Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 6
30. janúar 2014 Eyþór Arnalds eftir 12 ár í sveitarstjórnarmálum: Það var góður skóli Eyþór útilokkar þó ekki að hann komi að pólítik í fram-tíðinni enda sé hægt að gera það með ýmsum hætti. Eyþór Arnalds fer af oddvitastóli Sjálfstæðisflokksins í Árborg fyrir kosningar í vor. Hann verður því ekki með í prófkjöri flokksins sem fer fram 22. mars nk. Ásta Stefáns- dóttir virðist sigla lygnan sjó þar sem enginn sitjandi bæjarfulltrúi hyggst bjóða sig fram í 1. sæti gegn henni. Og annar mótframbjóðandi er ekki í augsýn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins ætla að keppa um annað sæti á listanum. Eyþór hefur stjórnað flokknum hér í Árborg sl. misseri. Það kom kannski ekki á óvart að Eyþór skyldi stiga af stalli eftir átta ár í sveitar- stjórn. „Átta ár þykir hæfilegur tími í sveitarstjórn og gott að fleiri íbúar fái að takast á við þessi málefni. Sjálfur hef ég verið í sveitarstjórnarmálum í 12 ár þar sem ég var í borginni á árunumn 1998-2002. Það var góð- ur skóli. Í öðru lagi tel ég að stóru átakamálin; fjármálin og skipulags- málin séu komin í traustan farveg. Ég hef verið svo heppinn að vinna með frábæru samstarfsfólki eins og Ara Thorarensen, Gunnari Egils- syni, Kjartani Björnssyni, Söndru Dís Hafþórsdóttur og mörgum öðrum í okkar hópi. Þá hef ég átt gott samstarf við bæjarfulltrúa í öðrum flokkum og óska þeim alls hins besta. Vinnubrögð á þessu kjör- tímabili hafa verið lýðræðisleg og vona ég að svo verði áfram. Mikilll meirihluti bæjarfulltrúa er að baki langflestum málum og tekist hef- ur að breyta þröngri stöðu í góða. Það er því kvíðalaust af minni hálfu að skilja við sveitarfélagið okkar í þessari stöðu,“ segir Eyþór Arnalds sem svar við spurningu um ástæð- ur þess að hann ákveður að hætta í bæjarstjórn. Hyggstu leita á önnur pólitísk mið? „Ég er eins og svo margir smitaður af ólæknandi bakteríu í þessum efn- um. Ég hef fylgst með þjóðmálum alla tíð og eins fylgist ég vel með alþjóðastjórnmálum. Þó ég hafi ekki farið þá leið að læra stjórnmálafræði er ég viss um að ég losna ekki svo létt við þessa bakteríu. Mér finnst heilbrigt að fólk sem kemur úr at- vinnurekstri gefi sig að stjórnmál- um og samfélagsþjónustu. Það er heilbrigðara en að við séum bund- in við sérstaka stjórnmálastétt. Ég hef unnið alla tíð í öðrum störfum samhliða stjórmálaþátttöku og mun áfram koma að atvinnurekstri. Það útilokar ekki að ég komi að pólítik enda er hægt að gera það með ýms- um hætti. Þótt í tísku sé að tala illa um pólítik er lýðræðið engu að síður besta stjórnarformið sem enn hefur verið fundið upp. Ég á ekki von á því að á því verði breyting.“ Hvað ertu sátttastur við eftir þinn feril hér? „Hvernig tekist hefur til við að bæta fjárhag sveitarfélagsins og svo hvernig við náðum að vinda ofan af erfiðum skipulagsmálum. Þá hefur vandasöm yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríkinu gengið vel hér í sveitarfé- laginu og starfsfólk unnið mjög gott starf. Ég vil líka nefna skólamálin en við erum komin með formlegt skólasvið sem er gríðarlega öflugt og fer það vel af stað á fyrsta starfsári.