Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 13
131. febrúar 2013
Fullt nafn:
Kristinn Andersen.
Fæðingardagur og ár:
7. september 1958.
Fæðingarstaður:
Landspítalinn í Reykjavík.
Hvar býrð þú?
Austurgötu, Hafnarfirði.
Hvar ólstu upp (hverfi/sveitarfélag)?
Í Reykjavík, fyrst í Hlíðunum en við
þrettán ára aldur fluttum við í gamla
vesturbæinn.
Foreldrar:
Geir R. Andersen, fv. blaðamaður, og
Brynhildur Kristinsdóttir, húsmóðir
og skrifstofumaður.
Fjölskylda:
Ég er kvæntur Þuríði Erlu Halldórs-
dóttur, hárgreiðslumeistara og inn-
fæddum Gaflara. Við eigum tvo syni,
Halldór 24 ára og Geir 18 ára.
Starf og menntun:
Rannsóknastjóri hjá Marel, þar
sem ég hef m.a. umsjón með þróun
nýrrar tækni og samstarfi með
rannsóknastofnunum, háskólum og
fyrirtækjum. Lauk lokaprófi í raf-
magnsverkfræði frá HÍ og svo M.S.
og doktorsprófi frá Vanderbilt háskóla
í Tennessee, Bandaríkjunum.
Hvaða trúnaðarstörfum gegnir þú
sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði ?
Ég sit í bæjarstjórn og bæjarráði, og er
1. varaforseti bæjarstjórnar. Hóf fyrstu
tvö árin í bæjarstjórn með störfum í
fræðsluráði.
Áhugamál:
Búinn að vera radíóamatör frá ung-
lingsárum, fikta enn á háaloftinu við
að búa til fjarskiptatæki og stundum
sést til mín við jafnvægislistir á
þakinu, að prófa loftnet sem ég hef
hannað.
Spila líka á píanó, en ég stundaði um
árabil nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni.
Gæludýr:
Persakisan okkar hún Agnes sem tórir
enn, á 15. ári.
Uppáhaldsmatur:
Wellington-steik að hætti Erlu og
eggjapúns sem ég laga sjálfur að hætti
suðurríkjamanna (sjá annars staðar í
þessari yfirheyrslu).
Uppáhaldsdrykkur:
Kranavatnið úr Kaldá er virkilega gott,
sérstaklega ef það er látið renna vel
og kólna.
Uppáhaldstónlist:
Þar er úr mörgu að velja. Úr klassík-
inni t.d. Bach, Brahms, Rachmaninov
og svo frönsk músík eins og eftir Fauré
og Poulenc. Jazz, t.d. Miles Davis, John
Coltrane. Moses Hightower og Ásgeir
Trausti, popp, rokk – nefndu það bara
og ég hlusta.
Helstu kostir:
Tiltölulega samviskusamur og reyni
að ljúka öllum verkefnum vel. Tel mig
eiga gott að vinna með fólki.
En gallar:
Færist stundum of mikið í fang og á
erfitt með að segja nei.
Stundar þú líkamsrækt?
Hefur verið slitrótt, en hef náð að fara í
ræktina 2-4 sinnum í viku sl. ár. Reyni
svo að ganga frekar en að aka og nota
stigana frekar en lyftuna. Allt telur.
Ertu rómantísk/ur?
Hmm... jú, ætli það ekki bara.
Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við
makann?
Aðalatriðið er að þykja vænt um hvort
annað alla daga og njóta þeirra stunda
sem við eigum saman.
Hvenær/hvernig líður þér best?
Það er frábært að koma út á morgnana,
anda að sér frísklegu Austurgötuloftinu
og bjóða nýjan dag velkominn.
Hvað gerir þú þegar þú ert argur eða
ekki í góðu skapi?
Það þarf mikið til að ergja mig. En ef
hlutirnir ganga ekki upp þá er bara
að draga djúpt andann, fá sér svartan
kaffisopa og skoða málin upp á nýtt.
Með hvaða liði heldur þú í íþróttum
(íslenskt og erlent lið):
Ég á mér engin uppáhaldslið, en þetta
er allt hið duglegasta fólk.
Hvaða bók/bækur ertu að lesa þessa
dagana?
Hver er besta bók sem þú hefur lesið.
Núna er ég að lesa „Newton and the
counterfeiter“, þar sem sagt er frá
því er einn mesti vísindamaður allra
tíma, Isaac Newton, tók við umsjón
myntsláttunnar í Englandi og eltist
við peningafalsara. Næsta bók sem
bíður mín er um heimspeki og ber
það dularfulla heiti „Hver er ég, og
ef svo er, hve margir?
“. Það er erfitt að velja bestu bókina...
Guli skugginn úr Bob Moran seríunni
var nú reyndar býsna góður á sínum
tíma!
Hefurðu farið til útlanda á árinu?
