Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 12
12 1. febrúar 2013
Heilsuárið 2013 með Siggu
Hvernig á að koma sér af stað í ræktinni?
Oft er það nauðsyn sem ýtir fólki af stað í ræktina. Heilsan komin á þann stað
að það þarf að gera eitthvað í málunum
áður en allt fer í óefni. Jafnvel hefur
fólk fengið ábendingu frá lækni um að
drífa sig í gang. Líkaminn er þannig
gerður að stundum tekst honum að
laga sig sjálfur með hreyfingu og góðri
næringu. Sem betur fer eru þó margir
sem koma vegna eigin hvata og langar
að hafa hreyfingu sem hluta af lífsstíl
sínum og /eða hafa fengið nóg af eigin
ástandi og langar að fá betri líðan og
form.
Það getur verið rosalegt átak að
koma sér af stað í ræktina og allar
heimsins afsakanir notaðar til að fresta
og sleppa. Það er of mikið að gera
og enginn tími. Það þarf að skutla
og sækja. Orkan er engin. Börnin of
lítil til að vera í pössun. Það sem í
boði er „hentar“ ekki. Kennarinn er
leiðinlegur/ekki hvetjandi, letin ræður
ferðinn og svona má lengi telja. Ef
einhver ætlar að finna afsökun þá tekst
það alveg örugglega með glæsibrag.
Stundum segi ég þú ert þinn versti
óvinur!
Allir voru einu sinni byrj
endur
Mörgum finnst ógnvekjandi að koma
inná líkamsræktarstöðvar. Það er
allt á fullu og oft mikil læti. Það er
kannski ekki þægilegt að vera í slíku
umhverfi og upplifa alla í góðu formi
og granna. Fólk gleymir að hugsa að
einhver tíma voru þeir sem eru á fullu
byrjendur líka. Þessi hugsun er hluti af
flóttaleiðinni að geta bakkað út og sagt
að þetta henti engan veginn.
Hvernig er þá best að byrja og stíga
sín fyrstu skref í ræktinni? Ég segi:
Það þarf að henda sér út í þetta, taka
ákvörðun og byrja að mæta. Það er gott
að byrja á því að fara á námskeið og
vera í lokuðum hóp og láta leiða sig
áfram, mæta á ákveðnum tímum, hitta
sama fólkið og vera jafnvel með svipuð
markmið og hinir í hópnum.
Önnur leið er að byrja hjá þjálfara,
hafa fasta tíma, læra að vinna í tækjasal
með öllum þeim möguleikum sem þar
bjóðast. Það sem þarf fyrst og fremst
að gera sér grein fyrir er hvað hentar
manni. Muntu mæta ef enginn er að
taka á móti þér? Klárar þú æfinguna
ef enginn stendur yfir þér? Heldur þú
áfram eftir 3 vikur?
Það er gott að gera sér grein fyrir
hvað hentar manni og spila út frá því.
Það er ekki verra að hafa einhvern fé-
laga með sér. Það getur verið hvetjandi
að mæla sér mót við einhvern EN það
má þó ekki vera þannig að ef félaginn
mætir ekki að þá mætir þú ekki heldur.
Hver og einn verður að gera þetta á
sínum forsendum og á þeim tíma sem
bestar hentar inní daglega lífið.
Munur á fólki eftir 6 tíma
Veldu eitthvað sem höfðar til þín til
að byrja með en prófaðu svo fleira og
stefndu að fjölbreyttri þjálfun. Kapp
er best með forsjá, ekki gleypa allan
heiminn fyrstu vikuna. Það er ágætt
að koma 2-3 x í viku og gefa svo í þegar
formið er orðið betra og líkaminn til-
búin í meiri átök. Þetta þýðir að á
tveimur vikum ferðu í 4-6 tíma.
Ég sé í þjálfuninni hjá mér að það
er komin munur á fólki í sjötta tíma.
