Selfoss - 23.10.2014, Side 4

Selfoss - 23.10.2014, Side 4
4 23. Október 2014 Dúkasaumur Unnar Sigursteinsdóttur Unnur Sigursteinsdóttir sýn-ir hannyrðir í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Eða öllu heldur brot af hannyrðum sín- um. Unnur sem er fædd á Selfossi 4. júlí 1932 hefur búið á Selfossi utan fárra ára er hún bjó í Hafnafirði. Hún naut skólagöngu hér á Selfossi og að Laugarvatni. Unnur var virk í félagsstarfi og starfaði í áratugi með Kvenfélagi Selfoss og í ITC (Jórum). Hún hefur frá unga aldri verið mikið fyrir hverskonar hannyrðir og hafa þær legið vel fyrir henni, enda mjög vandvirk og fljót að sauma. Dúkarnir sem hér eru sýndir eru aðeins brot af því sem hún hefur unnið frá árinu 2011 til dagsins í dag. Þessi tómstundaiðja hefur gef- ið henni mikla gleði og stytt henni stundir. Sýningin stendur til 30. október 2014. Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 20. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! „Gætum gert geðheilbrigði að mæli- kvarða á hversu gott samfélagið er“ Fjórða hvert barn í grunnskól-um á Íslandi tekst á við geð-röskun eða geðsjúkdóm. Þá eru ótalin þau börn sem lifa í skjóli foreldra eða með systkinum sem glíma við geðveiki eða geðræna kvilla. Því miður greinist aðeins helmingur á skólaaldri og um fjórðungur ekki fyrr en eftir 25 ára aldur. „Það má segja að ég hafi hrifist með í þeirra hugarfars- breytingu sem nú er að eiga sér stað varðandi geðsjúkdóma og geðraskan- ir. Þeir sjúkdómar sem tengjast geð- heilsu okkar hafa verið feimnismál og viðhorfin til þeirra hafa valdið fólki sársauka og án nokkurs vafa hægt á bata og gert líf sjúklinga og aðstand- enda miklu erfiðara en ella. Nú er þetta að breytast mikið,“ segir Sig- ríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona um tilurð tillögu til þingsályktunar sem hún lagði fram á Alþingi og sem samþykkt var í byrjun árs. Í kjölfarið er hafin vinna við mótun geðheil- brigðisstefnu og aðgerðaáætlun á veg- um heilbrigðisráðherra í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra. Kynningarfundur um stefnumótun- arvinnuna var haldinn á Grand hóteli sl. föstudag. Þriðji hver sjúklingur á spítala glímir við vandann. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra hefur skipað stýrihóp til að leiða stefnumótunarvinnuna og var fundurinn á Grand hóteli haldinn á vegum þess hóps. Þegar liggur fyrir ákvörðun um að skipta verkefninu í smærri einingar eftir afmörkuðum viðfangsefnum og verða settir á stofn fimm starfshópar um hvert þeirra. Þessi viðfangsefni eru: • Geðrækt og forvarnir. • Meðferð, fyrsta stigs þjónusta, samspil milli þjónustusstiga og þjónustusviða. • Viðkvæm lífsskeið, börn, aldraðir, jaðarhópar. • Fordómar og mismunun. • Geðfatlaðir – réttindi, heilbrigðis- og félagsþjónusta. Það kom fram á kynningarfund- inum sl. föstudag að talið er að rekja megi komu þriðja hvers sjúklings á sjúkrahús til geðraskana eða geðsjúk- dóma. 3,5 milljörðum króna er varið til lækninga og forvarna á geðsviði. Það hrekkur skammt ef þriðjungur sjúklinga er talinn glíma við vand- ann. Umræðan er mikilvæg: Mælikvarði á gott samfélag. „Opin umræða um geðheilbrigði út frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekist á við geðröskun eða geðsjúkdóm hefur breytt miklu á síðustu árum. Sam- tök sjúklinga, aðstandenda, áhuga- fólks og svo auðvitað fagfólks hafa heldur betur hrist upp í hlutunum. Smátt og smátt eykst