Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 10
Bókunarsími tilboðsins er 426 5000 Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi! Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 · gistihus@internet.is · bbkeflavik.com Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur. Þú geymir bílinn þinn hjá okkur, við keyrum þig upp á á flugvöll og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu. Ertu á leiðinni til eða frá landinu? Morgunverður er innifalinn Þráðlaus nettenging Rúmgóð herbergi með gervihnatta- sjónvarpi og baði Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla hervöllinn og Reykjanesið? Við erum vel staðsett til að njóta alls þess sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða rómantískar stundir. Gott verð! Gildir til 1. maí 2014. 30. janúar 2014 Auglýsingasími: 578 1190 S U Ð U R L A N D 10 Nýir félagar í Lions­ klúbbinn í Hveragerði Á félagsfundi í Lionsklúbbnum 13. janúar voru tveir nýir félagar teknir inn. Það voru þeir Kristján Á. Gunnarsson og Sigur- björn Bjarnason. Myndin er tekin þegar nýir félagar voru teknir í Lionsklúbbinn. Frá vinstri talið: Árni Brynjólfur Hjaltason, Kristján E. jónsson, Kristján Á. Gunnarsson, Sigurbjörn Bjarnason, Birgir S. Sigurðsson, axel Wolfram formaður klúbbsins og Guðríður Þ.Valgeirsdóttir. Mynd: Vilmundur Kristjánsson Ekki tóm sæla að eiga gæludýr Vissir þú að gæludýraeigend-ur eru óánægðari með lífið en þeir sem ekki eiga gælu- dýr? Hefði það ekki átt að vera þver- öfugt? Kannski fá menn sér gæludýr til þess að vinna með óánægjuna – og gegn þunglyndi og streitu. Gælu- dýraeigendur eru nefnilega jafnvel verr staddir andlega en þeir sem ekki eiga gæludýr. Þetta er nú vísindalega sannað. Heiðdís Björk Gunnarsdóttir hef- ur rannsakað fyrirbærin gæludýra- eigendur og líka komist að því gæludýraeigendur eru yngri, meira menntaðir, búa frekar með öðrum en einir, hlutfallslega fleiri í dreifbýli en þéttbýli, og eiga erfiðara með að ná endum saman um hver mánaðarmót miðað við þá sem ekki eiga gæludýr. Þegar tekið var tillit til þessara þátta mældust gæludýraeigendur í aukinni áhættu á einkennum þunglyndis og streitu. Einnig skoruðu gæludýra- eigendur lægra á kvarða sem gefur vísbendingar um að gæludýraeigend- ur gætu verið óánægðari með lífið miðað við þá sem ekki eiga gæludýr. Niðurstöðurnar benda til þess að gæludýraeigendur séu jafnvel verr staddir andlega en þeir sem ekki eiga gæludýr. Þar sem um þversniðsrann- sókn er að ræða er ekki hægt að full- yrða um orsakasamband, hugsanlega eru gæludýraeigendur öðruvísi að einhverju leyti en þeir sem ekki eiga gæludýr, má lesa í niðurstöðum. Tvær flöskur á mann í milljónaraferð 1957 Vísir segir frá því 30. janúar 1957 að brezkt farþegaskip hafi látið úr höfn í New York. Skipið hefji „millj- ónaraferð“ – skemmtiferð þar sem „fargjöld eru svo há, að ekki er á færi annarra en efnamanna að greiða þau. Farþegar eru 500 í þessari ferð, og meðal vista vor teknar um borð 1000 flöskur af kampavíni og öðrum dýrum vínum.“ Gerið upp á staðnum! 30. janúar 2014 (í dag) mun Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) halda upp á 15 ára afmæli félagsins. Nú með samkomu í Hörpu í Reykjavík þar með er afmælisárið hafið með pompi og prakt með árlegri viður- kenningarathöfn. Athöfnin verður haldin fimmtudaginn 30. janúar kl. 16:30-18:00 í Hörpu (Flóa opið rými á 1. hæð). Matseðill kvöldsins verður eftir- farandi: Fordrykkur Hægelduð og fennelkrydduð bleikja með gullappelsínu, sítrónuolía Canneloni fyllt með spínati ricotta og parmesan borið fram með kónga- sveppasósu Kaffi og heimalagað konfekt Verð kr. 7100.- (Hver og ein gerir upp á staðnum) Sveitarstjórnarkosn- ingar fóru fram 30. janúar 1938 Austan fjalls vakti athygli að meirihluti á Eyrarbakka vannst á hlutkesti í sveit- arstjórnarkosningum 1938. Verka- mannafélagið Báran bauð fram og hlaut 154 atkvæði. Jafn mörg atkvæði fengu sjálfstæðimenn. Þeir unnu síðan á hlutkesti. Það réð úrslitum. Á Stokkseyri hlaut Sjálfstæðisflokk- urinn flest atkvæði og 3 menn, jafn marga menn fékk sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Kommúnistar fengu einn mann í sveitarstjórn. Úrslit kosninga í Vestmannaeyjum urðu þessi: A-listi rauðliða 655 atkvæði B-listi Framsóknarfl. 195 atkvæði C-listi Sjálfstæðisflokks 866 at- kvæði D-listi þjóðernissinna 62 atkvæði Rauðliðar sem var samfylking Alþýðuflokks og kommúnista kom þremur mönnum að. Töpuðu einum til framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hins vegar meirihluta með 5 mönnum. 30. JANÚAR: Með greinarstúfum sem hér birtast bregðum við á leik. Leitað er fanga í gömlum blöðum og tímaritum. Útgangspunkturinn verður dagsetning viðkomandi útgáfublaðs. Að þessu sinni er útgáfudagurinn 30. janúar. Efnið sem hér birtist felur í sér dagsetninguna 30. janúar. Atburðir eru látnir ráðast af því að þessi dagsetning finnst í textanum. Þeir geta verið mis forvitnilegir, en við látum dagsetninguna stjórna ferðinni. Skaftárhreppur til framtíðar Fimmtudagskvöldið 6. febrúar verður haldinn opinn íbúa-fundur á Kirkjubæjarklaustri til að fylgja eftir íbúaþinginu sem haldið var í október. Fundurinn er hluti af verkefninu „Skaftár- hreppur til framtíðar“, á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS, Háskólans á Akureyri og íbúa Skaftárhrepps. Á fundinum verður greint frá hvernig verkefnisstjórn hyggst fylgja skilaboðum íbúaþingsins eftir. Skaftárhreppur býður upp á kaffi og kleinur. Fundurinn verð- ur haldinn í Kirkjuhvoli og hefst kl.20. Systrastapi við Kirkjubæjarklaustur. Mynd af vefnum klaustur.is

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.