Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 4
4 30. janúar 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 2. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Verðtryggingarbrella eða varanleg lausn Ef tekið er mið af sögulegri reynslu mun einungis ríkasti fjórðungur þjóðarinnar ráða við að kaupa hóflegt húsnæði á óverð- tryggðum íslenskum vöxtum. Það er staðreynd sem einnig kemur vel fram í tillögum hópsins og ríkisstjórnin hefur engar útfærðar tillögur um hvar afgangur þjóðarinnar á að búa. Gott var að fá skýrslu nefndar forsætisráðherra um boðað „afnám“ verðtryggingarinnar. Vísitölubinding lána og lífeyris hefur verið viðhöfð síðan Ólafur Jóhannesson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, leiddi lög þess efnis í gegnum þingið. „Ólafslögin“ um verðtryggingu. Þá sett sem hálfgerð neyðarráðstöfun þar sem lífeyrir og sparnaður brunnu upp á báli verð- bólgu og lán voru gjöf til útvaldra innanbúðargæðinga: Verðbólgan greiddi þau upp. „Móðir allra kosningaloforða“ svikin Verðtrygging er fyrst og fremst birtingarmynd á ónýtu peninga- kerfi. Verðlitlum gjaldmiðli sem æðir upp og niður þegar gefur á bátinn eða vel árar um skeið. Verð- tryggð króna í höftum er að sönnu stærsta óleysta vandamál samtím- ans og skýrslan dregur eitt og annað fram sem undirstrikar staðreyndir máls. Til dæmis það að upphafið lof- orð Framsóknarflokksins um afnám verðtryggingar strax eftir kosningar, og flutningur allra lánasafna yfir í óverðtryggð, var lýðskrum án inni- stæðu. Verðtrygging verður ekki af- numin á verðlitla mynt í höftum. Það er ávísun á enn verra ástand sem við landsmönnum blasti við setningu Ólafslaga árið 1979. Eina leiðin út úr vandanum til lengri tíma er myntsamstarf. Þá fyrst er hægt að afnema verðtryggingu og brúka stöðuga mynt á lágum við- varandi vöxtum. Það tekur tíma en er innan seilingar berum við til þá skynsemi að fara þá leið í gegnum samstarf 28 lýðræðisþjóða í Evrópu. En sem dæmi þá eru vextir á neyt- enda- og húsnæðislán í Evrópu á bilinu 0,5-1,8%. Vaxtamunurinn við Ísland skiptir milljarðatugum ár hvert og yrði mesta lífskjarabót sem hægt er að hugsa sér. Það varpar skýrasta ljósinu á inni- stæðuleysi loforðsins um tafarlaust afnám verðtryggingar, sem oft er nefnt „móðir allra kosningaloforða,“ að eina tillagan sem hönd á festir hjá nefndinni skuli vera sú að banna þau verðtryggðu lán til 40 ára. Lán sem framsóknarmenn komu á árið 1999 og áttu þá að gera öllum kleift að eignast húsnæði án vandræða. Ef tekið er mið af sögulegri reynslu mun einungis ríkasti fjórðung- ur þjóðarinnar ráða við að kaupa hóflegt húsnæði á óverðtryggðum íslenskum vöxtum. Það er staðreynd sem einnig kemur vel fram í tillög- um hópsins og ríkisstjórnin hefur engar útfærðar tillögur um hvar af- gangur þjóðarinnar á að búa. Klæðalaus keisari og skynsemi Færeyinga Ríkisstjórnin virðist draga þá ályktun af verðtryggingarbölinu að höfuðvandamál þjóðarinnar sé að meðaltekjufólk eigi húsnæði. Lausn á skuldavandanum á því ekki að felast í stöðugri gjaldmiðli eða lægri vöxtum, heldur því að gera venjulegu launafólki illa kleyft að kaupa íbúðir. Vandinn er mikill og kallar á stórtæka lausn. Sú eina sem enn hefur verið dregin fram er aðild að myntbandalagi Evrópu. Eða skyldi það vera tilviljun að frændur okkar Færeyingar skuli festa sína krónu við þá dönsku sem er föst við evru og áður mark? Nei, varla. Kostnaðurinn við krónuna er á annað milljarða-hund- ruð ár hver. Þann kostnað þarf að losna við ásamt verðtryggingu og höftum með raunhæfum lausnum. Ekki innistæðulausum loforðum rétt fyrir kosningar og stendur nú keisarinn klæðalaus með verð- trygginguna í fanginu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður | og ráðherra. „Vandinn er mikill og kallar á stór- tæka lausn. Sú eina sem enn hefur verið dregin fram er aðild að mynt- bandalagi Evrópu. Eða skyldi það vera tilviljun að frændur okkar Færeyingar skuli festa sína krónu við þá dönsku sem er föst við evru og áður mark,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. Lífshlaupið miðvikudaginn 5. febrúar Opnað hefur verið fyrir skráningu í Lífshlaup-ið sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþróttasam- bands Íslands. