Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 12
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Nýjar vörur í hverri viku 23. Október 2014 Haustið er yndislegur tími fyrir matáhugafólk. Uppskeran af grænmeti og sláturtíðin kveikja margar hug- myndir að góðum og hollum mat. Mat sem er ekki bara hollur - því að nú í sláturtíðinni er innmatur mjög ódýr. Líklega það eina sem nær viðmiðum ríkisstjórnarinnar í matarinnkaupum. Í fréttum hefur maður séð fjallað um verð afurða til bænda og útflutning og innflutning á búvöru. Það er gaman að sjá að þessi umræða er ekki ný af nálinni. Það er oft gaman að kíkja í rit og sjá gömul skrif. Þessi bútur er úr Búnaðarritinu 1890 þar sem fjallað er um hvað afurð sauðkindarinnar er betri af holdmiklu fé en rýru. „Kroppurinn af 150 pd. (punda) sauð er að vísu ekk tvöfalt þyngri en af 100 pd. sauð, en hann er samt í minnsta lagi tvöfalt meira virði til fæðis. Beinin eru minni að tiltölu, en einkum er miklu minna af vatni í kjótinu, kjötið er þjettara og langtum feiti meira. Eitt pund af feitu sauðakjöti er því eins gott til fæðis og 172 pd. af rýru kjöti. Kaupmenn gjöra því ætíð langt of lítinn verðmun á kjöti eftir gæðum. Þeir gefa of mikið fyrir rýra kjötið, en of lítið fyrir hið feita svo alltjafnar sig fyrir þá, en það jafnar sig ekki hjá bændum þegar einn lætur sauðakjöt, en annar gamalærkjöt; sá sem læt- ur sauðakjötið, verzlar sjer í skaða, þó að hinn, sem ljet ærkjötið, hafi hag eða sje skaðlaus. En það er ekki kroppurinn einungis, sem er tvö- falt betri af 150 pd. sauð en af 100 pd. sauðnum, mörinn er venjulega meira en tvöfalt meiri og gæran og innmatur er einnig hjer um bil tvö- falt meira virði. Það mun óhætt að fullyrða, að það sje skaði að láta 150 pd. Sauð fyrir minna en 24—25 kr., ef maður fær 12 kr. fyrir 100 pd. sauð. Í verzlunarfjelagi Dalasýslu hefir verið gjörður fylli- lega svoua mikill verðmunur og á því svæði, sem nefnt fjelag nær yfir, munu menn varla hjer eptir gjöra sig ánægða með minni verðmun en þetta. Fjárverzlun verðum vjer auðvit- að að hafa og aðalstraumur hennar stefnir til Englands og það er eðlilegt horf og hlýtur að verða oss til mikils hags, ef vjer kunnum með að fara og kaupum ekki of mikið af kornvöru, munaðarvöru og glingri fyrir það. Gamla fjárverzlunin - að salta fjeð niður í tuunur og senda það til Dan- merkur, getur ekki þrifist til lengdar, og líklegt er, að sú verzlun fari rj- enandi úr þessu. Saltað kjöt kemst aldrei í hátt verð, en nýtt kjöt er jafn- an í háu verði á Englandi. Undan- farin 3 ár hefir fjárverð á Englandi verið fjarska lágt til móts við það, sem var langan tíma þar á undan, en samt hafa kaupmenn hjer varla getað borgað fjeð eins vel og enskir fjárkaupamenn, og langt frá því eins vel og pöntunarfjelöginhafa fengið.“ (Búnaðarritið 1. tölublað 1.1.1890) Ég kaus að elda lifur í dag en hjörtu og nýru eru ekki síðri matur. Uppskrift af góðri lifur. 1 lifur 1-2 laukar eftir stærð ½ pakki beikon Hvítlaukur eftir smekk 1 rauð papríka 2-3 lárviðarlauf 6-7 einiber 2 tsk villibráðrakraftur (Vildt frá Oscar) Sveppir 1-2 græn epli Matreiðslurjómi Sojasósa frá Kikkoman Salt og pipar eftir smekk Smá hveiti til að velta lifrinni upp úr Smá olía til að steikja úr Steinselja til að klippa yfir þegar pannan fer á borðið Snyrtið lifrina vel og skerið í frem- ur þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr hveiti og steikið á pönnu með smá olíu. Takið þær til hliðar og geymið. Sneiðið grænmetið og beikonið. Látið það mýkjast á sömu pönnu og lifrin var steikt á – má bæta við olíu. Bætið við lárviðarlaufi, eini- berjum og kraftinum. Látið malla smástund svo að kryddið gefi bragð. Bætið við matreiðslurjómanum og sojasósunni. Látið suðuna koma upp og setjið þá lifrina og eplin út í. Látið sjóða smástund því að lifrin verður seig ef hún sýður of mikið. Nýjar kartöflur, rófur og gulrætur er frábært meðlæti. Rifsberjasulta passar mjög vel við þennan rétt. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv, KS 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is HAUSTIÐ ER YNDISLEGT!

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.