Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 5
Ertu að taka til …
… í bílskúrnum
… á vinnustaðnum
Komdu spilliefnunum og raftækjunum
á söfnunarstöðina næst þér …
… við sjáum um framhaldið!
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is
18. janúar 2013
3. tölublað 2. árgangur
Hafnarfjörður Og GarðaBÆr kOma út annan hVern föstudag
Ólafur Arnarsson, hagfræðingur:
„Við verðum að ná tökum á rekstri ríkissjóðs
-við verðum að innleiða meiri aga við efnahagsstjórnina“
Ólafur Arnarsson, hagfræðingur og Garðbæingur, hefur látið mikið að sér kveða í umræðum
um efnahagsmál síðustu misseri. Því var
ekki úr vegi að spyrja hann nokkurra
spurninga er varða þau mál við upphaf
umfjöllunar blaðsins um kosningarnar
og þau málefni sem helst brenna á fólki.
-Hvernig sérð þú hið efnahagslega
landslag ríkissjóðs á árinu 2013?
„Ég hef áhyggjur af því að ekki sé
búið að ná raunverulegum frumjöfnuði
í rekstri ríkissjóðs. Hvað útgjaldahliðina
varðar hefur í raun ekki verið forgangs-
raðað. Þannig höfum við séð heilbrigð-
isstofnunum lokað um landið og heilu
deildunum lokað á höfuðborgarsvæð-
inu án þess að í þeim aðgerðum birtist
forgangsröðun önnur en að spara með
niðurskurði þar sem handhægast er að
grípa til hans með skjótum hætti.
Undanfarin tvö ár hafa tekjur ríkisins
orðið hærri en gert hefur verið ráð fyrir
við undirbúning fjárlaga. Stjórnarliðar
hafa talið þetta til merkis um aukin
umsvif í hagkerfinu og vel heppnaðar
skattahækkanir en veruleikinn er sá að
tekjuaukinn stafar að mestu leyti af því
að ríkið hefur fengið tekjuskatt af tug-
milljarða innleystum séreignarsparnaði.
Þær tekjur verða ekki til á þessu ári í
sama mæli og fyrr vegna þess að sér-
eignarsparnaður þeirra, sem eru í mestu
neyðinni er uppurinn.
Þá hefur ráðstöfunarfé heimila verið
hærra en ella vegna frystingar lána en
þær frystingar eru að renna sitt skeið á
þessum vetri og því dregst ráðstöfunarfé
saman.
Þá eru ýmsar hugmyndir stjórnvalda
um aukna skattinnheimtu óraunhæfar
og munu ekki skila því sem vonast hefur
verið eftir.
Þá stefnir í verðbólgugusu og óróa
á vinnumarkaði með tilheyrandi af-
leiðingum fyrir heimilin, atvinnulífið
og tekjuöflun ríkissjóðs.
Að öllu ofansögðu hef ég áhyggjur
af því að hallinn á ríkissjóði verði mun
meiri á þessu ári en gert er ráð fyrir í
fjárlögum ársins.
Það dylst engum að skuldir heimil-
anna hafa kollvarpast frá hruni, verð-
tryggðu lánin margfaldast, og siðan hafa
sumar aðgerðir ríkisvaldsins til tekjuöfl-
unar bein áhrif til hækkunar vístölunnar
og þar með verðtryggingarinnar og lán-
anna í kjölfarið.
Nú erum við að sigla inn í fimmta ár
frá hruni. Yfirdrættir hafa stigmagnast
hjá heimilunum til að ná endum saman.
-Verður hægt að víkjast undan því hjá
næstu ríkisstjórn að grípa hér inn í og
lagfæra þá stöðu sem mörg heimili eru í?
Nei, ekki án skelfilegra afleiðinga fyrir
heimilin, atvinnulífið, fjármálakerfið og
ríkissjóð sjálfan.
-Sýnist þér að sá bati sem Steingrímur J.
og Jóhanna boða í fjárlagafrumvarpinu
sér raunhæfur? Þar er talað m.a. um að
heildarjöfnuður ríkissjóðs sé að nást.
Atvinnuleysi að minnka. Hagvöxtur
verði tæp 3% o.s.frv.
