Selfoss - 27.02.2014, Síða 2
Innritun í grunnskóla
skólaárið 2014−2015
Innritun barna sem eru fædd árið 2008 og eiga
að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg
haustið 2014 fer fram 3.−12. mars næstkomandi.
Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á
eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum
grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum
á að skila í viðkomandi skóla. Upplýsingar um
skólahverfi hvers skóla er að finna á www.arborg.is
Nánari upplýsingar er hægt að fá í grunnskólunum
og á skrifstofu fræðslusviðs.
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Sunnulækjarskóli
Vallaskóli
2 27. febrúar 2014
Verðandi Ólympíufarar
í Sunnulækjarskóla?
Íshokkí er meðal keppnisleikja víða um lönd. Á þriðjudaginn var vígt glænýtt þythokkíborð
í Sunnulækjarskóla. Foreldrafélag
Sunnulækjarskóla færði skólanum
borðið og það kom í hlut 5. RG að
vígja borðið.
Nemendur skemmtu sér hið besta
í þythokkíinu og senda foreldrafé-
laginu bestu þakkir fyrir svo frábæra
gjöf.
(Heimild: vefur Sunnulækjarskóla)
Lengra verður ekki komist
„Ég tel að ekki verði komist lengra í þessari lotu,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,
formaður Bárunnar, um samning
þann sem náðist í kjaradeilunni.
Samningurinn er talinn vera nokkru
hagstæðari sen sá sem hafnað var í
samfloti. Munar þar um einar 2600
krónur á mánuði þegar tekið er tillit
til hærri orlofsuppbótar og desem-
beruppbótar. Samningurinn gildir
til loka febrúar 2015.
VG í
Árborg
undirbýr
framboð
Þessa dagana eru Vinstri Græn í Árborg að vinna að framboðsmálum sínum
fyrir komandi sveitarstjórnarkosn-
ingar. Uppstillinganefnd, sem skip-
uð er Þorsteini Ólafssyni, Mar-
gréti Magnúsdóttur og Hilmari
Björgvinssyni, hefur auglýst eftir
áhugasömu fólki til starfa og fólki
til að skipa framboðslistann í vor.
Frestur til að skila inn hugmyndum
til uppstillinganefndar er til 5. mars
og áætlað er að framboðslistinn
verði tilbúinn í byrjun apríl.
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir.
Bindandi kauptilboð liggur fyrir í tvær blokkir Íbúðalánasjóðs á Selfossi.
44 íbúðir í leigu fyrir vorið!
„Umfangsmesta sala á íbúðarhúsnæði á Suðurlandi nokkru sinni,“
segir Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali á Selfossi.
Fyrir liggur bindandi tilboð í 44 íbúðir í tveimur blokk-um á Selfossi. Um er að ræða
tveggja til fjögurra herbergja íbúðir
að Eyravegi 48 og Fossvegi 8. Fast-
eigningarnar eru í eigu Íbúðalána-
sjóðs og hafa bæjaryfirvöld í Árborg
þrýst á að Íbúðalánasjóður losi sig
við þær íbúðir og þær komist í leigu.
Talið er að um 100 leiguíbúðir vanti
á Árborgarsvæðinu til að koma til
móts við brýna þörf á húsnæði.
„Gangi sala þessara 44 íbúða
Íbúðalánasjóðs eftir verður það
umfangsmesta sala á íbúðarhúsnæði
á Suðurlandi nokkru sinni,“ segir
Snorri Sigurfinnsson fasteignasali á
Selfossi. Það er fasteignasalan Bær
sem hefur milligöngu um söluna,
en Snorri er eigandi hennar. 15-20
manns starfa á fasteignasölunni sem
er með höfuðstöðvar í Reykjavík en
útibú á Selfossi.
Snorri Sigurfinnsson telur að
það muni styrkja fasteignamark-
aðinn fyrir austan fjall ef framboð á
íbúðum til sölu og leigu í Reykjavík
aukist ekki til muna. Fólk muni
þá leita enn frekar hófanna á Sel-
fossi og víðar á Suðurlandi. „Við
verðum vör við vaxandi eftirspurn.
Ekki með látum en fjölgun þinglýs-
inga segir sína sögu,“ segir Snorri.
Íbúðalánasjóður hefur samþykkt
tilboð í íbúðirnar 44. Nú liggur
fyrir að meta greiðslugetu væntan-
legs kaupanda. Fái hann grænt ljós
gætu íbúðirnar farið í útleigu fyrir
vorið, segir Snorri Sigurfinnsson
fasteignasali.
ÞHH Snorri Sigurfinnsson.
Eitt sameinar oddvita stjórnarflokkanna: við vorum kosin til að ... Lengra nær samkomulagið ekki. Sigmundur Davíð telur upp sitthvað og Bjarni annað eins. Allt eftir geðþótta. Það hentar
til dæmis ekki núna að segja að flokkarnir hafi verið kosnir út á það
að þjóðin kæmi að Evrópumálum. Við erum með meirihluta. Þjóðin
kaus okkur. Við erum með meirihluta á þingi. Það er boðskapurinn.
Flokkarnir sem eru á móti ESB aðild eru í miklum meirihluta á þingi.
Þingræði heitir það – reyndar af verstu tegund. En lýðræði er það
ekki. Stutt er í flokksræðið. Ríkisstjórnin stillir mönnum upp á tafl-
borðinu. Þing gegn þjóð. Andmælin magnast. Það gæti endað í nýrri
búsáhaldabyltingu. Ríkisstjórnin mun ekki komast hjá því að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu. 25 þúsund og ærið betur haft sagt sitt. Greinar-
gerð utanríkisráðherra með tillögunni að draga umsóknina tilbaka er
ótæk. Látið er í veðri vaka að þingmenn hafi kosið gegn samvisku sinni
og þar með brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Ærumeiðandi segir
stjórnarandstaðan, þingtækt segir forseti Alþingis.
7 af hverjum 10 vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu
utanríkisráðherra. Tillögu hans um að slíta viðræðum og loka fyrir. Þjóð-
inni var lofað að kjósa um framhald viðræðnanna. Sjálfstæðisflokkurinn
lofaði því fyrir Alþingiskoningar í fyrra að þjóðin yrði spurð. Nú segja
formenn ríkisstjórnarflokkanna að það þurfi ekki að spyrja þjóðina frekar.
Hún hafi sagt sitt þegar hún kaus (yfir sig) flokkana í fyrra. „Tek ekki þátt
í þessu leikriti,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins á kynningarfundi í
Valhöll sl. þriðjudag. Tjaldið er fallið. Þjóðin á næsta leik. Hún hlýtur
að semja nýjan texta.
Þorlákur Helgason
Þingræði,
flokksræði,
lýðræði.
LEIÐARI
eyravegur 48.
fossvegur 8.
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is
S U Ð U R L A N D