Selfoss - 27.02.2014, Qupperneq 9

Selfoss - 27.02.2014, Qupperneq 9
927. febrúar 2014 sumarbústaðalöndum í Grímsnesi, en einnig á Selfossi, Tumastöðum í Fljótshlíð og sjálfsagt víðar. Enn einn landneminn, hinn agnarsmái glókollur, sækir ekki í fóðurgjafir, frekar en okkar gamli skógarfugl, músarrindillinn. Talningar Nú er nýlokið hinni árlegu vetrar- fuglatalningu, þar sem fuglaáhuga- menn, lærðir og leikir um land allt, telja fugla á sínum heimaslóðum. Það er Náttúrfræðistofnun sem hefur haldið utanum þennan at- burð frá upphafi árið 1952. Víða er talið hér á Suðurlandi. Til dæmis er strandlengjan öll frá Þjórsárósi í Her- dísarvík talin, Heimaey öll og margir staðir inntil landsins, svo sem Sog- ið, Ölfusforir, hluti Ölfusár, Hvítár og Rangánna, Tumastaðir, garðar á Selfossi og svo mætti lengi telja. Upplýsingar um talningar síðustu 12 ára má finna á: http://www.ni.is/ dyralif/fuglar/vetrarfuglar/ Það er augljóst að veturinn hefur sinn sjarma og ekki hvað síst vegna ríkulegs fuglalífs á stöðum sem eru þeim hagstæðir og þeir ná sér í æti. Fuglaskoðun er því hægt að stunda á veturna, ekki síður en á öðrum árstímum og þurfum við sunn- lendingar ekki að sækja langt yfir skammt, til að komast í návígi við þessa fiðruðu vini okkar. Ljósmyndir og texti: Jóhann Óli Hilmarsson, www.johannoli.com Gráhegri við opinn læk hjá Núpum í Ölfusi. Silkitoppa í garði á Selfossi. Silkitoppan er vetrargestur, en mikil áraskipti eru af komum hennar. bjartmáfurinn er nettur og spengilegur þar sem hann vakir yfir æti í Þorlákshöfn. Skrautlegur æðarkóngur í Þorlákshöfn. Krossnefur á Selfossi. Hann er nú orðinn alltíður varpfugl í barrskógum á Suðurlandi.

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.