Já, nokkrum sinnum á sl. ári og þá alltaf
í tengslum við vinnu.
Uppáhaldsstaður á landinu:
Það eru margir staðir fallegir á Íslandi,
t.d. Snæfellsnesið þar sem ég var í sveit
fjögur sumur. En ekkert jafnast á við
að koma aftur heim, hingað í iðandi
mannlífið.
Hvaða staður í útlöndum er í mestu
uppáhaldi hjá þér? Hversvegna?
Nashville, Tennessee í Bandaríkjunum.
Þar bjuggum við Erla um árabil, eigum
þar enn góða vini og hlýjar minningar.
Fólkið er indælt og afgreiðsludömurnar
á veitingahúsunum kalla mann „honey“.
Hvað er hægt að hafa það betra?
Hvaða kostir eru helstir við að búa í
Hafnarfirði?
Hér er einfaldlega gott að búa, alvöru
miðbær með verslunum, veitingahúsum
og lifandi höfn. Ég elska malið frá ljósa-
vélunum á kyrrum sumarnóttum.
En gallar?
Nú þarf ég að fá að hugsa aðeins...
Hvernig sérðu Hafnarfjörð fyrir þér
eftir 10 ár?
Ég vil sjá ungt fólk í Hafnarfirði
blómstra, með framúrskarandi
menntun og atvinnutækifæri.
Ég vil sjá Hafnarfjörð bjóða upp á inn-
viði, atvinnulíf og menningu fyrir þetta
unga fólk svo það setjist hér að til þess
að búa næstu kynslóð heimili.
Hefurðu hug á að halda áfram í stjórn
málum?
Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum
og mun eflaust hafa það áfram, en ég
tel að fólk eigi ekki að starfa í þeim of
lengi. Við eigum að koma inn í þau í tak-
markaðan tíma, hvert með sína reynslu,
spreyta okkur á þeim verkefnum sem
liggja fyrir hverju sinni, en rýma svo
fyrir nýju fólki og hverfa sjálf aftur til
annarra starfa.
Á hvaða vettvangi ef svo er?
Það er af nægum verkefnum að taka hjá
okkur í stjórnmálunum í Hafnarfirði,
svo ég læt það duga að sinni.
Ef þú yrðir kjörin/n forsætisráðherra,
hver yrðu þín fyrstu verk:
Lækka skatta og gjöld og gera breytingar
á velferðarkerfinu til þess að minnka
svarta atvinnustarfsemi, hvetja til at-
vinnusköpunar einstaklinga og í staðinn
geta sinnt myndarlega þeim sem mest
þurfa á stuðningi okkar að halda. Grisja
og skala niður stjórnkerfið, hugsa það
upp á nýtt þannig að það taki mið af
smæð þjóðarinnar, og gera átak til ný-
sköpunar í ríkisrekstri.
Uppáhaldsuppskrift:
Eggjapúns ( „egg nog“) er uppá-hald sem við kynntumst þegar við
bjuggum í suðurríkjunum. Ómissandi
í jólaboðunum, en úr því jólin eru
gengin um garð mætti vel prófa þetta
góðgæti með hrútspungum og slátri
núna á þorranum:
12 eggjum er skipt upp í tvær skálar:
Hvítur og rauður.
Rauðurnar eru þeyttar þar til þær
þykkna.
Áfram er þeytt, en hægar, og á
meðan er bætt hægt út í 1-½ bolla
af flórsykri, 1 lítra af mjólk og 1 lítra
rjóma.
3 bollum af viskí, rommi eða kon-
íaki bætt út í meðan áfram er hrært. Í
Tennessee notum auðvitað ekki annað
en hinn eina sanna Jack Daniels.
Einnig má sleppa áfenginu, eða nota í
staðinn vanilludropa eða rommdropa
eftir smekk.
Rétt áður en púnsið er borið fram
þeytum við eggjahvíturnar þar til þær
eru stífar. Eggjahvítuþykkninu er var-
lega rennt í heilu lagi út í rauðurnar. ½
lítri af þeyttum rjóma er líka rennt út í
og öllu blandað varlega saman þannig
að púnsið haldi stífni og þéttleika.
Ausið í bolla, múskati („nutmeg“)
stráð yfir og jafnvel toppað með dúsk
af þeyttum rjóma.
Martha Stewart segir að þetta dugi
í 26 bolla, en hún er eflaust með ein-
hverjar viktoríanskar fingurbjargir svo
hérna notum við bara krúsirnar úr
eldhússkápnum. Á 3. bolla er kominn
tími á fjöldasöng!
Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
„Stundum sést til mín við jafnvægislistir á þakinu að prófa loftnet“
Við hafmeyjuna í Kaupmannahöfn.
Með morslykilinn og radíótækin á háaloftinu.
Við Gullfoss sl. sumar.