Það er kominn meiri kraftur í vöðvana,
þolið farið að batna og vinnulag verður
allt annað en í byrjun. Meira er keyrt
í æfingarnar og ekki verið að hlífa sér.
Þetta er eingöngu hægt þar sem lík-
aminn er farinn að venjast álaginu/
áreitinu. Ef skynsemin ræður í upphafi
eru allar líkur á að endast í ræktinni
meira en 3 vikur. Fyrsta vikan er oft
erfið, harðsperrur læðast um allan
kroppinn og halda manni í heljarg-
reipum. Ekki það besta eða þægilegasta
sem hægt er að upplifa.
Fjölbreytni er málið!
Fjölbreytt þjálfun skilar mestum alhliða
árangri. Ekki festast í því sama enda-
laust. Lyftu, hlauptu, hjólaðu, farðu
í yoga, Body Pump, tabata, prófaðu
bara sem mest og fjölbreyttast. Ekki
dæma eitthvað eftir eitt skipti, það
tekur líkamann tíma að aðlagast nýjum
hreyfingum og álagi. Ef þér líkar ekki
fyrsti jógatíminn sem þú ferð í vil ég
hvetja þig til að taka amk 4 tíma til
viðbótar og dæma svo áður en yoga er
hent út af borðinu. Þetta mætti segja
um alla líkamsrækt. Það er ekkert að
marka að prófa eitthvað einu sinni og
dæma svo og ákveða að þetta henti ekki
eða er hreinlega leiðinlegt.
Drífðu þig af stað! Það getur enginn
gert þetta fyrir þig! Gerðu á meðan
að þú getur, það gæti verið of seint á
morgun. Hlakka til að sjá þig með
lóðin í höndunum og svitan spýtast
af þér.
kær kveðja,
Sigga
Útskrift frá Flensborgarskólanum í desember:
Stór hluti stúdenta lauk námi á 3,5 ári
Alls útskrifuðust 76 nemendur með 79 próf, 72 stúdentar og sjö nemendur af fjölmiðlabraut.
Liðlega helmingur hópsins er karlar, sem
telst frekar óvenjulegt kynjahlutfall hjá
nýstúdentum ef litið er til síðustu missera
hér í Flensborg eða til landsins í heild.
Meirihluti stúdentanna útskrifast eftir
skemmri tíma en fjóra vetur, 47 þeirra
eru að útskrifast eftir þriggja og hálfs árs
nám eða tæp 63% þeirra. Meðalaldur
hópsins er 19 og hálft ár.
Flestir stúdentarnir útskrifust af félags-
fræðabraut eða 30 , 4 af málabraut, 21 af
náttúrufræðibraut, 11 af viðskipta- og
hagfræðibraut og sex með viðbótarnám
til stúdentsprófs. Af íþróttaafrekssviði
brautanna eru 13 í stúdentahópnum
og einn til viðbótar af íþróttasviði. Dúx
skólans að þessu sinni er Birna Berg
Haraldsdóttir, stúdent af íþróttaafreks-
sviði náttúrufræðibrautar, og semidúx
er Heiðar Þór Jónsson.
Fulltrúi frá Rotaryhreyfingunni, Hjör-
dís Guðbjörnsdóttir, veitti dúx skólans
viðurkenningu og Mjöll Flosadóttir,
fráfarandi formaður skólanefndar, veitti
styrk úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar
eins og venja er við útskrift á haustönn.
Styrkinn í ár hlaut Eva Rós Ólafsdóttir
meistaranemi í félagsrágjöf. Þá flutti Bogi
Agnar Gunnarsson fulltrúi nýstúdenta
ávarp.
Við athöfnina söng Kór Flens-
borarskólans undir stjórn Hrafnhildar
Blomserberg.