Ég vísa í svar við 1. spurningu varð-
andi jöfnuð ríkissjóðs. Atvinnuleysi
hefur minnkað vegna þess að fólk hefur
leitað til útlanda eftir atvinnu auk þess
sem æ fleiri falla út af atvinnuleysisskrá
og teljast þannig ekki atvinnulausir. Þessi
vandi færist frá ríki til sveitarfélaga.
Hagvaxtarspár íslenskra stjórn-
valda og Seðlabankans hafa í mörg ár
reynst óraunhæfar og byggjast fremur
á óskhyggju en undirliggjandi stað-
reyndum. Veruleikinn hefur ávallt verið
annar en sú óskhyggja sem birtist í spám.
AGS spáir lægri hagvexti hér á landi en
stjórnvöld. Matvælaverð hefur hækkað
mikið.
Gengisfelling á þessu ári miðað við
gengisvísitölu eru ríflega 6% og þegar
skoðaðir eru einstaka gjaldmiðlar er
gengisfellingin mun meiri. Enn virðist
gengisvísitalan vera að fara uppávið. Það
verður því ekki séð að verðbólga sé á
niðurleið og jafnvel haldi áfram uppávið.
-Verður þessu viðsnúið með krónuna
sem gjaldmiðil?
Ég tel framtíðarhagsmunum Íslands
best borgið með því að taka upp annan
gjaldmiðil en krónuna. Í því sambandi
hef ég helst horft til upptöku evru í
gegnum aðild að ESB. Hvað sem öllu
líður er þó ljóst að viðfangsefni hag- og
peningastjórnar hér á landi eru þau sömu
hvort sem við hyggjumst taka upp annan
gjaldmiðil eða nota krónuna áfram. Við
verðum að ná tökum á rekstri ríkissjóðs
– við verðum að uppfylla Maastricht
skilyrðin. Við þurfum að innleiða meiri
aga við efnahagsstjórn hér á landi. Þar
skiptir miklu að afnema verðtryggingu
af neytendalánum, sem veldur verðbólgu
og kollsteypum eins og fram kemur í
skýrslu sem Samtök fjármálafyrirtækja
létu vinna fyrir sig síðastliðið haust.
Þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur sett
lög sem brjóta gegn stjórnlögum landsins
og íþyngt skuldurum þessa lands með
lögum sem að hluta voru afturvirk og
stóðust ekki. Neytendaréttarsjónarmið
voru fyrir borð borin.
-Sýnist þér þegar þú horfir til baka að sá
bati sem boður er af stjórnarflokkunum,
sé raunverulegur. Hefur ríkisstjórnin
staðið sig vel í að koma hér hlutunum
á lappir að nýju?
Hér þarf ekki að orðlengja. Svarið er
því miður nei. Það finnur hver á eigin
skinni.
-Horfandi fram á veginn. Mun staða
heimilanna rétta úr kútnum með þeim
meðölum sem felast í nýjum fjárlögum?
Hverjar eru horfurnar á nýja árinu fyrir
heimilin í landinu?
Fjárlög ársins bera fáar lausnir fyrir
heimilin og atvinnulífið. Því miður er
útlitið ekki sérlega bjart fyrir skuldsett
heimili þessa lands á þessu ári. Órói á
vinnumarkaði og mikil verðbólga leika
skuldir heimilanna og raunar fyrir-
tækjanna líka grátt. Við hljótum samt
að trúa því að það birti um síðir. Auk-
inn þungi hefur færst í umræðuna um
skaðsemi verðtryggingar á neytenda-
skuldbindingar. Fyrr eða síðar verður
verðtryggingunni létt af íslenska hag-
kerfinu enda standa engin rök til þess
að Ísland, eitt landa í heiminum, ástundi
verðtryggingu á húsnæðislán og aðrar
skuldbindingar neytenda.
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is
LAGERSALA
Laugardag & sunnudag
Allt að 80% afsláttur
Opið laugardag & sunnudag 11-18Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is
LAGERSALA
Laugardag & sunnudag
Allt að 80% afsláttur
Opið l ugardag & sunnudag 11-18
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is
LAGERSALA
Laugardag & sunnudag
Allt að 80% afsláttur
Opið laugardag & sunnudag 11-18
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is