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakend- um kostur á að taka þátt í vinnu- staða-, grunnskóla- og einstak- lingskeppni, þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið. Hægt er að skrá sig á www. lifshlaupid.is. 100 færra á atvinnuleysisskrá á Suðurlandi en fyrir ári „Við eigum gott samstarf við at-vinnurekendur bæði um hefð-bundna vinnumiðlun en líka í gegnum samstarfssamninga um starfsþjálfun og reynsluráðningar,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofn- unar Suðurlandi. „Það er alltaf nokkur hreyfing á atvinnuleysisskránni hjá okkur, nýtt fólk bætist í hópinn og aðrir fara út í vinnu,“segir Ragnheiður Hergeirsdóttir. „Í dag eru 455 manns á skrá. Af þeim eru 215 með lögheimili í Árborg, 53 í Vestmannaeyjum, 40 í Ölfusi og 43 í Hveragerði. Á þessum tíma í fyrra voru um 550 manns á skrá hér á Suðurlandi. Skráð atvinnuleysi í desember sl. var 4,2 % á landinu en 3,3 % (449 manns) á Suðurlandi samanborið við 5,7 % á landinu í desember 2012 og 4,2 % á Suðurlandi í des- ember 2012. Af þeim 455 sem eru á skrá í dag hafa 181 nýtt meira en 12 mánuði af 36 mánaða bótarétti.“ Ragnheiður segir marga at- vinnuleitendur á námskeiðum í janúar og febrúar á vegum Vinnu- málastofnunar. „Það hefur verið frekar lítið um starfaauglýsingar síðustu mánuði og framhaldið sýnist mér enn nokkuð óljóst. Við leggjum mikið upp úr því að fólk fái tækifæri til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði t.d. með námskeið- um eða lengra námi og gerum þá sérstaka samninga þar um. Vinnumiðlunarhlutverk Vinnu- málastofnunar er mjög mikilvægt og við eigum gott samstarf við atvinnurekendur bæði um hefð- bundna vinnumiðlun en líka í gegnum samstarfssamninga um starfsþjálfun og reynsluráðningar. Það er oft mjög árangursríkt fyrir- komulag, hjálpar atvinnuleitanda að komast í vinnu og atvinnurek- anda að efla starfsemi sína,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir. Leiðsögn um skúlptúra Rósu Gísladóttur í Listasafni Árnesinga sunnudaginn 2. febrúar kl.15 Rósa Gísladóttir mun segja frá tilurð listaverka sinna sem eru til sýnis í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Tækifæri gefst til þess að ræða við hana á sunnudag. Stóru verkin hennar voru sérstaklega unnin fyrir sýningu sem sett var upp í hinu virta safni, Mercati di Traiano, í Róm sumarið 2012. Rósa hefur hlotið viðurkenn- inga og á að baki fjölmargar samsýn- ingar og einkasýningar bæði hér á landi sem erlendis. Verkin sem eru til sýnis í Listasafni Árnesinga eru unnin í gifs og jesmonite. Verk eftir Rósu er að finna í safneign Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og í einkasöfnum. Undir yfirheitinu Hliðstæð- ur og andstæður, kallast sýningin Rósa Gísladóttir – skúlptúr á við aðra sýningu í safninu; Samstíga – abstraktlist bæði í tíma og rúmi og saman draga þær fram sjónarhorn á listasöguna sem gefur tilefni til um- ræðu. Sýningartíminn hefur verið framlengdur til 23. febrúar, allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Stórmeistarajafntefli sveitarstjóra á skákdegi Íslands á Hvolsvelli Jón Viktor Gunnarsson stór-meistari og Stefán Bergsson rétt sluppu yfir Hellisheiði í Hvolsskóla áður en henni var lokað síðastliðinn föstudag. Það var líka eins gott því að í skólanum biðu 33 nemendur á öllum aldri spenntir eftir því að tefla við þá fjöltefli. Allir nemendurnir stóðu sig með stakri prýði þrátt fyrir að aðeins vinningur hafi komið til þeirra en Aron Sigurjónsson sigraði í sinni skák. Þegar fjölteflinu var lokið skelltu þeir félagar sér í sund ásamt Ísólfi Gylfa sveitarstjóra og vígðu þar sundtafl sem ætlað er sundgestum. Eftir nokkra vel valda leiki bauð Jón Viktor Ísólfi stórmeistarajafntefli sem hann þáði. Taflið er hægt að fá lánað í afgreiðslu sundlaugarinnar á Hvolsvelli endurgjaldslaust. rósa Gísladóttir. ragnheiður Hergeirsdóttir. Auglýsingasími: 578 1190 S U Ð U R L A N D

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.