Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 30.01.2014, Blaðsíða 8
8 30. janúar 2014 Þorrinn boðinn velkominn eins og um tignan gest væri að ræða Þorrinn er genginn í garð. Þorri hefst á föstudegi í 13. viku vetr- ar á tímabilinu 19. til 25. jan- úar skv. tímatali okkar í dag (nýja stíl). Í gamla norræna tímatalinu er þorri talinn fjórði mánuður vetrar og upphaf þorra hefur miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf. Merking orðsins þorri er ekki ljós og hafa verið settar fram margar kenn- ingar um hana. Helstu tilgátur eru að orðið sé skylt lýsingarorðinu þurr, sögninni að þverra, nafnorðinu þorri í merkingunni „meginhluti“ og eins að Þorri gæti verið eitt nafna Þórs eða nafn á samnefndum fornkonungi. Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur eða vættur (guð?) vetrar og þar er einnig minnst á þorrablót. Ekki er vitað hvernig þeim var háttað en lýsingarnar benda þó til mikilla veislna og að menn hafi gert vel við sig í mat og drykk. Engar frásagnir eru í Íslendingasögum eða öðrum fornsögum sem gerast á Íslandi en orðið Þorrablót kemur fyrir í forn- eskjulegum þætti. Þorri var konungur ágætur, seg- ir í Fornaldarsögum Norðurlanda. Hann var sonur Snæs konungs. Um Þorra segir einnig: „Hann réð fyrir Gotlandi, Kæn- landi(hluta af Skandinavíu) ok Finn- landi. Hann blótuðu Kænir til þess, at snjóva gerði ok væri skíðfæri gott. Þat er ár þeira. Þat blót skyldi vera at miðjum vetri, ok var þaðan af kallaðr Þorra mánaðr.“ Af þessari frásögn hafa menn talið að nafn Þorra tengist miðjum vetri og skyldi haldið blót. Þorrinn boðinn velkominn eins og um tignan gest væri að ræða Fyrsti dagur þorra er nefndur bónda- dagur en sá síðasti þorraþræll. Jón Halldórsson í Hítardal segir í bréfi til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin fari út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða. Bóndi átti að bjóða þorra velkom- inn með eftirfarandi hætti: ... með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðr- um fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brók- ina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðar- laginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“. Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorradagur enn í dag kallaður „bóndadagur“. Á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns og heita þau hátíðabrigði enn „þorrablót“. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar) Um veðurfar á þorra Það er ekki að undra að Íslendinagr hafi oft orðið að þreyja þorrann og góuna. Þannig var það þó ekki alltaf: Í Fjölni 1839 segir m.a um eftirmála ársins 1838: „Þó að árið 1838 gjæfist nokkuð misjafnt á Íslandi, eptir því sem sveit- um og hjeröðum hagar, og það irði með köflum fullervitt sumstaðar, má þó kalla, þegar á allt er litið, að það hafi verið fagurt og blíðviðrasamt og affaragott í flestu. Veðuráttan, sem um suðurland víða hafði verið fádæma góð, hjelst við, að kalla mátti, fram yfir miðja góu; því þó eptir níárið um so sem hálfs mánaðar tíma væri nokkuð hriðju- og umhleipinga-samt, gjekk hinn tíminn lengst af á hægviðrum og stillingu til loptsins, so að hvurki voru stórkostleg hrök nje frosaíhlaup; stóð vindur opt af austri eður suðri, og loptið ljett og fagurt, þar sem þessum áttum eru miklu algengari sliddur og stórrigningar, einkum á þeim tíma ársins. Þessi veðurátta var algeing um suðurland, enn þó kom veturinn þar harla misjafnt yfir; því til og frá – einkum í þeim sveitunum, sem hærra liggja og heldur til fjalls ... þó komu á þorranum slíkar þíður að víðast munu þá hagar hafa komið upp aptur full- komlega, og sums staðar tók enda að mestu leiti klaka úr jörðu; hrakaði útfénaði seint vegna góðvipranna, og var þar sem best ljet fram ifir miðgóu í haustholdum, þó lifað hefði þángað til eingaungu af jörðinni.