Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 2
2 1. febrúar 2013
Þórunn og Þórdís keppa á Samfés
Söngkeppni Hafnarfjarðar meðal grunnskólanemenda var haldin fyrir húsi í félagsmiðstöðinni
Hrauninu í Víðistaðaskóla í síðustu
viku. 17 atriði frá félagsmiðstöðvunum
í Hafnarfirði kepptu um hvaða tvö at-
riði fara áfram í söngkeppni Samfés.
Árni Grétar Johnsen sigurvegari í söng-
keppni Flensborgarskólans, Greta Mjöll
Samúelsdóttir söngkona og Ólafur Már
Svavarsson söngvari skipuðu dóm-
nefndina
Þórunn Stefánsdóttir úr Mosanum
í Hraunvallaskóla og Þórdís Dröfn úr
Vitanum í Lækjarskóla stóðu uppi sem
sigurvegarar og verða fulltrúar Hafnar-
fjarðar í söngkeppni Samfés. Þórunn
söng lagið "Ég fer ekki neitt" eftir Sverri
Bergmann en Þórdís Dröfn söng frum-
samið lag og spilaði undir á gítar.
Í öðru sæti lentu þær Hanna Þrá-
insdóttir og Þórunn Þórðardóttir. Þær
sungu lagið Hvítir skór en atriði þeirra
vakti sérstaka lukku fyrir vaska fram-
göngu tveggja dansara í Stubbabún-
ingum. Kamilla Rós Bjarnadóttir lenti
í þriðja sæti en hún söng lagið Með þér
með Ragnheiði Gröndal.
Söngkeppni Samfés, samtaka félags-
miðstöðva á Íslandi, verður haldin í
Laugardalshöll 2. mars næstkomandi en
þar koma fram 30 atriði frá félagsmið-
stöðvum á öllu landinu. Við hvetjum að
sjálfsögðu okkar fólk til sigurs!
sími 565-5900 midi.is
Drephlægilegasta sýningin í bænum
UPPSELT
sunnudaginn 10 febrúar
Aukasýningar væntanlegar
36 umsækjendur
um sviðsstjórastöðu
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson lætur af starfi sviðsstjóra stjórnsýslu-
sviðs Hafnarfjarðarbæjar í vor og
var starfið auglýst laust til umsóknar
á dögunum. 36 umsóknir bárust um
stöðuna.
Hlutverk stjórnsýslusviðs er þjón-
usta við bæjarstjóra, bæjarfulltrúa,
bæjarráð og önnur ráð stjórnsýslunnar.
Þar er veitt innri þjónusta á sviði
mannauðsmála, fjármála, bókhalds,
skjalastjórnunar, innkaupa, upplýs-
ingatækni, lögfræðimála og árangurs
– og gæðamála og stjórnsýslusvið
ber einnig ábyrgð á verkefnum á sviði
menningarmála, ferðamála, atvinnu-
mála, kynningarmála og þjónustuvers..
Eftirtaldir sóttu um stöðu sviðs
stjóra stjórnsýslusviðs:
Anna Guðlaug Nielsen, sérfræðingur
Anna Ólafsdóttir, deildarstjóri
Arinbjörn Sigurgeirsson, fv gæðastjóri
hjá Hafnarfjarðarbæ
Arna Þórdís Árnadóttir, MA í al-
þjóðasamskiptum
Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmála-
fræðingur
Ásdís Reykdal Jónsdóttir, umhverfis-
skipulagsfræðingur
Barbara Rut Bergþórsdóttir, við-
skiptafræðingur
Barði Þór Jónsson, rekstrarstjóri
Bárður Steinn Róbertsson, lög-
fræðingur
Berglind Björk Hreinsdóttir, deildar-
stjóri
Björn Bergmann Þorvaldsson, við-
skiptafræðingur
Eydís Aðalbjörnsdóttir, sviðsstjóri
Fanney Halla Pálsdóttir, BA í ensku
Georg Andri Guðlaugsson, lög-
fræðingur
Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri
Gísli Hermannsson, reskrarverk-
frtæðingur
Gréta Berg Ingólfsdóttir, tölvunar-
fræðingur
Guðfinna B Kristjánsdóttir, upplýs-
ingastjóri Garðabæjar
Helga Daníelsdóttir, sérfræðingur í
fjármálum
Hildur Dungal, lögfræðingur
Hildur Jakobína Gísladóttir, félags-
málastjóri
Jónína Kristjánsdóttir, viðskipta-
fræðingur
Kjartan Örn Sigurðsson, fv forstjóri
Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjöl-
miðlafræðingur
Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri
Magnús Haukur Ásgeirsson, við-
skiptaráðgjafi
Margrét Lilja Gunnarsdóttir
Mattthias Imsland, ráðgjafi
Ólafur Fannar Heimisson, há-
skólanemi
Ólafur Kristjánsson, tæknifræðingur
Sigurður Tómas Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri
Stefanía G Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Stefán Jónasson, rekstrarverk-
fræðingur
Vignir Björnsson, verkefnastjóri
Samfylkingin í Suðvestur:
Framboðslisti fyrir kosn-
ingarnar í apríl tilbúinn
Framboðslisti Samfylkingar-innar í SV-kjördæmi hefur verið birtur. Á listanum eru átta
Hafnfirðingar og þrír Garðbæingar.
