Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 9
96. Nóvember 2014
sinn í 1000 kúa fjós í Múrmansk
í Rússlandi. Þegar ein kýrin lyfti
halanum og skeit eins og lög gera
ráð fyrir í fjósum, ældi þessi sænska
vinkona mín. Þú getur rétt ímyndað
þér að jafn stríðinn maður nýtti sér
þetta tækifæri til hins ýtrasta. Það
gerðu danskir félagar mínir einnig.“
Hef mjög gaman af að spila –
og öðlast þannig sálarró.
„Ég er nýlega orðinn sextugur sem er
mér finnst talsverður aldur og kom-
inn á þann áratug þar sem ég hætti
að vinna. Er þó fíl hraustur - stunda
líkamsrækt eldsnemma á morgnanna
sem gefur mér kraft og vellíðan. Við
hér í sveitarfélaginu leggjum mik-
ið uppúr því að hvetja íbúa okkar
til að nýta þá möguleika sem hér
eru til líkamsræktar, sund, göngu,
hjólreiðar, hlaup eða hvaða nafni
sem þetta nú nefnist. Við efnum á
ári hverju til heilsuviku og vorum
fyrst allra til þess að efna til hjól-
reiðahátíða sem við endurvöktum
aftur fyrir fimm árum. Hér er líka
verið að skapa listaverk en verið er
sauma í Njálurefilinn sem verður
um 90 metra langur, en þegar hafa
verið saumaðir liðlega 30 metrar.
Í þessu felst í rauninni sálrækt því
það góða fólk sem er að skapa refil-
inn talar saman, tengir saman fólk í
dreifbýli og þéttbýli og tengir saman
kynslóðirnar. Ég er svo heppinn að
vera skógarbóndi í frístundum, á
íslenskar hænur og krakkarnir mínir
eru með býflugnabú. Í framtíðinni
ætla ég að koma mér upp nokkrum
rollum, ég hef líka mjög gaman af
tónlist, spila mikið í frístundum og
fæ oft útrás fyrir ýmiskonar pirring
með því að spila - og öðlast þannig
sálarró. Því auðvitað er ég eins og
aðrir í minni stöðu gagnrýndur fyrir
það sem við erum að gera. Það er
eðlilegt.“
. . . en ef við sjáum
sólskinsblett í heiði
„Þú talar um styrkleika og veikleika
samfélaganna. Styrkleikinn er svo-
lítið undir okkur sjálfum komið.
Við eigum að vera jákvæð og tala
upp samfélagið en ekki niður. Við
Íslendingar höfum það gott. Lifum í
dásamlega fallegu landi. Hér er gott
fólk. Styrk- og veikleikarnir vegast
stundum á. Við eigum stundum
erfitt með að skilja hvert annað.
Ástæðan er einfaldlega sú að við
lifum öll í okkar heimi og eigum
mismunandi gott með að skilja hvert
annað. Hvað orti ekki Jónas Hall-
grímsson: “
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi
því táradaggir falla stundum skjótt
og vinir berast burt á tímans straumi
og blómin fölna’ á einni hélunótt -
því er oss best að forðast raup og reiði
og rjúfa hvörgi tryggð né vinarkoss;
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss.
Tækifærin eru á hverju strái
„Í samfélagi eins og okkar er gott að
vera barn, það er líka gott að eldast í
okkar samfélagi. Hins vegar vantar
sárlega enn fjölbreytilegri vinnu fyrir
bæði menntað fólk og þá sem ekki
hafa átt kost á því að menntast. Ann-
að sem er sárara en tárum taki þegar
gamalt fólk fær ekki þá þjónustu
sem því ber þegar það þarf að kom-
ast t.d. á hjúkrunarheimili og þarf
e.t.v. að fara langt frá heimahögum
og ættingjum. Ég hef kallað þetta
" nútíma hreppaflutninga. " Sem
betur fer eru þetta undantekningar
og hér eru þó því miður dæmi um
þetta. Hins vegar er allt starf aldraðra
hér til mikillar fyrirmyndar og nú
er verið að koma upp öldungaráði
hér í Rangárvallasýslu og við erum
reyndar einnig með ungmennaráð.
Okkur líður ekki endilega illa í
stöðnun, en stöðnun leiðir alltaf til
hnignunar. Ekkert varir að eilífu.
Við verðum að fylgja þróuninni.
Við eigum að gera okkur gildandi
á landsvísu og við eigum að fylgjast
með stefnum og straumum í útlönd-
um. Unga fólkið er svo sannarlega
opið. Það er t.d. gaman að fylgjast
með unga fólkinu sem sér möguleik-
ana í ferðaþjónustunni og þá þróun
sem á sér stað í þeirri atvinnugrein.
Matvælaframleiðslan á einnig mikla
möguleika og landbúnaður og ferða-
þjónusta eru systur. Því við framleið-
um einstaka landbúnaðarvöru og
við eigum alla möguleika á að koma
henni á framfæri erlendis. Gaman
er t.d. að fylgjast með hvað skyr er
orðið vinsælt bæði á Norðurlöndum
og Ameríku.
Tækifærin eru á hverju strái bara
ef við komum auga á þau,“ segir
Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.
Viðtal: Þorlákur Helgi Helgason.
Ísólfur Gylfi með Þórði marteinssyni harmonnikkumanni á menningarnótt
reykjavíkur.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Ísólfur Gylfi sótti ráðstefnu í Finnlandi í fyrri viku. Hér með utanríkisráðherra
Í Turku í Finnlandi, heimsókn í gróðurhús: Frá vinstri: Guðrún Hafsteinsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Liisa og Hanneu
Lindroth, eigendur fyrirtækisins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
með eiginkonunni, Steinunni ósk.
Ungur að árum.
Í brúarvinnu í Skötufirði við Ísafjarðardjúp 1972