Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 8
8 6. Nóvember 2014 „Ég gef ekki mikið fyrir hástemmd orð um stefnur og strauma“ Hann varð sextugur í vor. Ætlaði sér að verða íþróttakennari og er sveit- arstjóri. Varð að framsóknarmanni en segist vera orðinn hundleiður á flokkspólitík. Hann er barnakarl og gæfumaður í einkalífi. Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri í Rangar- þingi eystra. „Ég er fæddur í húsi foreldra minna við Hvolsveg á Hvolsvelli 17. mars 1954 - móðir mín býr þar enn og hefur gert í 73 ár og heitir Mar- grét Jóna Ísleifsdóttir en faðir minn Pálmi Eyjólfsson lést árið 2005. Bæði unnu þau hjá sýslumannsemb- ættinu nær allan sinn starfsaldur. Ég á tvær systur, Guðríði og Ingibjörgu en við Ingibjörg erum einu systkinin sem setið hafa samtímis á Alþingi. Konan mín er Steinunn Ósk Kol- beinsdóttir sem er verkefnisstjóri hjá Fræðsluneti Suðurlands. Við eigum fjögur uppkomin börn, en þau eru: Pálmi Reyr, Margrét Jóna, Kolbeinn og Birta. Tengdabörnin eru þrjú og einnig eigum við þrjú barnabörn. Í þessu fólki felst auðvitað mikið ríkidæmi sem maður fær seint full- þakkað Guði og forsjóninni.“ Þau kappkostuðu að laða fram það besta í nemendum sínum. „Ég stundaði nám við Hvolsskóla og á fallegar minningar þar sem sæmdarhjónin Birna Frímannsdótt- ir og Trúmann heitinn Kristíansen voru allt í öllu. Ég þreytist seint á að hrósa Trúmanni og Birnu sem héldu góðan skóla hér í þessu litla samfélagi. Það var ótrúleg fjölbreytni í náminu. Þau kappkostuðu að laða fram það besta í nemendum sínum. Skólinn var opinn fyrir okkur í frí- tímanum og þegar ég byrjaði að kenna í eina tíð var ég alltaf með nemendum mínum í félagslífinu - hélt reyndar fyrst að þetta væri skylda kennarans. Ég minnist þess þegar skólastjórinn í Ólafsvík sagði við mig - þú veist það Ísólfur Gylfi að þú færð ekki greitt fyrir þennan tíma nema ég biðji þig um þessa vinnu.“ Hann gerði mig að framsóknarmanni. „Það var gott að alast upp á Hvols- velli. Ég var í sveit í Hallgeirsey í Landeyjum hjá Jónu Vigdísi Jóns- dóttur og Jóni Guðjónssyni. Þar var einstaklega gott að vera; ég er með tónlistarbakteríuna og Jón er góður mússikkant og við spilum saman alltaf þegar við hittumst. Það var ómetanlegt að fá að vera í sveit sem krakki og þetta mótar mann til lífstíðar. Ég ætlaði mér alltaf að verða íþróttakennari og stundaði nám við Kennaraskóla Ís- lands, Íþróttakennaraskóla Íslands og Idrætshöjskolen í Sönderborg í Danmörku. Ég kenndi síðan í Ólafs- vík, Gagnfræðaskólanum í Mosfells- bæ en lengst við Samvinnuskólann á Bifröst. Ég hélt uppteknum hætti úr Ólafsvík - með nemendum mínum í Mosfellsbænum á föstudagskvöldum í félagslífinu - ég myndi sjálfsagt ekki gera þetta núna. Ég hafði einstak- lega gott af því að vera kennari í Samvinnuskólanum á Bifröst. Jón Sigurðsson, rektor á Bifröst, hafði mikil áhrif á mig. Duglegur, sam- viskusamur, ör og fylginn sér. Hann kenndi mér margt og gerði mig að framsóknarmanni. Hann gerði alltaf grín að pólitíkinni þegar lagðar voru fram gagnrýnar spurningar. Eftir að hafa kennt í Bifröst í sex ár var ég ráðinn starfsmannastjóri við KRON og Miklagarð.“ Ég er mikill barnakarl. „Þú spyrð hverjir hafi haft áhrif á mig og lífsskoðanir mínar. "Fjórðungi bregður til fósturs“ segir einhvers- staðar. Ég er gæfumaður í einkalífi, átti góða foreldra, góða sjálfstæða konu, góð og sjálfstæð börn og auð- vitað er ég eins og fólk á mínum aldri dáist að barnabörnunum. Ég er mik- ill barnakarl og sakna þess reyndar úr kennslunni að umgangast ekki meira unga fólkið. Það heldur manni ungum og ferskum. Hvolsvöllur er nú gamall samvinnubær. Kaupfélag- ið var allt í öllu, meira að segja sáu stjórnendur þess með Ólaf Ólafsson í fararbroddi til þess að byggð voru um 40 einbýlishús og seld á nánast kostnaðarverði. Þetta var auðvitað mjög merkilegt framtak. Ýmsum þótti nóg um veldi kaupfélagsins. Hins vegar sakna margir þess að pen- ingarnir urðu eftir í heimabyggð og nýttist henni. Nú eru flest fyrirtæk- in Reykjavíkurtengd og fjármagnið rennur gjarnan þangað. Þetta er að vísu alþjóleg þróun.“ Ég er hundleiður á flokkspólitíkinni. „Það sem felldi kaupfélögin var að þau fylgdu ekki þeim breytingum sem voru að gerast . Því fór sem fór. Samband íslenskra samvinnufélaga fór aldrei á hausinn - gerðar voru upp allar skuldir þveröfugt við það sem gerst hefur í hruninu þar sem fáeinir einstaklingar kollvörpuðu kerfinu. Ég er hlynntur blönduðu hagkerfi þar sem einkaframtakið fær notið sín þar sem það á við, fé- lagslega rekin fyrirtæki fái notið sín o.s.frv. Ég er fylgjandi samkeppni - en hún er á ótrúlegu undanhaldi á Íslandi og það eru svo sannarlega einokunartilburðir í gangi, samráð og ýmislegt sem mér hugnast illa. Ég er hundleiður á flokkspólitík- inni en hún er reyndar nauðsynleg í lýðræðislegum samfélögum. Ég gef ekki mikið fyrir hástemmd orð um stefnur og strauma. Sat m.a. 8 ár í fjárlaganefnd Alþingis. Komst að því að þeir sem töluðu hátt um að fara vel með skattfé almennings voru nú ekki endilega barnanna bestir þegar til stykkisins kom. Á sama hátt voru sumir þeir sem töluðu hástemmt um umhverfismál voru stundum býsna langt frá raunveruleikanum. Þannig var ég t.d. í forsætisnefnd Norður- landaráðs. Einn félagi minn þar frá Svíþjóð talaði mikið um sjálfbærni sem er lykilorð í dag. Við fórum eitt Ís með barnabörnunum: Kolbrún myrra Pálmadóttir og systurnar Þórdís ósk og Þórunn metta Þórðardætur. með eiginkonunni og Ingibjörgu systur

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.