Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 14
JÓLAFATNAÐUR - JÓLAGJAFIR Munið gjafabréfin vinsælu Skinnkragar - Leðurhanskar - Klútar JÓLATILBOÐ Á SÉRVÖLDUM KJÓLUM DÚNDUR ÚTSLALA Á ÚTSÖLUMARKAÐINUM ERUM Á FAcEbooK VERÐLÆKKUN Á ÚTSÖLUNNI 14 30. janúar 2014 Þekk ir Þú fólk ið? Héraðsskjalasafn Árnesinga hef- ur á undanförnum árum feng- ið fjölda merkra ljósmynda. Hérðasskjalasafnið fékk ásamt Héraðsskjalasöfnunum á Egils- stöðum og Sauðárkróki styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neyti til atvinnuskapandi verkefn- is við innskönnun og skráningu á ljóstmyndum. Sveitarfélagið Ár- borg og Menningarráð Suðurlands styrkja verkefnið svo sérstaklega hér í héraði. Á héraðsskjalasafninu eru nú um 150.000 ljósmyndir. Rúmlega 70.000 ljósmyndir er nú búið að skanna og skrá um 50.000. Mikil vinna liggur að baki skrán- ingu á ljósmyndum og oft á tíðum er ekki hægt að greina nákvæmlega frá viðburðum eða þekkja einstak- linga á myndunum. Mikilvægt er að geta leitað til almennings og fá aðstoð við skráninguna. Birting ljósmynda með þessum hætti er í raun samvinnuverkefni þeirra sem lesa blaðið og héraðsskjalasafnsins. Þeir sem hafa frekari upplýsingar eru hvattir til að senda okkur tölvu- póst á myndasetur@heradsskjala- safn.is eða heimsækja okkur. Þá minnum við á myndasíðuna okkar myndasetur.is en þar eru myndir aðgengilegar. úr Harð Haus (2) Jói í Stapa Ég er á ferð um fjallasveit með frjálsri vinasveit. Óðfluga leitar hugur heim í hlýjan bernskureit. Er Mælihnjúkinn hillir hátt við himins bláu tjöld. Hjarta mitt fagnar heimaátt um hlýlegt sumarkvöld. Jóhann Guðmundsson var fæddur undir brúnamiklum fjöllunum í Blönduhlíð, en foreldrar hans bjuggu síðan á ýmsum jörðum, út í Fljótum, vestur í Svartárdal og fram á Gilj- um og snemma hvíldi fjárhirðing og annað búsamstur á herðum unga sonarins. Stapa í Skagafirði, litla jörð utarlega í Tungusveit eignaðist Jói ungur maður og þar bjó hann ára- tugum saman en vann einnig við smíðar hjá bændum, skagfirskum og húnvetnskum, oft með flokk með sér enda voru viðfangsefnin oftast stórar hlöður eða gripahús. En Jói átti létt með að smíða fleira en hús, hann er rímsnjall hagyrðing- ur og myndvíst skáld þegar hann kýs að skreyta samfélag sitt með fögru ljóði. Mörg ljóða sinna hefur hann ort fyrir vini sína, til söngs, handa afmælisbörnum, um fegurð landsins eða kætina í góðra vina hópi. Um kollega sinn í skáldastétt yrkir Jói: Nú er orðinn áttræður andans krafti gæddur Andrés Valberg vígreifur valnastakki klæddur. Háfjallaslóðir er vinsælt söngljóð um fjöll og fjallaslóðir: Kaldadals að kanna leið kannski förum næst þar sem Skjaldarbungan breið birtir formið glæst. Með Eiríksjökul, Ok og Strút og eilíft Geitlandssvell. Jarlhettur við austrið út einnig Hlöðufell. Hálfþrítugur fór Jói í bændaskól- ann á Hvanneyri og eignaðist þar góða félaga sem komu síðan til liðs við yngri félaga hans þegar fitjað var upp á árlegum mótum hagyrðinga, Bragaþingum sem haldin hafa verið vítt um land frá 1989. Á Hveravöll- um hittust hagyrðingar 1990 og Jói fagnaði þeim með fjölda vísna. Hér kemur ein: Áfram leiðum orku og dug örvaðir seiði vænum. Andinn greiðast fer á flug frjáls í heiðablænum. Jói hefur gefið út tvær ljóðabækur, Axarsköft og Ný axarsköft þar sem hann hefur safnað ljóðum sínum og stökum. Hann varð níræður á nýja árinu, heldur góðri heilsu en heyrnin hefur nokkuð dofnað svo hann nýtur sín ekki í fjölmenni og hefur hætt að syngja með kór aldraðra í Skagafirði, en fagnar því betur vinum sem líta inn til hans í Varmahlíð. Ljúka skal pistli með aftanstemn- ingu Jóa frá Þjórsá og Skeiðum: Suðurlandið sveipar friður sveitin andar hægt og rótt Út við sanda er ölduniður inn til landsins kyrrt og rótt. Byggðin öll til beggja handa blómahöll af skrúði gjörð; um hóla, völlu, hraun og sanda háreist fjöllin standa vörð.. . . Sólin hljóð við sæinn brennur sendir glóð í skýin hljótt. Yfir flóð og runna rennur rökkurhljóða ágústnótt. Ingi Heiðmar jónsson Þekkið þið bæinn? Við spurðum í síðasta blaði um mynd sem tekin var af bóndabæ Margir höfðu samband og bar saman um að þetta væri Norðurgarður í Vestmannaeyjum. Nánar tiltekið Norðurgarður vestri í Vestmannaeyjum og til hægri sést í Norð- urgarð eystri. Ýmis fróðleikur fékk líka að fylgja með og hefur öllu verið komið til skila á Héraðsskjalasafn Árnesinga. Kærar þakkir Vetrarmyndir Bjarna „Undir stiganum“ Sýningu Bjarna Joensen í Gallerí undir stiganum í sýn-ingarrými bókasafnsins í Þor- lákshöfn, lýkur um helgina. Bjarni hefur verið mjög afkastamikill málari í mörg ár, en málverkin á sýningunni tengjast vetrinum, vetrarfegurð og ljósaskiptunum í skammdeginu. Um sölusýningu er að ræða. Bjarni joensen. Móttöku­ og um­ hleðsluhús á Strönd Samið við Landstólpa Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur samið við Landstólpa ehf. um byggingu á mót- töku- og umhleðsluhúsi á Strönd. Verksamningurinn var undirritaður í liðinni viku og á myndinni sjást þeir Ágúst Ingi Ólafsson, formaður stjórnar Sorpstöðvarinnar, og Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdarstjóri Landstólpa.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.