Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 12
Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is TIL SÖLUTil leigu Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: 1. Vera miðsvæðis og á jarðhæð 2. Umferð að og frá húsnæðinu sé greið 3. Vörumóttaka sé sér og opnist beint út, þó helst ekki frá sömu hlið og gengið er inn í Vínbúðina 4. Góð aðkoma sé að húsnæðinu fyrir viðskiptavini og næg bílastæði fyrir þá 5. Lögð er áhersla á gott aðgengi af bílaplani fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. 6. Aðkoma að húsnæðinu fyrir flutningabíla og lyftara með vörur skal vera góð 7. Verslunarrýmið sé sem næst rétthyrnt (hlutföll rýmisins nálægt 3 á móti 2) og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins 8. Hljóðdempun í verslun skal tryggja góða hljóðvist og birtulýsing skal vera 500-600 lux ef loftakerfi og lýsing er til staðar 9. Góð aðstaða þarf að vera fyrir starfsfólk og allt aðgengi í húsnæðinu þarf að hæfa vel hreyfihömluðum 10. Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og vera samþykkt af þeim 11. Leigutími húsnæðisins skal vera allt að 10 árum Við mat tilboða verður bæði tekið tillit til verðs og ofangreindra atriða. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgatúni 7, 105 Reykjavík fyrir kl. 15:00, 10. febrúar 2014. Merkt : 15602 – Leiga á húsnæði fyrir vínbúð Á.T.V.R. í Hveragerði Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi: 1. Staðsetning 2. Teikningar af húsnæði 3. Afhendingartími 4. Ástand húsnæðis við afhendingu (frágangur lóðar, veggja, lofta og gólfa í húsnæði) 5. Leiguverð (án vsk.), hvað er innifalið‘ í leigu og hvaða kostnaður annar kann að falla á leigutaka 6. Fyrirsjáanlegar breytingar sem gætu haft áhrif á kröfuliði 1- 11 að ofan á leigutímanum 15602 – AUGLÝSING EFTIR HÚSNÆÐI FYRIR VÍNBÚÐ Í HVERAGERÐI Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að leigja 150- 200m² húsnæði fyrir Vínbúðina í Hveragerði. 30. janúar 2014 ÚR KÆLISKÁPNUM Nú er Þorri genginn í garð með tilheyrandi þorramat. Þungum söltuðum, reykt- um, súrsuðum mat og hákarli. Öllu skolað niður með þorrabjór og snafsi – og jólin nýbúin. Auðvitað er frábært að halda í þessi gömlu gildi í íslenskum mat- arsiðum. Mat sem þjóðin lífði á um aldir – og hún lifði af. Helgarmaturinn hefur trúlega víða verið í þyngri kantinum og margir að upplifa sig þunga og að hafa borðað mikið. Ég er því örugglega ekki ein um að langa í eitthvað annað og léttara. Það sem gerist oft eftir helgar og hátíðir er að ýmislegt er í kæliskápn- um sem þarf að nota. Sérstaklega er þetta á litlum heimilum því að allar pakkningar á Íslandi fyrir mat eru ætlaðar stórfjölskyldum eða mötu- neytum. Ótrúlegt hvað neytendur hafa mikla þolinmæði gagnvart þessu og einnig löngum opnunrtímum verslana sem fer beint í hækkun á vöruverði. Það væri gaman að geta rannsakað hvað neytandi borgar miklu meira fyrir þessar ákvarðanir seljanda að selja stórar pakkningar og langan opnunartíma fyrir utan ýmislegt annað. Má t.d. nefna vöru á síðasta söludegi fremst í hillu frekar en að bjóða hana á afslætti. Nettó er samt aðeins að bjóða vöru sem er að renna út á afslætti. Eftir þorramatinn langaði mig fyrst og fremst í fisk og keypti nýja löngu í fiskbúðinni. Langa er mjög góð í alla fiskrétti – þétt í sér og bragðgóð. Gallinn er samt sá að fiskur er alltof dýr vara fyrir flesta. Aftur að kæliskápnum sem ýmis- legt geymir. Ég sneiddi niður og setti á pönnu með smá olíu. 1 lauk 1 hvítlauksrif ½ rauða papríku smá bút af engifer ½ bakka af sveppum (of stórar pakkningar) Þetta fékk að mýkjast aðeins á pönnunni. Síðan fann ég til litla öskju af hvítlauksrjómaosti ( sem lítið var búið að taka af ) , bita af myglu- osti frá áramótum, ferskt kóriander - sem var ekki lengur ferskt (of stórar kryddpakkningar), reyktan lax sem var orðinn þreyttur. Þetta var allt sneitt niður og bætt á pönnuna ásamt mjólk (sem var líka að renna út). Rúmlega matskeið af humarkrafti - kannski meira (smakka það til) og pipar. Salt má nota eftrir smekk en það þurfti ekki í þessa sósu. Þetta fékk að malla aðeins saman. Síðan fór langan í bitum út í og soðið í nokkrar mínútur. Sneiddir tómatar og steinselja yfir áður en panna fór á borðið. Meðlætið var soðið sperkilkál. Þetta er góður matur fyrir þá sem eru að spara kolvetni. Þeir sem vilja spara fisk en ekki kolvetni geta notað þessa sósu sem pastasósu. Þá er pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakka og bætt út í. Svo eru þeir sem eru að spara kol- vetni en hafa mikla löngun í pasta (hafa ekki efni á að kaupa fisk) þá er ráðið að skera hvítkál í strimla og sjóða aðeins í saltvatni. Setja út í sósuna og ímynda sér að verið sé að borða flotta pastasósu. Þetta var bara hugmynd að af- gangasósu en ég hvet fólk til að kíkja í kæliskápinn sinn á mánudögum – það er margt spennandi hægt að gera eftir naglasúpuhugmyndinni. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.