Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 13

Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 13
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir áhugasömum og metnaðar- fullum aðila til að taka að sér rekstur og uppbyggingu ferðaþjónustu í Árnesi frá og með 1 júní 2015. Um er að ræða rekstur félagsheimilis- ins í Árnesi, tjaldsvæðis og Þjórsárstofu frá júní til september ár hvert. Auk möguleika á takmörkuðum rekstri frá október til maí. Í félagsheimilinu Árnesi eru salarkynni sem henta vel fyrir ýmis konar veitingarekstur samhliða gestastofunni. Fallegt tjaldsvæði er við Árnes, það hefur nýlega verið rafvætt. Þjórsárstofa er gestastofa fyrir ferðamenn sem er opin yfir sumartím- ann. Þar er að finna margmiðlunarsýningu um Þjórsá og Þjórsárdal, sögu, náttúrufar og mannlíf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þekking á aðstæðum æskileg. Menntun á sviði ferðaþjónustu æskileg. Áhugasamir aðilar setji sig í samband við sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi, 801 Selfoss eigi síðar en 28 október næstkomandi Sími 486-6100 og 861-7150 netfang kristofer@skeidgnup.is Í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru um 530 íbúar aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Auk þess er ferðaþjónusta og iðnaður stundaður í nokkrum mæli. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes og Brautarholt. Grunnskóli, Leikskóli, sundlaugar og bókasafn er í sveitarfélaginu. Náttúruperlur og sögustaðir eru margir í sveitarfélaginu. Nefna má Þjórsárdal og Ás- hildarmýri. Veitingarekstur- ferðaþjónusta í Árnesi- rekstraraðili óskast 1323. Október 2014 Þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Ágúst Sigurðsson, sveitar-stjóri Rangárþings ytra, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Björgvin G. Sigurðsson, sveitarstjóri Ásahrepps hafa mælt með því að landmót hestamanna verði haldið utan höfuðborgarsvæðisins. „Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgar- svæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddastaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga? Nei, er okkar svar við því.“ Sveitarstjórarnir benda á að þarna fari meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta. Sem kunnugt er hefur stjórn Landssambands hestamanna sagt af sér eftir að tillaga stjórnar um staðsetningu landsmótsins var felld á aðalfundi. Fundi var frestað fram í nóvember og þá verður kosin ný stjórn. Máli þessu er því hvergi nærri lokið. ÞHH Tekjur hæstar í Vestmannaeyjum Staðgreiðsla á hvern íbúa á Suðurlandi er hæst í Vest-mannaeyjum á yfirstand- andi ári. 11 sveitarfélög nýta sér að leggja á hæsta útsvar sem leyfi- legt er eða 14,52%. Lægst er út- svarsprósentan í Ásahreppi. Það skýrir að nokkru að staðgreiðslan er lægst þar. Nokkur sveitarfélög á Suðurlandi fá tekjujöfnunarfram- lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þannig fær Árborg rúmlega 153 millj. kr. Rangárþing ytra 55,6 millj. kr. Hveragerðisbær 117,6 millj. kr. og Flóahreppur ríflega 47 millj. kr. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mælir með að börn verði ekki látin út að óþörfu fari styrkur yfir 600 µg/m3 enda tilheyra þau viðkvæmum hópi einstaklinga Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent grunnskólum bréf þar sem forsvarsmönnum er bent á að skoða loftgæði reglulega með úti- vist barna í huga. Þar kemur fram að kanna þarf loftgæði á hverjum morgni inn á heimasíðu Veðurstof- unnar og vef Umhverfisstofnunar og fylgjast með fram eftir degi. Slæm loftgæði vegna brennisteins- díoxíð fyrir viðkvæma eru þegar styrkur fer yfir 600 µg/m3. Áætluð staðgreiðsla á Suðurlandi tekjuárið 2014 Staðgreiðsla á hvern íbúa Útsvar (brúttó) % Hornafjörður 412174 14,52 Vestmannaeyjar 445510 13,98 Árborg 371032 14,52 Mýrdalshreppur 338532 14,52 Skaftárhreppur 330772 14,52 Ásahreppur 265876 12,48 Rangárþing eystra 315685 14,52 Rangárþing ytra 316937 14,52 Hrunamannahreppur 296101 14,52 Hveragerðisbær 324174 14,52 Ölfus 370184 14,52 Grímsnes- og Grafningshr. 304365 12,44 Skeiða- og Gnúpverjahr. 323681 14,48 Bláskógabyggð 307272 14,52 Flóahreppur 283983 14,52 Meðaltal á Suðurlandi 362872 Landsmeðaltal 386775 Heimild: samband.is, Vinnsla: ÞHH 30 metrar að baki í Njálureflinum 5 þúsundasti gesturinn Það var stór áfangi sem náð-ist í Njálurefilsstofunni í vikunni þegar skrifað var í gestabók refilsins í 5 þúsundasta sinn. Svo skemmtilega vildi til að það var Helga Sigurðardóttir úr Fljótshlíðinni sem ritaði nafn sitt númer 5000 en Helga hefur verið einn allra ötulasti saumarinn síðan byrjað var að sauma og hefur hún komið á hverju þriðjudagskvöldi síðan í febrúar 2013. Nú hafa yfir 30 metrar verið fullkláraðir í Njálureflinum. Helga Sigurðardóttir varð sú 5 þús- undasta! Okkar konur unnu 16. okt. fór fram í íþróttahús-inu á Hellu HSK hraðmót í blaki kvenna. Að þessu sinni voru það 7 sunnlensk lið sem tóku þátt. Dímon-Hekla var með tvö lið skipuð eldsprækum konum. A liðið gerði sé lítið fyrir og tók gullið. Í öðru sæti varð Hamar og í því þriðja Laugdælur.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.