Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 6
6 23. Október 2014 Ótrúlegt úrval húsgagna Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 syrusson.is Leigan í skýjunum! Fjölskyldur sem verða að leita á náðir leigumarkaðarins búa við ósæmileg kjör árið 2014. Einstaklingsherbergi hafa hækkað í leigu um 60% frá 2011! Á einu ári hefur leiga á 2ja her-bergja íbúðum á Suðurlandi hækkað um 20%. Í könnun Neytendasamtakanna er meðalfer- metraverð fjögurra herbergja íbúða sem eru 100 fermetrar um 200000 kr. á mánuði. „Sé miðað við með- alstærð og meðalverð er leiguverð 14,7 fermetra einstaklingsherberg- is 58.957 kr. á mánuði og er um 60,8% hækkun að ræða á auglýstu verði miðað við febrúar 2011.“ Neytendasamtökin könnuðu verð og framboð á íbúðum sem auglýstar voru til leigu. Niðurstöður voru birt- ar 10. sept. sl. Ekki var um tæmandi könnun að ræða heldur voru aðeins skoðaðar íbúðir sem voru auglýstar til leigu hjá leigumiðlunum og á vefsíðum tveggja dagblaða. Þá náði könnunin einungis til höfuðborgar- svæðisins. Kannað var leiguverð á 192 íbúðum. Ekki var tekið sérstakt tillit til þess sem kann að hafa fylgt í kaupum eins og hafi rafmagn verið innifalið, húsbúnaður fylgt o.s.frv. (Sjá má frekari uppl. á síðu ns.is) Í stuttu máli voru niðurstöður þær að óháð stærð er gríðarlega mikill munur milli hæsta og lægsta fermetraverðs, segir í greinargerð Neytendasamtakanna. „Því segir meðalverðið ekki alla söguna, og gera má ráð fyrir að fermetraverð fari eftir ýmsum þáttum eins og stað- setningu og ástandi eignar. Þá fer meðalfermetraverð einnig að nokkru eftir stærð íbúðar.“ Í könnun Neyt- endasamtakanna er meðalfermetra- verð þeirra fjögurra herbergja íbúða sem voru 100 fermetrar eða minni 1.998 kr., meðan meðalfermetraverð stærri fjögurra herbergja íbúða var 1.801 kr. Og meðalfermetraverð þriggja herbergja íbúða sem voru 90 fermetrar eða minni 2.368 kr., en meðalfermetraverð stærri þriggja herbergja íbúða 2.053 kr. Þessu svipar að nokkru til upp- lýsinga sem Þjóðskráin heldur utan um. Hún fylgist með leiguverði sam- kvæmt þinglýstum leigusamningum og fjölda þinglýstra leigusamninga. Þar er greinilegt að fermetraverð er misjafnt. Það vekur athygli að þinglýstir samningar eru aðeins 42 í júlí 2014 á öllu Suðurlandi! Það vita allir að miklu fleiri íbúðir eru í leigu en því nemur. Fermetraverðið í þinglýstum samningum gefur þó til kynna hver munurinn er milli höfuðborgarsvæðisins og eigna á Suðurlandi. Á hvaða róli sá mun- ur er. Og þá má lesa út úr vísitölu Þjóðskrár að leiguverð hefur hækk- að langt umfram verðlag. Kjör leigjenda hafa því versnað svo um munar. Á einu ári milli júlímánaðar 2014 og sama mánaðar í fyrra hefur leiguverðið hækkað um 20% á 2ja herbergja íbúðum á Suðurlandi. Á þessum sama tíma hefur launavísi- tala hækkað um 5.9% og vísitala neysluverðs um 2,4% skv. Hagstofu. Eftirfarandi tafla sýnir meðalleigu- verð á hvern fermetra í júní 2014 fyrir mismunandi stærðir íbúða og staðsetningu í mati Þjóðskrár. Um er að ræða þinglýstar eignir. 60% hækkun. Um ástandið eins og það blasti við leigjendum í fyrra spáði Hildigunn- ur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna, réttilega um komandi ár. Hún taldi að við óbreytt ástand ætti leigumarkaður- inn varla eftir að lækka: „Stóra vandamálið er svo kannski það að leigumarkaðurinn hér er einstaklingsmarkaður, ólíkt því sem gerist víðast hvar annars stað- ar í heiminum, og þegar eftirspurn eykst er því eðlilegt að verð hækki, því þó leiga sé há má heldur ekki gleyma því að þeir sem keyptu í mestu þenslunni og tóku til þess verðtryggt lán eru ekki endilega - jafnvel þó leigan sé mjög há - að fá fyrir afborgunum með leigugreiðsl- um. Svo þangað til markaðurinn breytist úr einstaklingsmarkaði, þar sem verð fer eftir eftirspurn - sem núna t.d. er mikil - þá á leiguverð varla eftir að lækka.“ (Netpóstur til blaðsins í október 2013) Í greinargerð Neytendasam- takanna núna er staðan tíunduð með góðu dæmi: „Sé miðað við meðalstærð og meðalverð er leigu- verð 14,7 fermetra einstaklings- herbergis 58.957 kr. á mánuði og er um 60,8% hækkun að ræða á auglýstu verði miðað við febrúar 2011. Verður það að teljast afar sorgleg niðurstaða þar sem reikna má með að þeir allra tekjulægstu búi í einstaklingsherbergjum, auk þess sem húsaleigubætur (af óskilj- anlegum ástæðum) „greiðast ekki vegna leigu á einstaklingsherbergj- um eða ef eldhús eða snyrting er sameiginleg fleirum“ (3. mgr. 7. gr. laga um húsaleigubætur).“ Sjálfvirk hækkun? Niðurstaðan er sú að leigumarkaður er einhver ófullkomnasti markað- ur á Íslandi. Hann er hvergi nærri frjáls er kemur að þeim sem þurfa að leigja. Hann er eins fjarri því að vera markaður í orðsins fyllstu merkingu. Fólk neyðist flest til að vera á þessum markaði. Réttindi eru takmörkuð. Það kemur fram í því að fæstum samningum sem gerðir hafa verið undanfarin misseri er þinglýst. Þeim fjölskyldum sem eiga ekki aðra kosti en lúta „lögmálum“ markaðarins er úthýst í orðsins fyllstu merkingu. Umræðan um matarskattinn í 7% eða 12% er barnaleg í samanburði við stöðu þeirra sem þurfa að leigja íbúðarkytru sem hækkar sjálfvirkt um tugi prósenta á ári. Félagslega hlið málsins er enn alvarlegri. Því líklegt er að þeir sem þurfa að sæta því að verða sífellt að flytja eiga fáa kosti. Börnin og fjölskyldan öll geld- ur þessa ömurlega ástands sem er á Íslandi í húsnæðismálum. Stúdíó íbúð 2 her- bergja 3 her- bergja 4-5 her- bergja Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes 3018 2203 2080 1774 Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar - 2040 1925 1549 Kópavogur 1873 1926 1791 1518 Garðabær og Hafnarfjörður 2122 1893 1703 1357 Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur 1940 2036 1712 1675 Breiðholt - 1894 1461 1596 Kjalarnes og Mosfellsbær - - - - Suðurnes - 1289 1144 1056 Vesturland - 1231 1083 985 Vestfirðir - - - - Norðurland nema Akureyri - 1177 1013 741 Akureyri - 1517 1444 1352 Austurland - 1458 1250 1026 Suðurland - 1392 1345 1074 (Úr Þjóðskrá Íslands) Fréttaskýring Þorlákur Helgi Helgason Úr könnun Neytendasamtakanna 2014.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.