum ljósabúnaði. Þá er lokið við að undirbyggja báðar flugbrautirnar fyrir bundið slitlag. Svæðið býður einnig uppá nægt landrými fyrir flugskýli og önnur mannvirki sem fylgja myndi slíkri uppbyggingu. Ljóst er að kostnað- ur við nauðsynlega aðstöðusköpun yrði aðeins brot af þeim kostnaði ef ætti að koma upp nýrri aðstöðu fyrir æfinga- og kennsluflug annars staðar. Það yrði kærkomin viðbót við atvinnulíf í sveitarfélaginu ef hér yrði öflug starfsemi flugskóla og flugkennslu. Ef ekki tekst að finna kennsluflugvöll í nágrenni höfuð- borgarinnar sem sátt er um er hætta á því að flugnemar leiti í auknum mæli erlendis til flugnáms. Ljóst er að mikill missir væri fyrir íslenskt flug að missa kennslu úr landi, þar sem hér eru oft á tíðum erfiðar að- stæður til flugs vegna veðurs. Því er mjög mikilvægt fyrir flugöryggi að flugmenn hafi bæði þjálfun og reynslu af flugi í því umhverfi sem þeir eiga eftir að vinna í til framtíð- ar. Kennsluflug á Selfossflugvelli er mikið tækifæri til atvinnusköpunar á staðnum, auk þess að tryggja flug- inu á Íslandi fyrsta flokks aðstöðu skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á samstöðu allra sem að málinu koma, svo af þessu geti orðið. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Selfossflugvöllur. „Það yrði kærkomin viðbót við atvinnulíf í sveitarfélaginu ef hér yrði öflug starfsemi flugskóla og flugkennslu,“ segir Eggert Valur. Mynd: ÞHH Eggert Valur Guðmundsson. Kvenfélagskonur úr Holtunum og Skeiðahreppi skildu eftir sig sín spor. Mynd: Ólafur Snorrason

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.