skilningur á geðrænum kvillum og það dregur úr skömminni. Mér finnst geðheil- brigðismálin mjög samfélagspólitísk. Næstum þannig að við gætum gert geðheilbrigði að mælikvarða á hversu gott samfélagið er. Við búum í sam- félagi sem er flókið og það er mikið áreiti á okkur. Hraðinn og streitan er mikil og því þurfum við stefnu sem vísar veginn til að verja okkur slíkum heilsuspillandi þáttum,“ segir Sigríður Ingibjörg. Við eigum ótrúlega mikið af góðu fagfólki á þessu sviði. „Í störfum mínum í velferðarnefnd Alþingis hef ég líka séð hversu oft geðheilbrigðismálin koma inn á borð nefndarinnar. Þau tengjast auðvitað heilbrigðismálunum með beinum hætti en koma oft til tals þegar við ræðum áfengis- og vímu- varnarmál, lýðheilsumál, málefni barna, aldraðra, fólks með fötlun og svo mætti lengi telja,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Við eigum ótrúlega mik- ið af góðu fagfólki á þessu sviði sem brennur fyrir málaflokkinn. Hluti af viðfangsefnunum í málaflokkn- um eru á ábyrgð ríkisins en sveitar- félögin koma einnig að honum á mörgum sviðum. Síðan eru frjáls félagasamtök með mikilvægt gras- rótarstarf sem og einkaðilar. Þegar ég áttaði mig á því að það væri ekki til opinber stefna í geðheilbrigðis- málum ákvað ég að leggja slíkt til. Slík stefna er svo mikilvæg því hún mótar sýn okkar á geðheilbrigði til framtíðar, hvernig við komum í veg fyrir að fólk veikist og hvernig við samhæfum og bætum þá þjónustu sem stendur til boða. Auðvitað vant- ar fjármuni inn í málaflokkinn og við lögðum áherslu á að kostnaðar- mat og áætlun um fjárframlög fylgdi aðgerðaráætluninni. En það er líka mikilvægt að nýta þá fjármuni sem þegar renna til málaflokksins betur með meiri samvinnu. Ég er mjög ánægð með þá vinnu sem Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra hefur sett af stað á grundvelli þingályktunarinnar. Og við sjáum það á opna fundinum sem stýrihópur um mótun geðheil- brigðisstefnu hélt á Grand hóteli á föstudag að áhuginn á málefninu er mikill. Þar mættu hátt í 200 manns.“ Það fór vel á því að Fjölbrauta- skóli Suðurlands skyldi á dögunum fá viðurkenningu sem heilsueflandi framhaldsskóli. Þemað að þessu sinni var geðrækt. Til hamingju. ÞHH Unnur Sigursteinsdóttir Þingsályktunin eins og hún var samþykkt: „Alþingi álykt- ar að fela heilbrigðisráðherra, í samvinnu við félags- og húsnæð- ismálaráðherra, að móta geðheil- brigðisstefnu og gera aðgerðaáætl- un til fjögurra ára þar sem fram komi m.a. greining á núverandi geðheilbrigðisþjónustu, hvar þörfin sé mest fyrir þjónustuna og hvernig megi mæta henni, ásamt stefnumótun til framtíðar í geðheilbrigðismálum fyrir alla landsmenn. Með aðgerðaáætlun- inni fylgi áætlun um fjárframlög. Ráðherra leggi slíka geðheilbrigð- isstefnu fram á vorþingi 2015.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Fjölmenni var á kynningarfundi um mótun geðheilbrigðisstefnu sem haldinn var sl. föstudag.Unnið var markvisst í hópum og gafst þátttakendum kostur á að taka þátt í öllum vinnuhópunum. FSu hlaut Gulleplið fyrir skólaárið 2013/2014 sem heilsueflandi framhaldsskóli. Þema ársins var geðrækt. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, afhenti Gulleplið sem er árleg viðurkenning. Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari tók við viðurkenningunni fyrir hönd skólans ásamt Svani Ingv- arssyni verkefnastjóra. (Mynd af vef FSu)

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.