“ Hver eru brýnustu verkefni hér framundan í sveitarfélaginu? „Á þessu ári verður farið í úrbæt- ur í fráveitumálum en eins og víða á landsbyggðinni eru þau mál skemmra komin en í höfuðborginni. Þá er bætt aðstaða í Sundhöll Selfoss mikilvæg í uppbyggingu innviða og ferðamála en sá málaflokkur er mest vaxandi atvinnuvegurinn á Suður- landi. Þar eru mikil sóknarfæri fyrir Árborg. Þá vil ég nefna fræðslumál- in. Það er ekki síst á sviði skólamála sem við getum gert betur; bæði hér í Árborg og á landsvísu. Við eigum ekki að vera feimin við að meta árangurinn í skólamálum og eftir aðstæðum stokka spilin eins og við höfum gert með því að færa heim í hérað málefni sem við áður úthýst- um til Skólaskrifstofu Suðurlands. Með því á að nást enn betri þjónusta fyrir börnin. Ég bind miklar vonir við aukinn árangur í skólastarfi enda eru fræðslumálin umfangsmestu mál sveitarfélaga.“ Annað - sem þú vilt nefna eða fjalla um. „Framundan er spennandi tímar fyrir sveitarfélagið. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að halda prófkjör eins og áður. Það er leið sem er lýðræðisleg og hefur reynst vel fyrir framboðið og íbúa. Ef ekki verða önnur próf- kjör má með sanni segja að prófjör Sjálfstæðisflokksins sé opinn vett- vangur fyrir íbúa; bæði til að bjóða fram krafta sína og til að velja sjálfir á lista. Það er ljóst að breytingar verða á framboðslistanum og nýir aðilar gefi kost á sér. Sérstaklega ánægju- legt er að Ásta Stefánsdóttir fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins hefur ákveðið að taka þátt en samstarfið við Ástu hefur verið mjög traust og farsælt. Öll erum við að taka þátt í bæjarmálum til að láta gott af okkur leiða,“ segir Eyþór Arnalds. 6 Glæsileg forsýning í hestaleik- húsinu í Fákaseli í Ölfusi Frumsýning á laugardag, 1. febrúar Það var tilkomumikið hestaleik-hús í boði sl. laugardag í nýju sýningarhöll Íslenska hestsins á Ing- ólfshvoli í Ölfusi. Eins og í leikhúsi var boðið í forsýningu og var margt um manninn. Fyrsta almenna sýn- ingin og jafnframt frumsýning verð- ur á laugardaginn, 1. febrúar. Aðal- höfundur og leikstjóri sýningarinnar er Guðmar Þór Pétursson. Undir- búningur og æfingar hafa staðið yfir frá því í sumar. Fjölmargir listamenn og fagfólk hefur tekið þátt í undir- búningi . Myndirnar eru teknar í opnunarveislunni. Til hennar var boðið fjölmörgum gestum, hesta- fólki og velunnurum Fákasels. (Myndir af vef Hestafrétta) Það er óþarf i að eldast um aldur fram Næring fyrir DNA og RNA starfsemi frumanna. Hefur áhrif á teygjanleika og stinnleika líkamans. Góður árangur við síþreytu, vefjagigt og vöðvabólgu Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni www.celsus.is Dr. Earl Mindell: “Hver sem er á að geta haft útlit og líðan fyrir að vera 5-15 árum yngri en hann er.” Líkamlegt þrek, úthald, vær svefn og léttari lund. Gréta Mörk, hjúkrunarfr. 54 ára: Eftir langvarandi vanlíðan prófaði ég Life Extension. Strax á fyrsta glasi leið mér verulega betur. Þrek og lífsþróttur hefur aukist stórum,ég sef betur og þoli miklu meira álag. Er léttari og jákvæðari í skapi og er orðin félagslyndari. Mér f innst ég vera áratugum yngri. Hárið er orðið þykkara og neglurnar sterkari. Húðin er orðin mýkri, hrukkurnar færri og frískari yf irbragð. Ég mun taka Life Extension inn áfram. 2 mánaða skammtur Eyþór arnalds.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.