Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 9
930. janúar 2014 Þorrakarlinn undirbýr þorrablót Selfossblótið 2014 Það skorti ekki fjörið og sveifluna á þorrablótinu á Selfossi sl. laugardag sem nú var haldið í þrettánda sinn. Girnilegur þorramatur að venju. Heiðursgestir (á mynd) voru Björg Óskarsdóttir og Guðni Andreasen, Guðný Halldórsdóttir og Páll Sig- urþórsson, Ólafur Íshólm Jónsson og Erla Gunnlaugsdóttir. Kjartan Björnsson þorrablótshaldari hefur látið hafa það eftir sér að komið sé nóg. Hvort aðrir taki við keflinu á eftir að koma í ljós. Myndir: Gunnar Þór Gunnarsson 1912 er lýsing eins þorrablóts- gests fyrir vestan höfð eftir í Syrpu, 1. árg. 3.tölublaði. Þjóðlegt með afbrigðum: „Ætti að vera einskonar kvöldmáltíð Íslendinga í minningu hetjanna fornu, þar sem burt væru þvegnar syndir ómensku-aldanna og vesaldómur vorrar eigin ald- ar, en safnað aftur á móti nýjum guðamóði, afli og þori hinna löngu liðinna kappa.“ Og enn halda Vestur-Íslendingar þorrablót (Midwinter Viking Feast). 22. febrúar 2014 verður það haldið í Norður Dakótafylki. Þannig er það auglýst og með sögulegri viðbót um þorrann: The Icelandic Communities Association of northeast North Dakota is very happy to announce a community Þorrablót for Febru- ary 22, 2014 at the Mountain Community Center. Come for traditional Icelandic Foods, Entertainment, Silent Auction, Live Auction, Door Prizes, and lots of fun! Dinner Tickets are $25 for adults and $10 for children 12 and under. Raffle Tickets are $5 each. Need not be present to win. Grand Prize — 2 tickets on Icelandair 2nd Prize —- autographed print ‘Life in the Vast Lane’ by Wayne Gudmundson and $100 cash for framing 3rd Prize —- $100 cash Social Hour 5:30-6:30 p.m. Dinner 6:30 – 7:30 p.m. Raffle Drawing 8:30 p.m. Þorrablót á Íslandi 1928 héldu stúdentar á Akureyri þorrablót. Var þar fjörugt mjög, segir í Mogga. Í Neista, blaði jafnaðarmanna á Siglufirði er auglýst þorrablót laugardag 27. febrúar 1937 á veg- um verkamannafélagsins Þróttar. „Skemtiatriði: 1. Ræða, 2. Gam- anvísur, 3. Ræða, 4. Gamanvísur, 5. Kórsöngur. Trogstjórar komi með trogin fyrir klukkan 3 e.h. á laugar- dag.- Aðgöngumiðar seldir um leið og kosta kr. 1,00. Nefndin.“ Brautin á Siglufirði segir svo frá hvernig til tókst á þorrablótinu sem um 400 manns sóttu. Eitthvað fór dagskráin úr skorðum því að í lokin var stiginn dans.“Að skemmtiskránni lokinni var borðum rutt og dans stiginn til kl. 8 um morguninn.“ Um annað þorrablót fyrir norðan voru eftirmælin þessi: „Veður var kyrrt og gangfæri hið besta.“ Eftirfarandi mátti lesa í Þjóðvilj- anum 26. janúar 1940: „Þorri byrjar í dag. Þess er víða minnzt um landið með þorrablótum og öðrum gleð- skap. Í tilefni af þorrakomunni verða leikin danslög í útvarpið til klukkan eitt í nótt.“ Og enn skal blótað. Fleiri frásagnir og myndir af þorrablótum á Suður- landi munu birtast í blaðinu. Þorrakarlinn varð á vegi okkar á Hvolsvelli. Starfsmenn á skrifstofu sveitar- félagsins urðu fyrst varir við hann þegar þeir komu til vinnu. Hann sagðist tengjast þeim sem væru að undirbúa þorrablót Hvolhreppinga. næst fréttist af honum fyrir utan dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol og má því ætla að hann gerist víðförull fyrir blótið sem verður nk. laugardag 1. febrúar nk. í Hvolnum, Hvolsvelli, segja heimildarmenn blaðsins í rangárþingi eystra.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.