Þá er einn frambjóðandinn búsettur
á Álftanesi/Garðabæ. Listann skipa:
1. Árni Páll Árnason, alþingismaður,
Reykjavík.
2. Katrín Júlíusdóttir, fjármála-
&efnahagsráðherra, Kópavogi.
3. Magnús Orri Schram, alþingis-
maður, Kópavogi.
4. Margrét Gauja Magnúsdóttir,
kennari & forseti bæjarstjórnar,
Hafnarfirði.
5. Lúðvík Geirsson, alþingismaður,
Hafnarfirði.
6. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verk-
efnisstj. Barnaheillum, Kópavogi.
7. Amal Tamimi, frkvstj. Jafnréttis-
húsi, Hafnarfirði.
8. Stefán Rafn Sigurbjörnsson, form.
Ungra jafnaðarmanna, Álftanesi
9. Margrét Kristmannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri & form. Sam-
taka verslunar &þjónustu, Sel-
tjarnarnesi.
10. Hjalti Már Þórisson, læknir, Kópa-
vogi.
11. Anna Sigríður Guðnadóttir,
bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur, Mosfellsbæ.
12. Friðþjófur Helgi Karlsson, skóla-
stjóri, Hafnarfirði.
13. Kristín Á. Guðmundsdóttir, form.
60+ & fom. Sjúkraliðafélagsins,
Kópavogi.
14. Jón Pálsson, framkvæmdastjóri,
Mosfellsbæ.
15. Sigurjóna Sverrisdóttir, leikkona
& MBA, Garðabæ.
16. Ragnar Gunnar Þórhallsson, fv.
form. Sjálfsbjargar & deildarstj.
hjá Tollstjóra, Mosfellsbæ.
17. Margrét Lind Ólafsdóttir, sérfr.
hjá Vinnumálastofnun & bæjar-
fulltrúi, Seltjarnarnesi.
18. Sigurður Flosason, tónlistarmaður,
Garðabæ.
19. Geir Guðbrandsson, verkamaður
og nemi, Hafnarfirði,
20. Dagbjört Guðmundsdóttir, nemi
& Íslandsmeistari í bílaíþróttum,
Hafnarfirði.
21. Karolína Stefánsdóttir, framleið-
andi, Garðabæ.
22. Gunnar Helgason, hjúkrunar-
fræðingur, Kópavogi.
23. Guðbjörn Sigvaldason, vaktstjóri,
Mosfellsbæ.
24. Guðrún Helga Jónsdóttir, fv.
bankastarfsmaður, Kópavogi.
25. Reynir Ingibjartsson, rithöfundur
& göngugarpur, Hafnarfirði.
26. Jóhanna Axelsdóttir, fv. kennari,
Hafnarfirði.
Músíktilraunir 2013
- skráning hefst 18. febrúar
Músíktilraunir 2013 verða haldnar í Silfurbergi, Hörp-unni. Undankvöldin verða
frá 17. til 20.mars og úrslitakvöldið
þann 23.mars.Einnig hefur heimasíða
Músíktilrauna 2013 verið sett í gang.
Þetta er frábært tækifæri til að taka þátt
í skemmtilegum og spennandi viðburði
í glæsilegu umhverfi og kynna sig og
kynnast öðrum í leiðinni. Miðasala
verður á www.harpa.is
Nú er því um að gera að dusta rykið
af hljóðfærunum og byrja æfingar.
Við munum opna fyrir skráningu 18.
febrúar nk. og henni lýkur svo 3.mars.
Skráningargjald verður það sama og
síðast, 7000 kr. Fylgist með á www.
musiktilraunir.is, en skráning mun
verða aðgengileg þaðan.
Upphitun fyrir músík
tilraunir 2013 í hinu húsinu
-vantar þig að taka upp demó eða bara
góð ráð?-
Hitt Húsið ætlar að bjóða upp á að-
stöðu fyrir tónlistarfólk til að koma og
æfa lögin sín í góðu hljóðkerfi, mögn-
urum o.fl. Einnig verður starfsfólk
hússins á staðnum til skrafs og ráða-
gerða um allt er varðar tilraunirnar
og undirbúning fyrir þær. Í kjölfarið
af þessu geta hljómsveitirnar/tónlist-
arfólkið sótt um að taka upp demo í
Hinu Húsinu til að skila í skráningu
Músíktilrauna 2013.
Dagsetningar sem í boði eru:
-Æfing / spjall :
Fimmtudagurinn 14. febrúar kl.17-22.
-Demóupptökur:
Laugardagurinn 16. febrúar
Takmarkað pláss er í boði, hafið því
samband við okkur sem fyrst í musikt-
ilraunir@itr.is og í síma 411-5527.
Við erum einnig á Facebook: http://
facebook.com/musiktilraunir1
reTrobot tekur á móti verðlaunum fyrir 1.sæti á Músíktilraunum 2012. Ljósmynd:Brynjar Gunnarsson
Þórunn Stefánsdóttir .
Þórdís Dröfn.