Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 14
Forréttir Rjúpuseyði borið fram í staupi. Heimalagaðir síldarréttir; marineruð síld, karrísíld, sinnepssíld, dillsíld, ávaxtasíld, epla- og rauðrófusíld og blaðlaukssíld, bornir fram með nýbökuðu rúgbrauði og íslensku smjöri. Grafinn lax með sinnepsdillsósu. Reyktur lax með bökuðum eggjum og piparrótarjógúrt. Sjávarréttakonfekt í karrí-kókos með fersku kóríander. Sjávarréttapaté með fennel, epla- og engifersósu. Gin/vermouth-legin bleikjuflök. Reyklaxa- rúlla með sætum pipar. Heitreykt hrefnukjöt með teriaki wasabi-sósu. Kjúklingalifrarpaté með sultuðum týtu- berjum. Söltuð og reykt nautatunga með piparrótar- rjóma. Villibráðarpaté með cumberland-sósu. Villijurta- grafið nautafille á salati. Léttreyktar kjúklingabringur með balsamic-sultuðum rauðlauk. Rósapiparlögð gæsa- bringa með trönuberjahlaupi. Rúgbrauð, snittubrauð og smjör. Kaldir aðalréttir Birkisteiktur lax með lime-legnu rótargrænmeti. Beikonvafin keila með hvítlauksdressingu. Nauta- pastrami – söltuð nautabringa með ferskri piparrót. Kofareykt hangikjöt með uppstúf, grænum baunum, heimalöguðu rauðkáli og kartöflum. Meðlæti með köldum réttum: Eplasalat, kartöflusalat, ávaxtasalat og laufabrauð. Heitir aðalréttir Purusteik að hætti Dana. Hægeldað rósmarínmarinerað fjallalamb. Heilsteikt kalkúnabringa, fyllt með spínati og gorgonzola. Heilsteikt sykursaltað grísalæri. Meðlæti með aðalréttum: brúnaðar kartöflur, rótar- grænmeti, rauðvínssósa, sinnepssósa og purusósa. Eftirréttir Pavlova með berjum. Crème brulée. Valhronasúkkulaði- mús með krókanti. Dönsk eplakaka með kanilrjóma. Frönsk súkkulaðikaka. Ris a la mande með kirsuberja- sósu. Smákökur og kókostoppar. Nánari upplýsingar: info@hotelselfoss.is eða í síma 480 2500 Laugardaginn 15.11.  Föstudaginn 21.11.  Laugardaginn 22.11.  Laugardaginn 29.11. Föstudaginn 05.12.  Laugardaginn 06.12.  Laugardaginn 13.12. Borðhaldið hefst kl. 19. Á laugardögum er boðið upp á dansleik að borðhaldi loknu. Fáðu tilboð fyrir hópinn þinn Matseðill Jólahlaðborð meðLadda á Hótel Selfossi 14 6. Nóvember 2014 Rímar við Haukadal í Dýrafirði Árni Erlingsson varð fyrstur til að senda okkur línu um síð- ustu mynd – og þökkum við kærlega fyrir: „Mér sýnist nýjasta myndin ríma við Haukadal í Dýrafirði (sem Þór- hallur Vilmundarson vildi kalla Dyrafjörð, vegna þess hvernig hann opnast eins og dyr þá inn er siglt). Nokkuð gömul mynd. Varðandi Hvítanesið þá er ekki minnst á að jörðin hét Brók allt til 1922 að því var breytt í Hvítanes. Var hjáleiga frá Ey. Frásögn af Jóni bóndasyni í Brók, ( frá því fyrir 1900 ) er að finna í Skyggni Guðna Jónssonar, fyrra hefti bls 144. Er ekki að furða að nafninu var breytt.“ Árni nefnir Dyrafjörð og tilgátu Þorhalls Vimundarsonar. Í Árbók fornleifafélagsins 2000 er frekari „dyra“ getið: Þá er Dyrhólaey al- þekkt með sínum stóru „dyrum“, . . . Í skerjagarðinum við Stokkseyri eru bæði Dyrós og Dyralón. Einng um dyr á Nejavallaleið. „Dyr í Dyra- fjöllum á hinni fornu þjóðleið frá Reykjavík að Nesjavöllum, þar sem Nesjavallaleið liggur nú.