Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 2
2 6. Nóvember 2014 Fyrsta prédikun, Hallgrímur og orgelstund Séra Þorvaldur Karl Helgason, settur sóknarprestur, mun prédika í fyrsta sinn og þjóna ásamt séra Axel Á Njarðvík í Sel- fosskirkju á kristniboðsdegi, nk. sunnudag 9. nóvember. Minnst er látinna. Hugrún Kristín Helgadóttir æskulýðsfulltrúi sér um barnastarf- ið. Organisti er Jörg Sondermann. Kaffisopi eftir messu og súpa gegn vægu gjaldi. Minnum á kyrrðarbænir á mánu- dögum kl. 17. Allir velkomnir. Sjá nánar á selfosskirkja.is Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20 verður haldinn Sálmafoss í kirkjunni í tilefni 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar. Steinunn Jóhannesdótt- ir rithöfundur talar um uppvöxt Hallgríms byggðan á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Kór Selfoss- kirkju syngur nokkra Passíusálma Hallgríms við ný og gömul lög og leiðir almennan safnaðarsöng. Org- anisti Jörg E. Sondermann. Sunnudaginn, 9. nóv. verður org- elstund í Selfosskirkju. Jörg E. Sond- ermann, organisti kirkjunnar leikur sálmforleiki í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar, eftir Johann Pachelbel og Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 17, aðgangur er ókeypis. Þau voru undarleg viðbrögð sumra í vikunni við mótmælum á Austurvelli í Reykjavík. Hvað vildu mótmælendur upp á dekk – og voru að mótmæla öllu mögulegu. Forsætisráðherra gekk lengra en aðrir í vandlætingu sinni og talaði eina ferðina enn niður til þjóðar (sinnar). Fólkið hefði verið að halda í nýja hefð! Hún væri fólgin í því að fólk kæmi saman. Svo mátti skilja að það hefði svo sem ekkert sérstakt fram að færa. Væri helst að mótmæla ýmsu. Og það sem væri enn afdrífaríkara: fólk ætti auðveldara með að koma saman. Það hefði víst svo mikið af Ipöddum. Kæmi þannig skilaboðum milli sín á nútímalegan hátt. Mikil uppgötvun. Á sama tíma eru bloggheimar uppteknir af því að vísa í grein eftir danskan prest sem segir m.a. að fram sé komin ný yfirstétt. Sem lætur sé fátt um finnast og svífur yfir vötnum. Hún ferðast um heiminn (líklega án skilríkja) og þarf ekki að eiga samneyti við pupulinn. Enda skilur hún ekki hvað er að gerast hjá þjóðinni. Ásgeir þessi danski segir nýja stéttaskiptingu birtast okkur. Greiningu hans má með sann heimfæra upp á okkar samfélag. Hvar er hin fjölmenna millistétt sem hefur borið lýðræðið á herðum sér? Er hún á Austurvelli samtímas? Og hvar er hin verðandi millistétt sem ekki tekur þátt í lýðræðislegum kosningum (á 4ra ára fresti)? Er hún líka á leið burt með nýrri tækni og hnattvæðingu? Eru viðbrögð forystumanna líkleg til að lokka þúsundirnar til baka sem nú streyma í fjölskylduvæn samfélög allt í kringum okkur? Hagvöxturinn er étinn upp fyrir heilu kynslóðirnar eins og málin standa. Nýir tímar kalla. Hlustum og tökum höndum saman. Leiðsagnar er þörf. Austurvöllur er aðeins millilending fyrir þessa hópa. Þorlákur Helgi Helgason Austurvöllur er aðeins millilending LEIÐARI það var og... Saga – varðveisla – framtíð: Málþing um Gamla bæinn í Múlakoti Málstofa verður haldin föstudag 8. nóvember og hefst kl. 14 með skoðun í Múlakoti, um garðinn og gamla bæinn. Menningarhúsið Kvika: Vestmannaeyja- bær auglýsir eftir samstarfsaðilum um rekstur Um er að ræða menningarhúsið Kviku sem stendur við Heiðarveg. Í húsinu er lögð áhersla á aðstöðu undir sviðslist og er þar m.a að finna sýningarsal með stóru sviði og rými fyrir um 120 sýningargesti. Séra Þorvaldur Karl Helgason Mynd: ÞHH Menning og minningar Guðmundur Ingi Gunnlaugs-son rifjaði upp skemmtilegt tímabil í sögu Selfoss er hann leiddi fólk um Inghól á velmerktarárum hans. Helga Einarsdóttir rifjaði upp sögu Bifreiðastöðvar Selfoss og þá hlaut Fossnesti drjúgan skerf þetta kvöldið. Þannig lauk októbermánuði í sveitarfélaginu. Menning og minn- ingar hafa verið til umfjöllunar og aðsókn verið góð. mikil aðsókn hefur verið að atburðum undir hatti menningarmánuðarins. Mynd: Helga Einarsdóttir. Basar og kaffihúsa- stemning í Þingborg Kvenfélögin þrjú í Flóahreppi, þ. e. kvenfélög Gaulverj-arbæjar-Hraungerðis- og Villingaholtshrepps standa sameig- inlega að basar í Þinborg nk. laugar- dag 8. nóvember klukkan 14-18. Ágóði rennur ti göngudeildar HSU. Konurnar lofa ótrúlega miklu úrvali af handverki, kökubasar og kaffishúsastemningu. Þá má njóta fallegra tóna frá heimamanninum, Labba. Kært efni í dönskukennslu Lesum eitthvað skemmtilegt. Við eigum ekki að hika við að fjalla um það sem okkur er kært, segir Sjón í viðtali við Politiken sl. þriðjudag. 4. nóvember 2014. Og hér er af því tilefni kær minning. Þetta hafði sama blað eftir Sjón 2010: »Men vi ser København som den gamle hovedstad. De fleste islændinge har varme følelser for byen København; alle har gode minder herfra. Jeg er opdraget med, at Danmark var drømmestedet, hvor man kunne få alt. I Island var der op til 1970’erne skrap importregulering og mang- el på alt. Vi fik for eksempel kun æbler til jul. I Familiejournalen og Bo Bedre kunne man se, hvor pænt folk boede og klædte sig i Danmark. Og islændinge fra den øvre midd- elklasse tog til København og gik i Illums Bolighus«. Þann 1.janúar „Leiðrjettingar nokkurra mállýta“ heitir dálítið hver nýútkomið, eft- ir Jón heitinn Jónsson kennara i Hafnarfirði, gefið út af ekkju hans, Valgerði Jónsdóttur. Kverið er yfir- leitt gott, en þó sumt í því ekki rjett, t. d. að rangmæli sje að segja „þann 1. janúar“ og því um líkt. (Úr Lögréttu 1914) Auglýsingasími: 578 1190 S U Ð U R L A N D S U Ð U R L A N D Kemur næst út 20. nóvember

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.