“ Þorrablót haldin víða. Vestur- Íslendingar njóta og minnast Upphaf þorrablóta eru rakin til ís- lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Þar var blótað 1873 og gamanvísur sungnar. Ólafur Davíðsson segir svo frá: Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn, eða að minnsta kosti héldu þeir þorrablót 1873. Ég hef heyrt sagt, að doktor Björn Ólsen hafi gengist mest fyrir því og eftir hann er veislukvæðið, Full Þórs. 1880 mun Fornleifafélag- ið í Reykjavík hafa haldið þorrablót, þótt ég hafi ekki rekið mig á skýrslur um það í blöðunum. Aftur hélt það stóreflis þorrablót 21. janúar 1881. Veislusalurinn var búinn fornum voðum, skjaldarmerkjum og öndveg- issúlum. Langeldar brunnu á gólfinu. Samsætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið og var ekki mælt meira undir samsætinu. Við samdrykkjuna á eftir var guðanna minnst, Óð- ins alföður, Þórs, Freys og Njarðar til ársældar, Braga og Freyju o.s.frv. Ekki hef ég rekið mig á skýrslur um önnur þorrablót í blöðunum, en það er vonandi að þau leggist ekki niður. Það má ekki minna vera en gömlu guðanna sé minnst einstöku sinnum í þakklætisskyni fyrir fornöldina. (Úr bókinni Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur sem Hið íslenska bókmenntafélag sendi frá sér á árun- um 1889 til 1903.) Þá er talið að þorrablót hafi verið haldin í Vestur-Skaftafellssýslu 1882 og 1883. Íslendingar í Vesturheimi efndu líka til þorrablóta. Breiðablik segir frá því að 1906 hafi verið haldið þorrablót í Winnipeg. Vandað hafi verið þeirrar miðsvetrarsamkomu. Ekki minna en þrír salir hafi veri leigðir; einn undir borðhald, annar til ræðuhalda og þriðji til dansleikja. Þeir sem kunni að skemmta sér hafi notið fagnaðarins ágætlega. „En því miður kunna ekki allir að skemmta sér, láta sér leiðast og kenna svo ein- hverju um, er enginn fær aðgert.“ Af öðru þorrablóti 1903 sem haldið var í Winnipeg segir frá í Dagskránni að ekkert hafi verið slátrið þó að auðvelt hefði verið að fá það. Þegar leið á kvöld fóru menn að ókyrrast: „Þá talaði séra Bjarni Þórarinsson fyrir minni Eyjafjarðar. Ræða hans var all snotur, en ekkert sérlegt við hana, enda var þá tæpast orðið hægt að tala sökum hávaða.“ Greininni lýkur með því að höf- undur metur ræðurnar (minnin) og samkomuna í heild: „Að undantekn- um hávaðanum, brennivínslyginni hans Magnúsar, konungshræsninni hans Wilhelms, páfagaukstölunum hans Baldwins og Eyfirðingahrok- anum hans Ólafs var samkoman skemtileg. Sig. Júl. Jóhannesson.“ Sögnin blóta (blótaði, blótað) getur ýmist stýrt þágufalli (blóta e-m) eða þolfalli (blóta e-n/Bakkus). Í fornu máli merkti orðasam- bandið blóta goðum ‘færa goðum fórn’ [reyndar einnig til með þf., t.d.: blóta djöfla] en í síðari alda máli kemur upp merkingin ‘bölva, ragna’. Ætla má að þá merkingar- breytingu megi rekja til þess að kristnum mönnum hafi þótt það athæfi heiðingja að blóta goð ófagurt (kannski hábölvað). Með þolfalli merkir sögnin blóta ‘dýrka’, t.d.: blóta Bakkus, blóta þorra. Ef þolmynd er mynduð af þf.-sögnum breytist þolfallið ávallt í nefnifall (og samræmis er gætt í kyni og tölu), t.d.: • Hundurinn beit köttinn > kötturinn var bitinn. Af þessu leiðir að rétt er að segja: Þau blótuðu þorra/þorrann og Þorri/þorrinn var blótaður en alls ekki ?... þar sem þorri var blótað (7.2.04) eða ?... þar sem þorra var blótað (nema ætlunin sé að bölva honum og ragna). (Íslenskt mál í Mbl. 2004. Jón G. Friðjónsson) Íslendingar sem fluttust vestur um haf tengdust gamla landinu með þorrablótum - þó að maturinn hafi ekki alltaf verið íslenskur. Þorrablótum fækkaði á Íslandi um miðja tuttugustu öld. Þar til að naustið fór að bjóða upp á þorra- mat. Og fleiri tóku við sér. Smám saman breiddist þetta út og fleiri tóku undir. nú er þorramatur víða á borðum. Einkum í upphafi þorra. Ekki síst hafa leikskólar verið drjúgir að kynna börnunum gamla matar- menningu. naustið tók sér slagorð sem er úr einni af þjóðsögum jóns Árnasonar. Þorrablót í líkingu við það sem við þekkjum í dag eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, eða að minnsta kosti héldu þeir þorrablót 1873. Þá voru þessar gamanvísur sungnar. Bændur áttu að fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti. Ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. (Teikning: Ólafur Th Ólafsson)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.