Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 3

Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 3
ÞORLÁKSHÖFN Þorlákshöfn Reykjavík Þorlákshöfn Ísland Europa Styttir leiðir. Þorlákshöfn Reykjavík 50 km International Airport 85 km Þorlákshöfn Hafnarbakka 8 815 Þorlákshöfn Sími 480-3602 Hafnarstjóri 691-6575 hofn@olfus.is www.olfus.is Hafnarvog Sími 480-3601 Fax 483-3528 hafnarvog@olfus.is Hafnarvörður Sími 893-3659 - sólarhringsvakt Kallrás á VHF 12 Þorlákshöfn er á suð-vesturströnd Íslands. Þar er eina höfn Suðurlands allt austur að Hornafirði. Frá höfninni eru góðar og greiðfærar samgöngur til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema u.þ.b. 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suður- strandarveginum. Höfnin liggur vel við góðum fiskimiðum og í landi eru fjölmörg fyrirtæki til að vinna úr aflanum. Fiskmarkaður er á staðnum og fullkomin frystigeymsla og tollvöruhús, Kuldaboli, er staðsett við höfnina. Í Þorlákshöfn eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða fjölhæfa þjónustu fyrir fiski- og flutninga- skip t.d. olíuverslun, flutningar, alhliða viðgerðarþjónustur, köfun, netaviðgerðir og lifrabræðsla. Þar er einnig öll helsta þjónusta sem nauðsynleg er í nútímasamfélagi; banki, matvöruverslun, bakarí, kaffihús, veitingastaðir, heilsugæsla, lyfjaverslun, frábært íþróttahús, líkamsræktarstöð og sundlaug. Ný uppfylling og öldudempandi flái Fjarlægð steinbryggja Skipulögð iðnaðarsvæði FyRiRHuguð StæKKuN HaFNaRiNNaR Höfnin hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og framtíðaráform eru um enn meiri stækkun sem gæti þjónustað Evrópusamgöngur - en stórskipahöfn í Þorlákshöfn styttir siglingatíma til helstu borga í Evrópu töluvert miðað við siglingu til og frá Reykjavík. Mikið framboð er af hentugu landrými til ýmiss konar starfsemi og er staðsetningin mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu. Fyrir liggur skipulag á tæplega 540 hektara iðnaðarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Samgöngur við svæðið eru góðar og stutt í virkjanir og því er flutningskostnaður orku í lágmarki. Það auk stórskipahafnar hefur verulegt aðdráttarafl fyrir erlend fyrirtæki sem sýnt hafa áhuga á að reka starfsemi á Íslandi. • Eina höfnin á Suðurlandi • 40 km til Reykjavíkur • 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Fullkomið frystivöruhótel og landamærastöð • Bryggjukantar um 1200 m • Mesta dýpi við kant 8 m • Dýpi í innsiglingu 7,5 - 8 m • Fiski-, flutninga- og tollhöfn • Hafnsögubátur 900 hö. • Frábært íþróttahús og sundlaug • Öll almenn þjónusta við skip • Öll almenn þjónusta við áhafnir • Fiskmarkaður og fiskvinnslufyrirtæki • Ísframleiðsla með GÁMES vottun A R G H ! 0 92 01 4

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.