Stúdentar frá Flensborgar
skólanum í desember 2012:
Aðalsteinn Gíslason, FÉ, Amanda
Christine Carticiano, MB, Anna Björk
Sigurjónsdóttir, NÁ, Anton Örn Þórar-
insson, NÁ-ÍA, Arnar Einarsson, VSS-
FM, Arndís Sverrisdóttir, FÉ, Arney Rún
Jóhannesdóttir, NÁ-ÍA, Arnór Fannar
Rúnarsson, FM, Aron Elvar Gylfason, NÁ,
Ásgeir Guðmundsson, FM, Ástrós Elma
Sigmarsdóttir, FÉ, Berglind Anna Hol-
geirsdóttir, FÉ, Bergþór Þrastarson, NÁ,
Bertel Benóný Bertelsson, NÁ, Birna Berg
Haraldsdóttir, NÁ-ÍA, Bjarki Ásgeirsson,
FÉ, Bjarni Guðmundsson, VH-ÍA, Bogi
Agnar Gunnarsson, FÉ, Bóas Guðjónsson,
NÁ, Dagný Rut Hjartardóttir, FM, Dagný
Valdimarsdóttir, NÁ, Dagný Þorgilsdóttir,
FÉ, Dagur Ingi Albertsson, NÁ, Davíð
Viðarsson, VSS-FM, Elín Margrét Magn-
úsdóttir, FÉ, Elísabet Guðmundsdóttir,
VH-ÍA, Elsa Dögg Lárusdóttir, VSS-FM,
Emil Pálsson, FÉ-ÍA, Eygló Ósk Guðjóns-
dóttir, FÉ, Gestur Ernir Viðarsson, VH,
Gísli Freyr Ólafsson, VH, Grímur Steinn
Karlsson, VH, Guðbjartur Ísak Ásgeirs-
son, FÉ, Guðjón Andri Þorvarðarson,
VH, Gunnar Ásgeir Halldórsson, VH-ÍA,
Gunnar Pálsson, NÁ, Hafsteinn Þráinsson,
NÁ, Halla Björg Hallgrímsdóttir, FÉ, Har-
aldur Pétursson, FÉ, Heiðar Þór Jónsson,
VSS, Hergils Þórðarson, NÁ, Hildur Hörn
Sigurðardóttir, FÉ, Hildur Ósk Hauks-
dóttir, VH, Hrannar Dagur Hilmarsson,
FÉ, Hreinn Andri Stefánsson, FÉ, Ivan
Svanur Corvasce, FM, Íris Einarsdóttir,
NÁ, Íris María Leifsdóttir, FÉ, Jóhannes
Ágúst Magnússon, FÉ, Jón Kristinn Björg-
vinsson, VH-ÍA, Katrín Erla Bergsveins-
dóttir, VH, Konráð Hrafnkelsson, FÉ-ÍA,
Kristinn Ingi Guðjónsson, NÁ, Kristján
Gauti Emilsson, NÁ, Kristófer Fannar
Þórsson, NÁ, Lilja Sif Erlendsdóttir, FÉ,
Maggý Lárentsínusdóttir, VH-ÍA, Marcell
Hevesi, FM, Orri Freyr Guðmundsson,
FÉ-ÍA, Ólöf Rún Gunnarsdóttir, FÉ,
Pálmi Snær Skjaldarson, FÉ, Ragnar
Ágúst Ragnarsson, NÁ-ÍA, Róshildur
Agla Hilmarsdóttir, NÁ, Rut Malmberg,
NÁ, Signý Rún Guðnadóttir, MB, Sigurður
Stefán Ásmundsson, FÉ, Sindri Þór Har-
aldsson, FM, Skúli Þór Jóhannsson, FÉ,
Stella Björk Guðmundsdóttir, MB, Sunn-
eva Kristín Sigurðardóttir, NÁ, Telma Lind
Ómarsdóttir, FÉ, Tómas Þór Jacobsen,
FÉ-ÍÞ, Una Margrét Árnadóttir, FÉ-ÍA,
Vigdís Lilja Ásgeirsdóttir, FÉ, Vilhjálmur
Steinar Þorvaldsson, MB og Þorgerður
Edda Jónsdóttir, FÉ.
Heilsuárið 2013 með siGGu í Hress