“ ÞHH Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini hlær við sínum hjartans vini honum Páli Ólafssyni. Þannig hljómar eitt af skemmti- versum Páls Austfirðings. Hann átti marga strengi í hörpu sinni en ein- lægt hljómaði glettnisstrengurinn undir og má þar vitna til óborgan- legra mynda úr ljóðinu hans um litla fossinn. Vinnulúinn Káinn í Vesturheimi iðar líka af kæti þegar hann fer að raða í stuðla: Mér hefur veröld verið köld og viljað lítið gagna; þó hef ég átt í hálfa öld hundaláni að fagna. KN Eða Mér að græða gengur seint, þar gerir alcoholið, þó hef ég bæði ljóst og leynt logið, svikið, stolið. KN Káinn fæddist á Akureyri og getur ort um Bólu-Hjálmar sem nágranna, vísan heitir Hallandi: Bærinn þar sem Bólu-Hjálmar fæddist og bókmenntunum dýrmæt auðlegt græddist beint á móti bernskusjónum mínum blasti við í hallöndunum sínum. Um sjálfan sig átta ára heima í Eyja- firði yrkir Káinn í samkomukvæði: Og snar og hreykinn snáði, sem snæfur hló og beit, ég herferð fyrstu háði í helgum Kristnes reit. Og oft í aur og bleytum ég upp um mýrar fór; í löngum kúaleitum ég lærði að heita á Þór. Annað skáld bjó á Bægisá, prestur- inn Jón Þorláksson. Hann orti um Vakra-Skjóna, Þyt hinn fóthvata og hryssuna Tunnu sem valt ofan í djúpa keldu. Um strák á Bægisá orti sr. Jón: Ingimundur Ögmunds bur alsporaður kauði, hann er til þess hentugur heim að reka sauði. Ísland býr við það ríkidæmi að eiga enn góðskáld sem yrkja um það sem þeim birtist í erli dags. Þórarinn Eldjárn segir: Ég heyrði gala hana í hádeginu í gær. Hann valdi vondan tíma en virtist annars fær. Og síðar: Upp með grænu gili er girðing að ég tel þar standa hross í haga og horfa á dráttarvél. Síðasta vísan í Harðhausnum er fersk, frá nýbyrjuðum vetri og gæti verið ort úti á túni. Þar glóir stjarna Flóabóndans, Guðmundar í Hraun- gerði: Bylti ég þér fagra fold á fyrsta vetrardegi. Þér grói síðar grös í mold sem gefi feikn af heyi. Úr Harð Haus (21) Ingi Heiðmar Jónsson þekkirðu bæinn? Að þessu sinni kemur mynd frá Eyjólfi Eyjólfssyni, skósmið í Bakkárholti. Kannist þið við bæ- inn? Hvenær ætli myndin hafi verið tekin? Og kannski sögur og sagnir sem tengjast bæ og ábúendum. Það má hafa samband beint við ritstjóra á netfangið torlakur@fot- spor.is eða í síma 8942098. Það er líka hægt að setja sig í samband við Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi. Úr Víkurprestakalli: Víkurkirkja í Mýrdal Guðsþjónusta verður í Víkurkirkju nk. sunnudag, 9. nóv. kl. 14: 00. Organisti er Kári Gestsson. Félagar úr Samkór Mýrdælinga leiða sönginn. Fermingarbörn og foreldrar sér- staklega hvött til að mæta. Sóknarprestur Dvalar- og hjúkrunarheimili Hjallatún Helgistund verður á Hjallatúni nk. sunnudag, 9. nóvember kl. 15:00. Organisti er Kári Gestsson. Félagar úr Samkór Mýrdælinga leiða sönginn. Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli Kirkjuskólasamveran sem vera átti næsta laugardag, 8. nóvem- ber, fellur niður af óviðráðanleg- um ástæðum. Halli og Gulla Kirkjan hvílir yfir víkinni, en þar búa um 300 manns. Mynd: ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.